Vetrar og vordagskrá 2025


Næstu viðburðir efst, fyrri viðburðir neðan við
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025
kl. 20:00
Prjónavetur

Ýr Jóhannesdóttir − Ýrúarí − kynnir verk sín og listsköpun.
Árið 2020 var verk­efni henn­ar Peysa með öllu til­nefnt til Hönnunar­verð­launa Ís­lands, en það var unnið í sam­starfi við fata­söfn­un Rauða kross­ins. Það var síðan þró­að áfram og hefur verið kynnt víða um Evrópu. Á­samt stúdíó Fléttu hlaut hún Hönnunar­verð­laun Ís­lands árið 2023 fyrir verk­efnið Pítsustund.
Þriðjudaginn 11. mars 2025
kl. 20:00
Prjónavetur

Hver er Vík Prjónsdóttir?
Á þessu ári eru 20 ár síðan hönnunar­teym­ið Vík Prjóns­dótt­ir varð til. Sagt verð­ur frá sam­starfi þeirra við Víkur­prjón sem var þá elsta prjóna­verks­miðja lands­ins. Nú­tíma­leg hönn­un, form og lita­val komu eins og fersk­ur and­blær inn í ís­lensk­an hönnunar­heim og allt í einu var ís­lensk prjóna­hönn­un orð­in spenn­andi og töff.

Þriðjudaginn 25. mars 2025
kl. 20:00
Prjónavetur

Magnea Einarsdóttir fjallar um verk sín og reynslu af því að starfa sem prjóna­hönn­uð­ur á Ís­landi, en hún hefur undan­far­in ár vak­ið verð­skuld­aða at­hygli fyrir þróun og frum­lega nálg­un sína við prjón og efnis­með­ferð á ís­lenskri ull. Fata­lína henn­ar MAGNEA - made in Reykja­vík var til­nefnd til Hönn­unar­verð­launa Ís­lands árið 2021.

Helgarnar 5.−6. og 12.−13. apríl 2025 Prjónavetur − Hönnunarmars

Ís­lensk­ir hönn­uð­ir hafa í sam­starfi við prjóna­verk­smiðj­ur hér­lend­is fram­leitt marg­ar af þekkt­ustu hönn­unar­vör­um lands­ins sem marg­ar hafa náð heims­athygli. Á Hönnunar­Mars verða sýndar prjóna­vör­ur sem hafa verið fram­leidd­ar á Ís­landi síð­ustu 20 ár. Mark­mið sýn­ing­ar­inn­ar er að gefa gest­um kost á að sjá vand­að­ar vör­ur sem hafa vak­ið at­hygli og fengið verð­uga viður­kenn­ingu fyrir hönn­un, út­færslu og fram­leiðslu. Sýn­ing­in stend­ur yfir helg­arn­ar 5.−6. og 12.−13. apríl 2025 frá 13:00 − 17:00.
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 Prjónavetur

Mál­þing sem að koma ýms­ir að­ilar sem munu miðla sinni reynslu af prjóna­fram­leiðslu á Ís­landi og hönn­uð­ir munu varpa ljósi á kosti og galla þess að fram­leiða hér­lend­is, hvað við gæt­um gert bet­ur, en einnig hvað mikil­vægt er að varð­veita. Á Ís­landi starfa enn ein­stakl­ing­ar með dýr­mæta þekk­ingu sem mikil hætta er á að glatist verði ekkert að gert.

Þriðjudaginn 29. apríl 2025
kl. 20:00
Helga Pál­ína Bryn­jólfs­dóttir
fyrirlestur


Fyrri viðburðir:
Þriðjudaginn 14. janúar 2025
kl. 20:00
Saga Holds­veikra­spít­al­ans í Laugar­nesi og stofn­un Odd­fellow­regl­unn­ar á Ís­landi

Guð­mund­ur Þór­halls­son seg­ir frá að­drag­anda að bygg­ingu Holds­veikra­spít­al­ans á Laugar­nesi sem starf­aði á ár­un­um 1898 − 1943. Inn í þá sögu flétt­ast stofn­un Odd­fellow­regl­unn­ar á Ís­landi 1897. Í er­indi sínu Lífið á Holds­veikra­spít­al­an­um í Laugar­nesi fjall­ar Erla Dór­is Hall­dórs­dótt­ir sagn­fræð­ing­ur um starf­ið á spít­al­an­um og hvern­ig tókst að vinna bug á þessum hræði­lega sjúkdómi.

Liður í dag­skránni Frið­lýs­um Laugar­nes. Ókeypis að­gangur.
Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 21. janúar 2025
kl. 20:00
Höfuð­ból Ingólfs Arnar­son­ar var í Laugar­nesi
Íslands­sagan endurskoðuð

Árni Árna­son fjall­ar um þá niður­stöðu rann­sókn­ar sinn­ar að Ing­ólf­ur Arnar­son hafi byggt bæ sinn í Laugar­nesi, en ekki á jörðinni Vík.

Liður í dag­skránni Frið­lýs­um Laugar­nes. Ókeypis að­gangur.
Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 28. janúar 2025
kl. 20:00
Mitt Laugarnes

Þor­grím­ur Gestss­on fjall­ar um persónu­leg tengsl sín við Laugar­nes og rek­ur að­drag­anda þess að hann fór að kynna sér þús­und ára sögu Laugar­ness, sem varð að lokum að bók. Hann segir frá því hvern­ig jarð­eign­in gekk á milli kyn­slóða sömu ætt­ar öld­um sam­an og hvers vegna að­setur biskups var að lokum flutt þangað. Þá reynir hann að gera grein fyrir til­finn­ingu sinni fyr­ir Laugar­nes­þorp­inu og hvern­ig borg­in gleypti það. Nú stend­ur bæjar­hóll­inn einn eftir, held­ur koll­ótt­ur, og horfur eru á að sam­tím­inn eigi eftir að slétta yfir spor þúsund ára mannlífs þar sem enn má þó sjá glitta í.

Liður í dag­skránni Frið­lýs­um Laugar­nes. Ókeypis að­gangur.
Fréttatilkynning
Sunnudaginn 2. febrúar 2025
kl.20:00


Salon tónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet píanóleikari flytja létta dag­skrá með verk­um, með­al ann­­ars eftir Fritz Kreisl­er, Ed­ward Elgar Niccolo Pagan­ini og Þór­arin Jóns­son.
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025
kl.20:00


Tónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet píanóleikari flytja Fiðlusónötu í B dúr eftir W.A. Moz­art, Sónötu í c moll eftir Ed­vard Grieg og Fratr­es eftir Arvo Pärt.

Þriðjudaginn 11. febrúar 2025
kl. 20:00

Tónskáldin fjögur
Tónleikar

Katrin Heymann flautu­leikari, Rob Campkin fiðlu­leik­ari og Evelina Ndlovu píanó­leikari frum­flytja „From Turmoil to Calm“ eftir Barry Mills, sem var samið sér­staklega fyrir þetta breska tríó, ásamt meistara­verk­um tutt­ug­ustu aldar­innar eftir Bohuslav Martinů og Nino Rota. Tón­leik­un­um lýkur með hug­leið­ing­um um ís­lensk þjóð­lög eftir Snorra Sig­fús Birgis­son sem ætl­að er að tengja bresk­ar ræt­ur flytj­end­anna við Ísland.

Þriðjudaginn 18. febrúar 2025
kl. 20:00

„Myndin tengist efni fyrirlestrarins beint...“
Hver voru þau?

Stefán Páls­son sagn­fræð­ing­ur segir frá komu og af­dirf­um fjöl­skyldu sem kom til Ís­lands frá Dan­mörku árið 1926 með vísi að dýra­garði með­ferðis. Þau komu sér fyrir í Laugar­nes­inu og síð­ar inni við Elliða­ár. Þau vöktu nokkra athygli hér og var því sleg­ið föstu að um síg­auna væri að ræða en hafa ber í huga að vitn­eskja lands­manna um Roma-fólk var lítil sem eng­in og öll hug­taka­notk­un mjög á reiki.
    Hvern­ig stóð á ferð­um fjöl­skyldu þess­ar­ar til Ís­lands? Hvaða upp­lýsingar − ef nokkr­ar − er unnt að finna um fólkið?

Liður í dag­skránni Frið­lýs­um Laugar­nes. Ókeypis að­gangur.
Fréttatilkynning