Næstu viðburðir efst, fyrri viðburðir neðan við
|
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 kl. 20:00 |
 |
Prjónavetur
Ýr Jóhannesdóttir −
Ýrúarí −
kynnir verk sín og listsköpun.
Árið 2020 var verkefni hennar Peysa með öllu tilnefnt
til Hönnunarverðlauna Íslands, en það var unnið
í samstarfi við fatasöfnun Rauða krossins.
Það var síðan þróað áfram og hefur verið
kynnt víða um Evrópu. Ásamt stúdíó
Fléttu hlaut hún Hönnunarverðlaun Íslands
árið 2023 fyrir verkefnið Pítsustund.
|
Þriðjudaginn 11. mars 2025 kl. 20:00 |
 |
Prjónavetur
Hver er Vík Prjónsdóttir?
Á þessu ári eru 20 ár síðan hönnunarteymið
Vík Prjónsdóttir varð til. Sagt verður frá
samstarfi þeirra við Víkurprjón sem var þá elsta
prjónaverksmiðja landsins. Nútímaleg hönnun,
form og litaval komu eins og ferskur andblær inn í íslenskan
hönnunarheim og allt í einu var íslensk prjónahönnun
orðin spennandi og töff.
|
Þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 20:00 |
 |
Prjónavetur
Magnea Einarsdóttir
fjallar um verk sín og reynslu af því
að starfa sem prjónahönnuður á Íslandi,
en hún hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða
athygli fyrir þróun og frumlega nálgun sína við
prjón og efnismeðferð á íslenskri ull.
Fatalína hennar MAGNEA - made in Reykjavík var tilnefnd
til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021.
|
Helgarnar 5.−6. og 12.−13. apríl 2025 |
 |
Prjónavetur
− Hönnunarmars
Íslenskir hönnuðir hafa í samstarfi við
prjónaverksmiðjur hérlendis framleitt margar
af þekktustu hönnunarvörum landsins sem margar hafa
náð heimsathygli. Á HönnunarMars verða sýndar
prjónavörur sem hafa verið framleiddar á
Íslandi síðustu 20 ár. Markmið
sýningarinnar er að gefa gestum kost á að sjá
vandaðar vörur sem hafa vakið athygli og fengið
verðuga viðurkenningu fyrir hönnun, útfærslu
og framleiðslu. Sýningin stendur yfir helgarnar 5.−6. og
12.−13. apríl 2025 frá 13:00 − 17:00.
|
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 |
 |
Prjónavetur
Málþing sem að koma ýmsir aðilar sem munu
miðla sinni reynslu af prjónaframleiðslu á Íslandi
og hönnuðir munu varpa ljósi á kosti og galla þess að
framleiða hérlendis, hvað við gætum gert betur,
en einnig hvað mikilvægt er að varðveita. Á Íslandi
starfa enn einstaklingar með dýrmæta þekkingu sem
mikil hætta er á að glatist verði ekkert að gert.
|
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 kl. 20:00 |
 |
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
fyrirlestur
|
Fyrri viðburðir: |
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 kl. 20:00 |
|
Saga Holdsveikraspítalans í
Laugarnesi og stofnun Oddfellowreglunnar
á Íslandi
Guðmundur Þórhallsson segir frá
aðdraganda að byggingu Holdsveikraspítalans
á Laugarnesi sem starfaði á árunum
1898 − 1943. Inn í þá sögu fléttast
stofnun Oddfellowreglunnar á Íslandi 1897.
Í erindi sínu Lífið á
Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi
fjallar Erla Dóris Halldórsdóttir
sagnfræðingur um starfið á
spítalanum og hvernig tókst að vinna bug á
þessum hræðilega sjúkdómi.
|
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 kl. 20:00 |
|
Höfuðból Ingólfs Arnarsonar
var í Laugarnesi
Íslandssagan endurskoðuð
Árni Árnason fjallar um þá
niðurstöðu rannsóknar sinnar að
Ingólfur Arnarson hafi byggt bæ sinn í
Laugarnesi, en ekki á jörðinni Vík.
|
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 kl. 20:00 |
 |
Mitt Laugarnes
Þorgrímur Gestsson fjallar um persónuleg tengsl sín
við Laugarnes og rekur aðdraganda þess að hann fór að kynna
sér þúsund ára sögu Laugarness, sem varð að lokum að
bók. Hann segir frá því hvernig jarðeignin gekk á milli
kynslóða sömu ættar öldum saman og hvers vegna aðsetur
biskups var að lokum flutt þangað. Þá reynir hann að gera grein fyrir
tilfinningu sinni fyrir Laugarnesþorpinu og hvernig borgin
gleypti það. Nú stendur bæjarhóllinn einn eftir, heldur
kollóttur, og horfur eru á að samtíminn eigi eftir að
slétta yfir spor þúsund ára mannlífs þar sem enn má
þó sjá glitta í.
|
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 kl.20:00 |

|
Salon tónleikar
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet
píanóleikari flytja létta dagskrá með verkum,
meðal annars eftir Fritz Kreisler, Edward Elgar Niccolo
Paganini og Þórarin Jónsson.
|
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 kl.20:00 |

|
Tónleikar
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet
píanóleikari flytja Fiðlusónötu í B dúr
eftir W.A. Mozart, Sónötu í c moll eftir Edvard Grieg og
Fratres eftir Arvo Pärt.
|
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 kl. 20:00 |

Tónskáldin fjögur |
Tónleikar
Katrin Heymann flautuleikari, Rob Campkin fiðluleikari og Evelina Ndlovu
píanóleikari frumflytja From Turmoil to Calm eftir Barry Mills, sem var
samið sérstaklega fyrir þetta breska tríó, ásamt
meistaraverkum tuttugustu aldarinnar eftir Bohuslav Martinů og Nino Rota.
Tónleikunum lýkur með hugleiðingum um íslensk
þjóðlög eftir Snorra Sigfús Birgisson sem ætlað er
að tengja breskar rætur flytjendanna við Ísland.
|
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 kl. 20:00 |

Myndin tengist efni fyrirlestrarins beint... |
Hver voru þau?
Stefán Pálsson sagnfræðingur segir frá komu og
afdirfum fjölskyldu sem kom til Íslands frá Danmörku
árið 1926 með vísi að dýragarði meðferðis.
Þau komu sér fyrir í
Laugarnesinu og síðar inni við Elliðaár.
Þau vöktu nokkra athygli hér og var því
slegið föstu að um sígauna væri að ræða en hafa ber
í huga að vitneskja landsmanna um Roma-fólk var lítil sem engin
og öll hugtakanotkun mjög á reiki.
Hvernig stóð á
ferðum fjölskyldu þessarar til Íslands? Hvaða
upplýsingar − ef nokkrar − er unnt að finna um fólkið?
|