Vor og vetrardagskrá 2024


Laugardaginn 3. og sunnu­daginn 4. febrúar kl. 20:00

Tvennir tón­leikar.
Þura

Þura Sigurðardóttir söng­kona ásamt söngv­ur­un­um Berg­lindi Björku Jónas­dóttur og Sig­urði Helga Pálma­syni bjóða upp á nota­lega tón­list við undir­leik Láru Bryn­dís­ar Eggerts­dótt­ur píanó­leik­ara, Hlíf­ar Sigur­jóns­dótt­ur fiðlu­leik­ara, Bjarna Svein­björns­son­ar kontra­bassa­leik­ara og Péturs Grétars­son­ar slag­verks­leikara.
    Flutt verða verk sem spanna yfir hundr­að ár í sögu tón­listar­inn­ar, allt frá Ed­ward Elg­ar til Braga Valdi­mars.
Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20:00 Saga saumuð á langan refil

Reynir Tómas Geirs­son fyrr­ver­andi próf­ess­or og yfir­lækn­ir seg­ir frá hin­um fræga refli frá Bay­eux, sem saum­að­ur var á ell­eftu öld. Ref­ill­inn er rúm­lega 70 metra lang­ur og mynd­efn­ið er eins konar mynda­saga sem end­ar á orr­ust­unni við Hast­ings í Eng­landi árið 1066, þegar inn­rásar­lið frá Norm­andí réðst inn í Eng­land.
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20:00 Njálurefillinn
Sköpun hans í máli og myndum

Kristín Ragna Gunnars­dóttir, teikn­ari og rit­höf­und­ur, seg­ir frá gerð Njálu­ref­ils­ins sem hún hann­aði og teikn­aði. Ref­ill­inn er rúm­lega 90 metra lang­ur með teikn­ing­um sem bygg­ja á Njáls­sögu og er saum­að­ur með refil­saumi í anda hins fræga Bay­eux-ref­ils. Hug­mynd­ina að Njálu­refl­in­um áttu þær Christ­ina Bengts­son og Gunn­hild­ur Krist­jáns­dótt­ir og fjöldi manns tók þátt í að sauma hann á Hvols­velli.
Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20:00
Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður
Flautukvartettar Mozarts

Freyr Sigurjónsson flauta, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Martin Frewer víóla og Þórdís Gerður Jónsdóttir selló.

Flutt­ir verða all­ir fjór­ir flautu­kvart­ett­ar Moz­arts, en þrjá þeirra samdi hann í Mann­heim vet­ur­inn 1777−78, og hinn fjórða ára­tug síð­ar. Mann­heim verk­in samdi hann eftir pönt­un fyr­ir áhuga­manna­kvart­ett og eru þeir ekki eins marg­slungn­ir og mörg önn­ur verk hans, en engu að síð­ur yndis­leg, hljóm­mikil, glett­in og krefj­andi fyrir öll hljóð­færin.
Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20:00

Sigvaldi Kaldalóns

Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir píanó­leik­ari og Giss­ur Páll Gissurar­son ten­ór.

Dag­skrá í tali og tón­um um eitt vin­sæl­asta tón­skáld þjóð­ar­inn­ar Sigvalda Kaldalóns.

    Á tón­leik­un­um verða flutt með­al ann­ars perl­ur Sig­valda; Þú eina hjart­ans, Svana­söng­ur á heiði, Þótt þú lang­förull legð­ir og Ég lít í anda liðna tíð. Einn­ig mun lista­fólk­ið flytja valda texta um hið á­huga­verða líf og list­sköp­un Sig­valda sem starf­aði að megin­hluta sem lækn­ir á lands­byggð­inni um árabil.
Þriðjudaginn 19. mars kl. 20:00 Frá Svartár­koti til Huldu á Skútu­stöð­um, með við­komu í Stafns­holti

Við­ar Hreins­son teng­ir sam­an al­þjóð­leg um­hverfis­hugvís­indi og þjóð­leg fræði lands­byggð­ar­inn­ar í spjalli um veg­ferð frá verk­efn­inu Svartár­kot, menn­ing − nátt­úra sem hófst ár­ið 2007, til hins ný­stofn­aða náttúru­hugvísinda­set­urs Huldu sem starf­rækt er á Skútu­stöð­um í Mývatns­sveit. Spjall­ið verð­ur krydd­að með sög­um af Helga Jóns­syni frá Stafns­holti á Fljóts­heiði sem kalla má merk­asta óþekkta höf­und ís­lenskra bók­mennta.
Þriðjudaginn 26. mars kl. 20:00 Söngtónleikar

Sólrún Bragadóttir sópran og Jón Sigurðsson píanó­leikari.
Úrval söng­laga frá síð­róman­tíska tím­an­um, með­al ann­ars Ljóða­flokk­ur óp­us 90 eftir Jean Sibel­ius. Einnig söng­lög eftir Reyn­aldo Hahn, Henri Dup­arc, Hugo Wolf, Rich­ard Strauss, Ern­est Chaus­son og Fran­cis Poulenc.
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00 Duo Landon
Brot úr þriggja alda sögu fiðludúósins

Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer fiðluleikarar.
Tví­leik­ur á fiðlu er rót­gró­in hefð í mið-Evrópu en á sér ekki langa sögu hér­lend­is. Flutt verða fiðludúó freftir Jean-­Marie Le­clair og Charles Auguste de Bériot og ís­lensk fiðlu­dúó eftir Þor­kel Sigur­björns­son, Hildi­gunni Rúnars­dótt­ur og Mart­in Frew­er ásamt nokkr­um Þing­eysk­um fiðlu­lög­um sem Páll H. Jóns­son skráði og Mart­in út­setti fyrir fiðlu­dúó.
Þriðjudaginn 16. apríl kl. 20:00

FRESTAÐ TIL HAUSTS
Páll Ísólfs­son

Dr. Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir píanó­leik­ari fjall­ar um dr. Pál Ísólfs­son orgel­leikara og tón­skáld, en dokt­ors­rit­gerð henn­ar frá City Uni­ver­sity of New York „The Piano Works of Páll Ísólfs­son (1893-1974) − A Diverse Collection“ (2010) er til­eink­uð píanó­verk­um hans. Leik­in verða verk eftir tón­­skáld­­ið meðal annars af völd­um hljóð­rit­un­um úr safni RÚV og mun Nína Margrét segja frá rann­sóknar­vinnu sinni við þetta braut­ryðj­andi verk­efni í ís­lenskri tón­lista­rsögu.
Tvennir aukatónleikar

Fimmtudaginn 18. apríl
og
föstu­daginn 19. apríl kl. 20:00
Þura

Þura Sigurðar­dótt­ir söng­­kona ásamt gestum.

Ís­lensk og er­lend lög sung­in við ís­lenska söngtexta sem allir kann­ast við og spanna hundr­að ár í sögu tón­list­ar­inn­ar. Efnis­skrá að mestu sú sama og á tónleikum Þuru í febrú­ar, ögn vor­legri.
Fram koma: Þura, Berg­lind Björk Jónas­dóttir, Sig­urður Helgi Pálma­son, Lára Bryn­dís­ Eggerts­dótt­ir, Hlíf­ Sigur­jóns­dótt­ir, Bjarni Svein­björns­son og Péturs Grétars­son.

Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00 Einleikstónleikar

Ítalski píanóleikarinn Sebastiano Brusco leik­ur perlur úr heimi klass­ísku tón­list­ar­inn­ar, Són­ötu núm­er 12 eftir Moz­art, Drei Klavier­stücke eftir Schu­bert og þrjú af píanó­verk­um Chop­ins.
Þriðjudaginn 14. maí kl. 20:00

− Aflýst −
Íslensk sönglög fyrr og síðar

Jón Þorsteinsson tenór
Söng­lög Jóns Ásgeirs­sonar

Jón Þorsteins­son lést á Sjúkra­hús­inu á Akureyri að­fara­nótt laugar­dags 4. maí. Jarðar­för hans verð­ur frá Ólafs­fjarðar­kirkju mið­viku­dag­inn 22. maí klukk­an 14. Streymt verð­ur frá út­för­inni og verð­ur streym­inu varp­að á sýn­ingar­tjald í aðal­sal Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Við, að­stand­end­ur safns­ins, bjóð­um vin­um hans og að­stand­end­um að koma í Lista­safn­ið á Laugar­nes­tanga og eiga sam­an stund þar sem við mun­um minn­ast góðs vinar, stór­kost­legs lista­manns og leið­bein­anda sem gaf svo mikið frá sér til sam­félags­ins.     Hlíf Sigurjónsdóttir