Helgarnar 16.−17. og 23.−24. nóvember kl. 13−17 |
|
FÖR
Sýning á prjónaflíkum sem
Andrea Fanney
klæðskerameistari og
textílhönnuður hefur hannað og
framleitt á Íslandi á síðustu árum.
Verk Andreu eru sett upp meðal skúlptúra
Sigurjóns Ólafssonar og grafítverka
sýningarinnar Laugarneshughrif, eftir
kanadíska listamanninn Carl Philippe Gionet.
FÖR og Laugarneshughrif tengjast
náttúru Laugarnessins, verk Andreu eru
innblásin af fuglalífi borgarinnar og
Carl hefur leitað eftir að endurskapa mynstur sem hann
sér í klöppum og steinum fjörunnar.
|
Sunnudaginn 3. nóvember kl. 15:00 |
|
Laugarnesvaka
Efnt er til Laugarnesvöku í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar sunnudaginn 3. nóvember 2024
til stuðnings náttúru og búsetulandslagi
í Laugarnesi.
Á Laugarnestanga, þeim litla skika sem eftir er
óbyggður af hinu forna stórbýli Laugarnesi, er eina
óspillta fjaran á norðurströnd
Reykjavíkurborgar, þar eru svæði með
tiltölulega náttúrulegum gróðri,
þar er griðland fugla og þar eru menjar um búsetu
allt frá landnámi. Reynt hefur verið að seilast inn
á Tangann til að byggja á honum, eða leggja vegi yfir hann,
en velunnurum hefur hingað til tekist að
afstýra því. Nú er verið að þrengja að
Tanganum með landfyllingum og háhýsum
úr norðri. Markmið íbúasamtakanna
Laugarnesvinir er að Laugarnestangi verið
friðlýstur sem náttúru- og minjavætti
innan Reykjavíkurborgar.
Ókeypis verður inn á safnið
þennan dag og munu undirskrifalistar til
stuðnings kröfu um friðlýsingu liggja frammi.
Dagskrá stýra Þuríður
Sigurðardóttir og Hlíf Sigurjónsdóttir.
|
Sunnudaginn 6. október kl. 20:00 |
|
Partons, la mer est belle
Tólf akadísk þjóðlög,
útsett af Carl Philippe Gionet
Christina Raphaëlle Haldane sópran
Carl Philippe Gionet píanó
|