Haustdagskrá 2024


Helgarnar 16.−17. og 23.−24. nóvember kl. 13−17 FÖR
Sýn­ing á prjóna­flík­um sem Andrea Fanney klæð­skera­meist­ari og textíl­hönn­uð­ur hef­ur hann­að og fram­leitt á Ís­landi á síð­ustu árum.
    Verk Andreu eru sett upp með­al skúlp­túra Sigur­jóns Ólafs­son­ar og grafít­verka sýn­ing­ar­inn­ar Laugarnes­hug­hrif, eftir kana­díska lista­mann­inn Carl Phil­ippe Gion­et. FÖR og Laugar­nes­hug­hrif tengj­ast nátt­úru Laugar­ness­ins, verk Andreu eru inn­blás­in af fugla­lífi borgar­innar og Carl hefur leit­að eftir að endur­skapa mynst­ur sem hann sér í klöpp­um og stein­um fjör­unn­ar.

Sunnu­daginn 3. nóvember kl. 15:00 Laugarnesvaka
Efnt er til Laugarnes­vöku í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar sunnu­dag­inn 3. nóv­emb­er 2024 til stuðn­ings nátt­úru og búsetu­lands­lagi í Laugar­nesi.
    Á Laugar­nes­tanga, þeim litla skika sem eftir er óbyggður af hinu forna stór­býli Laugar­nesi, er eina ó­spillta fjar­an á norður­strönd Reykja­víkur­borg­ar, þar eru svæði með til­tölu­lega náttúru­leg­um gróð­ri, þar er grið­land fugla og þar eru menj­ar um bú­setu allt frá land­námi. Reynt hefur verið að seil­ast inn á Tang­ann til að byggja á hon­um, eða leggja vegi yfir hann, en vel­unn­ur­um hef­ur hing­að til tek­ist að af­stýra því. Nú er verið að þrengja að Tang­an­um með land­fyll­ing­um og há­hýs­um úr norðri. Mark­mið íbúa­sam­tak­anna „Laugar­nes­vinir“ er að Laugar­nes­tangi verið frið­lýstur sem nátt­úru- og minja­vætti inn­an Reykja­víkur­borg­ar.
    Ókeypis verð­ur inn á safn­ið þenn­an dag og munu undir­skrifa­list­ar til stuðn­ings kröfu um frið­lýs­ingu liggja frammi. Dag­skrá stýra Þur­íð­ur Sigurðar­dótt­ir og Hlíf Sigur­jóns­dóttir.

Sunnu­daginn 6. október kl. 20:00 Partons, la mer est belle
Tólf akadísk þjóðlög, útsett af Carl Philippe Gionet
Christina Raphaëlle Haldane sópran
Carl Philippe Gionet píanó