Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur fyrir röð
menningarviðburða − tónleikum, flutningi
hljóðrita og kynningum á sögulegu efni − í sal
safnsins á Laugarnesi, vetur/vor og haust. Viðburðirnir bera
keim af sumartónleikunum, eru um klukkustundar langir á
þriðjudagskvöldum, en hefjast klukkan 20:00.
Boðið er upp á kaffi í kaffistofu safnsins á
eftir þar sem rabba má við flytjendur.
|
Þriðjudaginn 3. október kl. 20:00 |
|
Saga saumuð á langan refil
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og
yfirlæknir segir frá hinum fræga refli frá Bayeux,
sem saumaður var á elleftu öld. Refillinn er rúmlega
70 metra langur og myndefnið er eins konar myndasaga sem endar á
orrustunni við Hastings í Englandi árið 1066, þegar
innrásarlið frá Normandí réðst inn í
England.
|
Þriðjudaginn 10. október kl. 20:00 |
|
Njálurefillinn
Sköpunarsagan í máli og myndum
Kristín Ragna Gunnarsdóttir,
teiknari og rithöfundur,
segir frá gerð Njálurefilsins sem hún hannaði og
teiknaði. Njálurefillinn er rúmlega 90 metra langur
með teikningum sem byggja á Njálssögu. Hann er saumaður
með refilsaumi í anda hins fræga Bayeux-refils. Hugmyndina
að Njálureflinum áttu þær Christina Bengtsson
og Gunnhildur Kristjánsdóttir og fjöldi manns tók
þátt í að sauma hann á Hvolsvelli.
|
Þriðjudaginn 17. október kl. 20:00 |
|
Tónleikar
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og
Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari
Ravel − Satie − Bizet − Messiaen − Duparc − Saint-Saens
Kafað er ofan í hljóðheima franskrar tónlistar,
allt frá dularfullum síðrómantískum
sönglögum Duparcs yfir í nýrri hljóðheima
Messiaen. Rúsínan í pylsuendanum eru svo aríur
Carmen og Dalilu.
Hildigunnur og Guðrún Dalía hafa unnið
farsællega saman í áratug og hafa meðal annars
lagt áherslu á flutning íslenskrar tónlistar,
gjarnan í nýrri kantinum.
|
Laugardaginn 21. október kl. 20:00
35 ár síðan safnið opnaði fyrir
almenningi |
|
Afmælistónleikar
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og
Carl Philippe Gionet píanóleikarieikari
Á efnisskránni eru Fiðlusónata í B dúr
K 454 eftir W.A. Mozart, Sónata í c moll fyrir fiðlu og
píanó ópus 45 eftir Edvard Grieg og Scherzo-Tarantella eftir
Henryk Wieniawski.
|
Þriðjudaginn 24. október kl. 20:00 |
|
Einleikstónleikar
Kanadíski píanóleikarinn
Carl Philippe Gionet leikur einleiksverk fyrir píanó.
Frönsk svíta númer 2 eftir J.S. Bach Towers
eftir Schelly Washington, Remembering Schubert eftir Ann
Southam og að lokum sjö spunaverk sem hann samdi í ár.
|
Þriðjudaginn 31. október kl. 20:00 |
|
Skreyting þagnarinnar
Sergio Coto-Blanco lútuleikari frá Costa Rica býður
upp á kvöldstund sem hann tileinkar lútunni og
mismunandi möguleikum hennar og verða sérstakir
gestir honum til fulltingis. Þar munu hljóma verk frá
gullöld lútunnar, einkum hinn fræga enska
lútuleikara John Dowland.
|
Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20:00 |
|
Sönglög Árna Thorsteinssonar
Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og
dr. Nína Margrét Grímsdóttir
píanóleikari.
Tónleikakynning tileinkuð
sönglögum Árna Thorsteinssonar
tónskálds
|