Haustdagskrá 2023

Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar stend­ur fyrir röð menn­ingar­við­burða − tón­leik­um, flutn­ingi hljóð­rita og kynn­ing­um á sögu­legu efni − í sal safns­ins á Laugar­nesi, vetur/vor og haust. Við­burð­irn­ir bera keim af sumar­tónleik­un­um, eru um klukku­stund­ar lang­ir á þriðju­dags­kvöld­um, en hefj­ast klukk­an 20:00. Boð­ið er upp á kaffi í kaffi­stofu safns­ins á eft­ir þar sem rabba má við flytj­end­ur.
Þriðjudaginn 3. október kl. 20:00 Saga saumuð á langan refil

Reynir Tómas Geirs­son fyrr­ver­andi próf­ess­or og yfir­lækn­ir seg­ir frá hin­um fræga refli frá Bay­eux, sem saum­að­ur var á ell­eftu öld. Ref­ill­inn er rúm­lega 70 metra lang­ur og mynd­efn­ið er eins konar mynda­saga sem end­ar á orr­ust­unni við Hast­ings í Eng­landi árið 1066, þegar inn­rásar­lið frá Norm­andí réðst inn í Eng­land.
Þriðjudaginn 10. október kl. 20:00 Njálurefillinn
Sköpunarsagan í máli og myndum

Kristín Ragna Gunnars­dóttir, teikn­ari og rit­höf­und­ur, seg­ir frá gerð Njálu­ref­ils­ins sem hún hann­aði og teikn­aði. Njálu­ref­ill­inn er rúm­lega 90 metra lang­ur með teikningum sem bygg­ja á Njáls­sögu. Hann er saum­að­ur með refil­saumi í anda hins fræga Bay­eux-ref­ils. Hug­mynd­ina að Njálu­refl­in­um áttu þær Christ­ina Bengts­son og Gunn­hild­ur Krist­jáns­dótt­ir og fjöldi manns tók þátt í að sauma hann á Hvols­velli.
Þriðjudaginn 17. október kl. 20:00 Tónleikar

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og
Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari
Ravel − Satie − Bizet − Messiaen − Duparc − Saint-Saens
Kaf­að er ofan í hljóð­heima franskr­ar tón­list­ar, allt frá dular­full­um síð­róman­tísk­um söng­lög­um Dup­arcs yfir í nýrri hljóð­heima Messi­aen. Rús­ín­an í pylsu­endan­um eru svo aríur Carmen og Dalilu.
    Hildi­gunn­ur og Guð­rún Dalía hafa unn­ið far­sæl­lega sam­an í ára­tug og hafa með­al ann­ars lagt áherslu á flutn­ing ís­lenskr­ar tón­list­ar, gjarn­an í nýrri kant­inum.
Laugardaginn 21. október kl. 20:00

35 ár síðan safn­ið opn­aði fyr­ir almenn­ingi
Afmælistónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet píanóleikarieikari

Á efnis­skránni eru Fiðlu­són­ata í B dúr K 454 eftir W.A. Moz­art, Són­ata í c moll fyrir fiðlu og píanó ópus 45 eftir Ed­vard Grieg og Scherzo-Taran­tella eftir Hen­ryk Wieni­awski.
Þriðjudaginn 24. október kl. 20:00 Einleikstónleikar
Kanad­íski píanó­leik­ar­inn Carl Phil­ippe Gion­et leik­ur ein­leiks­verk fyrir píanó. Frönsk svíta númer 2 eftir J.S. Bach Tow­ers eftir Schelly Wash­ingt­on, Re­memb­er­ing Schub­ert eftir Ann Sout­ham og að lok­um sjö spuna­verk sem hann samdi í ár.
Þriðjudaginn 31. október kl. 20:00 Skreyting þagnarinnar

Sergio Coto-Blanco lútu­leik­ari frá Costa Rica býður upp á kvöld­stund sem hann til­eink­ar lút­unni og mis­mun­andi mögu­leik­um henn­ar og verða sér­stak­ir gest­ir hon­um til full­ting­is. Þar munu hljóma verk frá gull­öld lút­unn­ar, eink­um hinn fræga enska lútu­leikara John Dowland.
Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20:00 Sönglög Árna Thorsteinssonar

Gissur Páll Gissurar­son tenór­söngvari og dr. Nína Margrét Gríms­dótt­ir píanó­leik­ari.
Tón­leika­kynn­ing til­eink­uð söng­lög­um Árna Thor­steins­son­ar tónskálds