HAUSTDAGSKRÁ 2022  


Í haust og vet­ur tek­ur Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar upp þá ný­breytni að standa fyrir menn­ingar­við­burð­um − tón­leik­um, flutn­ingi hljóð­rita og kynn­ing­um á sögu­legu efni − í sal safns­ins á Laugar­nesi. Hafa verið fest kaup á vönd­uð­um hljóm­flutn­ings­tækj­um og mynd­varpa í þeim til­gangi.
      Stefnt er að tveim­ur lot­um í vet­ur, ann­ars veg­ar í okt­ób­er og nóv­emb­er, og hins veg­ar á vor­mán­uð­um 2023. Við­burð­irn­ir verða í anda sumar­tón­leik­anna, á þriðju­dags­kvöld­um, um klukku­stund­ar lang­ir og boð­ið er upp á kaffi í kaffi­stofu safns­ins á eftir þar sem rabba má við flytj­endur. Þessir við­burð­ir munu þó hefjast klukk­an 20:00, í stað 20:30 eins og sumar­tón­leik­arn­ir gera.
Þriðjudaginn 18. október kl. 20:00 Bach tónleikar Adolf Busch
Flutt verður hljóð­ritun frá tón­leik­um sem haldn­ir voru í Trí­pólí bíói fyrstu dag­ana í sept­emb­er 1945, þar sem Adolf Busch lék ein­leik með Strengja­sveit Tón­listar­fje­lags­ins. Leikin voru verk eftir J.S. Bach: Fiðlu­kon­sert­ar í a moll og E dúr og Són­ata fyrir ein­leiks­fiðlu í C dúr auk kafla úr Part­ítu í d moll. Tón­leik­arn­ir voru hljóð­rit­að­ir á lakk­plöt­ur sem farn­ar eru að skemm­ast og hefur Hreinn Valdi­mars­son hreins­að þær og flutt efn­ið á varan­legt geymslu­form.
    Dag­skrá þessi var áð­ur flutt í Lista­safni Sigur­jóns í maí í vor, en fáir sáu sér fært að mæta og hafa bor­ist ósk­ir um að hann verði endur­tek­inn.
Þriðjudaginn 25. október kl. 20:00 Markan systkinin
Dag­skrá um Maríu Markan sópran­söng­konu, skipt niður á tvö kvöld. Á fyrra kvöld­inu verð­ur, auk Maríu, fjall­að um þrjú syst­kini henn­ar, sem öll voru mjög þekkt­ir söngv­ar­ar á sinni tíð. Elísa­bet var elst þeirra, hún samdi lög, tók þátt í fjöl­mörg­um merk­um tón­listar­við­burð­um og söng oft í út­varp. Ein­ar stund­aði söng­nám í Nor­egi og Þýska­landi og söng inn á fjöl­marg­ar hljóm­plöt­ur. Hann samdi hátt í 50 lög og hefur eitt þeirra, Fyrir átta ár­um, not­ið mik­illa vin­sælda. Sig­urð­ur söng einn­ig á hljóm­plöt­ur og í út­varp. Ein­ar gaf út ljóða­bæk­ur og hélt mynd­listar­sýn­ing­ar. Dag­skrár­gerð er í hönd­um Trausta Jóns­son­ar og Hreins Valdi­mars­son­ar.
Sunnudaginn 30. október kl. 15:00 Glymskrattinn − fjölskyldutónleikar Óperudagar 2022
Glym­skratt­inn eru ó­fyrir­sjáan­leg­ir fjöl­skyldu­tón­leik­ar þar sem tón­leika­gest­um er sjálf­um leyft að velja tón­leika­prógramm­ið af tón­listar­seðli dags­ins. Á tón­listar­seðl­in­um gæt­ir ým­issa grasa frá ólík­um tíma­bil­um tón­listar­sög­unn­ar og því geta gest­ir átt von á fjöl­breyttu tón­listar­gúm­el­aði. Stemn­ing­in er af­slöpp­uð og inni­leg og stund­um fá á­heyr­end­ur meira að segja að taka ör­lít­inn þátt í flutn­ingn­um. Flytj­end­urn­ir koma frá Hol­landi, Bras­ilíu og Ís­landi og leik­ið er á selló, harm­on­ikku, brasil­ísk­an gít­ar og fiðlu.
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:00 Maríu Mark­an
Síð­ari hluti dag­skrár um Maríu Mark­an sópran­söng­konu. Hún fædd­ist í Ólafs­vík 1905, nam söng í Þýska­landi og starf­aði þar fram að heims­styrjöld og var þar þekkt og virt. Eft­ir það hélt hún til Vestur­heims og starf­aði með­al ann­ars við Metro­pol­itan óp­er­una í New York borg, fyrst Ís­lend­inga. Eftir hana liggja fjöl­marg­ar upp­tök­ur, bæði út­gefn­ar á plöt­um og í fór­um Ríkis­útvarps­ins. Fjall­að verð­ur um at­vinnu­feril söng­kon­unn­ar hér­lend­is og er­lendis og leikn­ar upp­tök­ur með söng henn­ar. Dag­skrár­gerð er í hönd­um Trausta Jóns­son­ar og Hreins Valdi­mars­son­ar..
Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00 Kvöld­stund í um­sjón Odd­fellow hreyf­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík
Árið 1898 reistu dansk­ir Odd­fellow­ar holds­veikra­spít­ala í Laugar­nesi. Spít­al­inn, sem var gríðar­stórt timbur­hús og lík­lega stærsta hús lands­ins á þeirri tíð, var fram­lag danskra Odd­fellowa í bar­áttu við hinn hræði­lega sjúk­dóm sem lengi hafði ver­ið land­læg­ur hér. Ís­lensk­ir Odd­fellow­ar hafa hald­ið við minn­ingu þess­ar­ar gjörð­ar, með­al ann­ars með því að grafa upp hluta af grunni spít­al­ans á Laugar­nesi og merkja með kynn­ingar­spjaldi. Á þess­ari kvöld­stund munu þeir kynna starf sitt og sögu spít­al­ans.
Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:00 Tónleikar
Nína Margrét Grímsdóttir flytur ein­leiks­verk fyrir píanó, með­al ann­ars eftir nokk­ur af okkar fyrstu mennt­uðu tón­skáld­um, svo sem Pál Ísólfs­son, Svein­björn Svein­björns­son og Jón Leifs.

Laugardaginn 19. nóvember kl. 14−17 Málþing um opinber listaverk í Danmörku og á Íslandi á tímabilinu 1925−1940
Fjall­að er um lista­verk í opin­beru rými, á­byrgð og við­hald. Með­al flytj­enda eru Tom Her­man­sen, Jens Peter Munk, Hlyn­ur Helga­son, Birg­itta Spur og Indr­iði Níels­son.
Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 20:00 Tónleikar
Duo Landon, sem skip­að er Hlíf Sigur­jóns­dótt­ur fiðlu­leik­ara og Mart­in Frew­er víólu­leik­ara flytja Dúett fyrir fiðlu og víólu í G dúr eftir W.A. Mozart, Þrjá madrig­al­a fyrir fiðlu og víólu eftir Bo­huslav Mart­inů og Passa­caglia eftir G.F. Händel / Johan Halvor­sen.