Í haust og vetur tekur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar upp þá
nýbreytni að standa fyrir menningarviðburðum − tónleikum,
flutningi hljóðrita og kynningum á sögulegu efni − í sal
safnsins á Laugarnesi. Hafa verið fest kaup á vönduðum
hljómflutningstækjum og myndvarpa í þeim tilgangi.
Stefnt er að tveimur lotum í vetur, annars vegar í október og
nóvember, og hins vegar á vormánuðum 2023.
Viðburðirnir verða í anda sumartónleikanna, á
þriðjudagskvöldum, um klukkustundar langir og boðið
er upp á kaffi í kaffistofu safnsins á eftir þar sem rabba má við
flytjendur. Þessir viðburðir munu þó hefjast klukkan 20:00,
í stað 20:30 eins og sumartónleikarnir gera. |
Þriðjudaginn 18. október kl. 20:00 |
|
Bach tónleikar Adolf Busch
Flutt verður hljóðritun frá tónleikum sem haldnir voru í
Trípólí bíói fyrstu dagana í september 1945,
þar sem Adolf Busch lék einleik með Strengjasveit
Tónlistarfjelagsins. Leikin voru verk eftir J.S. Bach:
Fiðlukonsertar í a moll og E dúr og Sónata
fyrir einleiksfiðlu í C dúr auk kafla úr Partítu
í d moll. Tónleikarnir voru hljóðritaðir á
lakkplötur sem farnar eru að skemmast og hefur Hreinn Valdimarsson
hreinsað þær og flutt efnið á varanlegt geymsluform.
Dagskrá þessi
var áður flutt í Listasafni Sigurjóns í maí í
vor, en fáir sáu
sér fært að mæta og hafa borist óskir um að hann verði
endurtekinn.
|
Þriðjudaginn 25. október kl. 20:00 |
|
Markan systkinin
Dagskrá um Maríu Markan sópransöngkonu, skipt niður á tvö
kvöld. Á fyrra kvöldinu verður, auk Maríu, fjallað um þrjú
systkini hennar, sem öll voru mjög þekktir söngvarar á sinni
tíð. Elísabet var elst þeirra, hún
samdi lög, tók þátt í fjölmörgum merkum
tónlistarviðburðum og söng oft í útvarp.
Einar stundaði söngnám í Noregi og Þýskalandi
og söng inn á fjölmargar hljómplötur. Hann samdi hátt
í 50 lög og hefur eitt þeirra, Fyrir átta árum, notið mikilla
vinsælda. Sigurður söng einnig á hljómplötur og
í útvarp. Einar gaf út ljóðabækur og hélt
myndlistarsýningar. Dagskrárgerð er í höndum
Trausta Jónssonar og Hreins Valdimarssonar.
|
Sunnudaginn 30. október kl. 15:00 |
|
Glymskrattinn − fjölskyldutónleikar Óperudagar 2022
Glymskrattinn eru ófyrirsjáanlegir
fjölskyldutónleikar þar sem tónleikagestum er
sjálfum leyft að velja tónleikaprógrammið af
tónlistarseðli dagsins. Á
tónlistarseðlinum gætir ýmissa grasa frá
ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar
og því geta gestir átt von á fjölbreyttu
tónlistargúmelaði. Stemningin er
afslöppuð og innileg og stundum fá áheyrendur
meira að segja að taka örlítinn þátt í
flutningnum. Flytjendurnir koma frá Hollandi,
Brasilíu og Íslandi og leikið er á selló,
harmonikku, brasilískan gítar og fiðlu. |
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:00 |
|
Maríu Markan
Síðari hluti dagskrár um Maríu Markan sópransöngkonu.
Hún fæddist í Ólafsvík 1905, nam söng í
Þýskalandi og starfaði þar fram að heimsstyrjöld og var þar
þekkt og virt. Eftir það hélt hún til Vesturheims og starfaði
meðal annars við Metropolitan óperuna í New York borg, fyrst
Íslendinga. Eftir hana liggja fjölmargar upptökur, bæði
útgefnar á plötum og í fórum
Ríkisútvarpsins. Fjallað verður um atvinnuferil
söngkonunnar hérlendis og erlendis og leiknar
upptökur með söng hennar. Dagskrárgerð er í höndum
Trausta Jónssonar og Hreins Valdimarssonar..
|
Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00 |
|
Kvöldstund í umsjón Oddfellow
hreyfingarinnar í Reykjavík
Árið 1898 reistu danskir Oddfellowar
holdsveikraspítala í Laugarnesi. Spítalinn,
sem var gríðarstórt timburhús og líklega stærsta
hús landsins á þeirri tíð, var framlag danskra Oddfellowa
í baráttu við hinn hræðilega sjúkdóm sem lengi hafði
verið landlægur hér. Íslenskir Oddfellowar hafa
haldið við minningu þessarar gjörðar, meðal
annars með því að grafa upp hluta af grunni spítalans á
Laugarnesi og merkja með kynningarspjaldi. Á þessari kvöldstund
munu þeir kynna starf sitt og sögu spítalans.
|
Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:00 |
|
Tónleikar
Nína Margrét Grímsdóttir flytur einleiksverk fyrir
píanó, meðal annars eftir nokkur af okkar fyrstu menntuðu
tónskáldum, svo sem Pál Ísólfsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og Jón Leifs.
|
Laugardaginn 19. nóvember kl. 14−17 |
|
Málþing um opinber listaverk í Danmörku og á Íslandi
á tímabilinu 1925−1940
Fjallað er um listaverk í opinberu rými, ábyrgð
og viðhald. Meðal flytjenda eru Tom Hermansen, Jens Peter Munk,
Hlynur Helgason, Birgitta Spur og Indriði Níelsson.
|
Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 20:00 |
|
Tónleikar
Duo Landon, sem skipað er
Hlíf Sigurjónsdóttur
fiðluleikara og Martin Frewer víóluleikara flytja
Dúett fyrir fiðlu og víólu í G dúr eftir W.A. Mozart,
Þrjá madrigala fyrir fiðlu og víólu eftir Bohuslav
Martinů og Passacaglia eftir G.F. Händel / Johan Halvorsen.
|