Listaverk í opinberu rými - ábyrgð og viðhald
Málþing um opinber listaverk í Danmörku og á Íslandi á
millistríðsárunum.
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 19. nóvember 2022
ágrip fyrirlestra
Tom Hermansen
Ættu þær að vera eða á að fjarlægja þær?
Stórbrotnar danskar veggmyndir frá tímabilinu 1925−1940.
Á millistríðsárunum jókst áhugi mikið í Danmörku, og reyndar um heim allan, á að reisa stórbrotnar veggmyndir (freskur, olíumálverk, mósaík, lágmyndir o.fl.) í opinberum byggingum. Danski jafnaðarmaðurinn Julius Bomholt lýsti árið 1925 yfir mikilvægi þess að listin væri fyrir fjöldann! Í Danmörku urðu til veggmyndir um allt land − í nýjum opinberum stofnunum þar sem almenningur kom − í bókasöfnum, skólum, ráðhúsum, íþróttamannvirkjum o.s.frv. Þessi mikli áhugi á veggmyndum hvarf eftir seinni heimsstyrjöldina, og listastraumar beindust annað.
Í fyrirlestri sínum ræðir Tom Hermansen ris og fall stórbrotinna veggmynda − í Danmörku og Evrópu. Hverjir voru hinir listrænu og pólitísku hvatar að baki hreyfingarinnar og af hverju hvarf áhuginn á veggmyndunum? Og hvað gerum við í dag við þessi gömlu verk, sem mörg hver eru í slæmu ásigkomulagi? Tom Hermansen hefur fengist við viðgerðir á fjölda veggverka frá fjórða áratug tuttugustu aldar í samvinnu við forvörsludeild þjóðminjasafns Dana og ætlar að miðla af reynslu sinni.
Should they stay or should they go? Monumental mural painting − realized in the period
1925−1940 in Denmark.
In the interwar period, in Denmark and more or less worldwide, the interest in and realization of monumental mural painting (fresco, oil, mosaic, relief, etc.) in public institutions increased significantly. Julius Bomholt, politician from the Danish social democrats, proclaimed in 1925 the importance of such an Art for the masses”. In Denmark mural painting was completed all over the country − in new public institutions where people met - libraries, schools, town halls, sports facilities, etc. The immense interest in the mural form ended after World War II, and the artistic struggle seemed to orientate itself elsewhere.
In his talk Tom Hermansen will address the rise and fall of the mural painting − in Denmark and in Europe. What were the artistic and political motivations behind the movement, and why was mural painting abandoned? And what do we today do with these old paintings, many of which are in poor condition? Tom Hermansen has been engaged in the restoration of several mural paintings from this period in collaboration with the conservation and restoration department at The National Museum of Denmark and will share his experiences in this field.
Tom Hermansen lauk mag.art.- prófi í listasögu frá Árósaháskóla árið 2008 og vinnur nú að doktorsverkefni sínu, Listin til fjöldans!- veggjamyndir á millistríðsárunum, við Lista- og listfræðideild Kaupmannahafnarháskóla með styrk frá Nýja Carlsberg sjóðnum. Áður vann hann sem listgagnrýnandi fyrir dönsk og erlend dagblöð og útgáfur. Nýjasta bók hans, Hvor folk færdes, fjallar um list í opinberu rými.
Tom Hermansen mag.art in art history from Aarhus University 2008, is affiliated with Department of Arts and Cultural Studies, University of Copenhagen, on a PhD scholarship from the New Carlsberg Foundation with the project: Art for the masses!”- interwar monumental mural painting. He has previously worked as an art critic for Danish and international newspapers and publications and has most recently written the book Hvor folk færdes about art in public space.
Jens Peter Munk
Endurgerð Minnismerkis um sjómenn eftir Svend Rathsack.
Fjallað er um minnismerki um sjómenn eftir Svend Rathsack sem stendur við Löngulínu í Kaupmannahöfn og var reist á árunum 1924−28. Gerð er grein fyrir tilurð verksins, samkeppnum sem að baki lágu og þeim vinnuteikningum sem verkið byggir á. Einnig er rætt um inntak listaverksins og fyrirmyndir þess. Aðeins nokkrum áratugum eftir að verkið var sett upp komu í ljós skemmdir á því vegna þess að efnið sem valið var, Fakse-kalksteinn, reyndist ekki endingargott í danskri verðráttu. Með tímanum varð ljóst að ekki var unnt að varðveita upprunalegt verkið og nauðsynlegt að endurgera það. Nýja minnismerkið var afhjúpað árið 2011.
Bent er á skyldleika minnismerkis Rathsacks við Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar og verk fleiri listamanna frá sama tíma og annarra sem síðar komu, þar sem unnið er með sömu einföldu og stílfærðu formin. Í síðari verkum Sigurjóns má finna enduróm af þessari lágmynd hans þar sem mannverur stafla saltfiski.
Svend Rathsack’s Monument to Mariners (1924-28). Restored and
Reinaugurated 2011.
This paper gives an account of Svend Rathsack’s Monument to Mariners at Langelinie in Copenhagen, created 1924−28. It deals with its background, the competitions and the sketches leading to its final execution. Its content is expounded and its artistic models discussed. Only a few decades after the completion the monument showed signs of decay due to the material chosen, a Faxe limestone which turned out to be unsuitable for the Danish climate, and it was decided to create a freshly carved copy of it. The monument was reinaugurated in 2011.
Connections between Rathsack’s monument and Sigurjón Ólafsson’s Stacking Salt Fish (Saltfiskstöflun) and several other works of art − contemporary and later − are drawn to show similarities in narrative content as well as artistic idiom, especially visible in the angular and simplified figures. Likewise, in Ólafsson’s own production we later find ecchoes of the idiom of Saltfiskstöflun.
Jens Peter Munk er danskur listfræðingur, fæddur 1951, og umsjónarmaður með minnismerkjum Kaupmannahafnarborgar. Hann starfaði áður sem sýningarstjóri við Ordrupgaard-safnið í Charlottenlund, Glyptótekið og Hirschsprungske-safnið í Kaupmannahöfn. Hann hefur stýrt fjölda listsýninga, einkum um danska og franska átjándu aldar list. Hann hefur birt fjölda greina í fagtímaritum, sýningarskrám og alfræðiritum eins og Saur Allgemeines Künstlerlexicon og The Dictionary of Art. Hann er höfundur að tveimur bókum um listaverk í opinberu rými í Kaupmannahöfn (1999 og 2005) og tveggja bindi verki um danska gullaldarmálarann Jørgen Roed (1808−88).
Hlynur Helgason
Viðbrögð við stórkostlegum höggmyndum listamanna í
Konungsríkinu Íslandi
Á árunum 1920−1944, í Konungsríkinu Íslandi, vöktu þrívíð verk listamanna — standmyndir, höggmyndir, rismyndir og lágmyndir — iðulega athygli. Aðstæður buðu ekki upp á að reisa verkin opinberlega hér á landi. Einar Jónsson naut stöðu sinnar sem opinber listamaður. Listamennirnir Ásmundur Sveinsson, Ríkarður Jónsson og Guðmundur Einarsson fjöldaframleiddu minni myndir og nytjahluti fyrir almennan markað. Nína Sæmundsson og Sigurjón Ólafsson fundu leiðir til koma list sinni á framfæri erlendis, þótt hugurinn leitaði gjarnan heim. Það er áhugavert að skoða þá athygli og virðingu sem allir þessir listamenn nutu innanlands, þótt sjaldan væri hægt að reisa stórkostlegar höggmyndir hér á landi.
Responses to magnificent sculpures of artists within the Kingdom of Iceland
In the years 1920−1944, within ‘the Kingdom of Iceland’, artists' three-dimensional works − statues, sculptures, reliefs, and bas-reliefs − frequently attracted attention. It proved difficult to erect the works publicly in Iceland. Einar Jónsson enjoyed the privileged position of an official artist. Artists Ásmundur Sveinsson, Ríkarður Jónsson and Guðmundur Einarsson mass-produced works of art and produced smaller pictures and utilitarian objects for the general market. Nína Sæmundsson and Sigurjón Ólafsson found an audience for their art abroad, even though always homeward bound. It is interesting to examine the attention and respect that all these artists enjoyed domestically, even though it was rarely possible to erect their ‘magnificent sculptures’ in Iceland.
Birgitta Spur
Veggmynd án veggjar − Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar.
Þegar Sigurjón Ólafsson hóf nám í höggmyndalist við konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn haustið 1928 var lögð áhersla á að listin ætti að vera fyrir fólkið. Á sjötta námsári sínu, 1934, hófst Sigurjón handa við að móta veggmynd, 12 fermetra að stærð, af íslensku verkafólki við saltfiskvinnslu. Verkið vakti mikla hrifningu sökum stærðar og myndmáls sem var stórfenglegt og framúrstefnulegt í anda púrismans. Sigurjón hafði frá upphafi séð fyrir sér að það ætti að prýða byggingu, sem tengdist fiskvinnslu á Íslandi, en það gekk ekki eftir. Það var ekki fyrr en árið 1946 að Alþingi samþykkti að veita 50.000 krónur af fjárlögum til kaupa á lágmyndinni sem var reist sem frítt standandi steinsteypuverk þann fyrsta desember 1953 hjá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Verkið Saltfiskstöflun (LSÓ 1034) endurspeglar mikilvægan hluta af íslenskri atvinnusögu, en það liggur í dag undir skemmdum.
A Mural without a Wall − Sigurjón Ólafsson’s bas-relief Stacking Saltfish
When Sigurjón Ólafsson began his studies at the Royal Academy of Fine Arts in Copenhagen in 1928, it was emphasized that art should be for the masses. In 1934 Sigurjón created a mural, 12 square meters in size, of Icelandic saltfish workers. The mural created quite an impression due to its size and imagery, which was monumental and in the spirit of purism. Sigurjón had envisioned that it should decorate a building related to fish processing in Iceland but that did not happen. It was not until 1946 that Alþingi (the Icelandic Parliament) agreed to provide 50.000 krónur for the purchase of the bas-relief. In December 1953 it was erected as a free-standing concrete work at the Maritime Academy in Reykjavík.
The work Saltfiskstöflun (LSÓ 1034), which reflects an important part of Icelandic industrial history, is currently in very bad condition.
Birgitta Spur er fædd 1931 á Fjóni og stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn 1952−54. Árið 1956 giftist hún Sigurjóni Ólafssyni og fluttist með honum til Íslands. Hún lauk BA -prófi í dönsku og íslensku frá Háskóla Íslands 1980 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla ári síðar. Veturinn 1984−85 nam hún listasögu við Háskóla Íslands og við Kaupmannahafnarháskóla 1985−86. Hún kenndi dönsku á framhaldsskólastigi 1980−85. Birgitta stofnaði Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 1984 og veitti safninu forstöðu til 2012.
Indriði Níelsson
Skemmdir á lágmyndinni Saltfiskstöflun
Saltfiskstöflun var reist í steinsteypu á árið 1953 og hefur því staðið 69 ár utandyra. Almennt er litið svo á að ásættanleg ending steinsteyptra mannvirkja sé um 50 ár fyrir steypta kalda fleti og 30−40 ár fyrir múr.
Á steyptum rammanum er yfirborðsvörn að mestu horfin og slæmar viðgerðir skemma út frá sér. Steinsteypt yfirborð er hægt að laga, þótt áliðið sé á líftíma þess.
Á lágmyndinni sjálfri má sjá mun alvarlegri skemmdir þar sem stórir fletir eru ónýtir. Höfundur metur það svo að efnisval hafi ekki verið í samræmi við aðlæga fleti og verkið því orðið flekkótt. Vandamál við viðgerðir á svo skemmdum flötum eru þau að ending þeirra verður mjög lítil.
Damages of the Bas-Relief Stacking Salt Fish
‘Stacking Salt Fish’ was cast in concrete and mortar in 1953 and has been outdoors for 69 years. It is generally considered that the acceptable lifespan of concrete structures is around 50 years for cold concrete surfaces, and 30−40 years for mortar.
On its concrete frame, the surface protection is mostly gone, and incorrect repairs are causing damage − mostly frost damage. The concrete surface can be fixed, although the concrete frame is coming toward its end regarding the so called life-span. On the bas-relief itself, serious damage can be seen, where large areas are beyond repair. The author considers it so that the choice of repair material was not chosen in accordance with the adjacent surfaces, resulting in different surface textures. The problem with repairing such damaged surfaces is that their durability will be very short.
Indriði Níelsson hóf störf hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 20 ára að aldri, eða 1993 sem sumarstarfsmaður við rannsóknir. Þegar höfundur lauk störfum þar, 11 árum síðar, hafði hann unnið við margvíslegar steypurannsóknir, klárað M.phil gráðu við Heriot Watt Háskólann í Edinborg auk þess að stýra alþjóðlegum þróunarverkefnum á sviði steinsteypufræða. Árið 2006 hóf hann störf hjá VST, nú Verkís, og starfar þar enn í dag sem yfirmaður framkvæmda og viðhalds. Hans sérsvið er efnisfræði steinsteypu, steypuhönnun, viðhaldi mannvirkja, húsasótt og þess háttar, en tekur fram að hann er ekki með menntun á sviði forvörslu.
Védís Eva Guðmundsdóttir
Samantekt um helstu atriði höfundar- og sæmdarréttar
Í þessu erindi mun Védís Eva fjalla um höfundarrétt og þá sérstaklega sæmdarrétt samkvæmt íslenskum lögum, þ.e. rétt til höfundarheiðurs og höfundarsérkenna verka sem felur í sér vernd gegn óheimilum breytingum á verki sem sært geta stolt höfundar. Védís mun tæpa á hvenær höfundarréttur var festur í íslensk lög, efnisatriði hans og takmarkanir. Þá mun hún gera grein fyrir sjónarmiðum sem meðal annars höfundarrétthafinn Birgitta Spur, með aðstoð lögmannsstofunnar Réttar og Myndstefs, hefur haldið á lofti gagnvart menntamálaráðuneytinu hvað varðar sæmdarrétt útilistaverka á borð við Saltfiskstöflun, þar á meðal um skyldur sýningaraðila til að verja og viðhalda verki og sinna nauðsynlegu viðhaldi og hvernig slíkt getur spilað saman við brot gegn sæmdarrétti höfunda. Loks mun hún velta upp spurningu um hvort lagabreytinga sé þörf til að tryggja betur sæmdarréttinn í því samhengi.
Overview: Copyright law − meaning of moral rights
Attorney Védís Eva Guðmundsdóttir will present the key elements of the copyright law and especially the moral rights of artists (droit moral), the latter translating to the ability of an author to control the eventual fate of their works. As a contrast to the copyright of an artist, the moral rights essentially protect the honour of the artist, it is ethical, personal and reputational, it excludes changes to the work or defamatory act or placement that can affect his/her honour. The moral rights are thus a contrast to the purely monetary value and right an artist owns in relation to his/her work to receive payment for its publication, exhibition or purchase. Védís Eva will briefly introduce the Icelandic Act on Copyright, the general elements of copyright and its limitations. Furthermore, she will discuss the claims that her law firm in liaison with Birgitta Spur have presented in discussions with the Icelandic Ministry of Culture and Education regarding their claims of the necessary protection and maintenance of Sigurjón Ólafsson’s work Stacking Saltfish that is freestanding under open air, for the common public enjoyment. In these discussions, different perspectives have surfaced as to when the State, as the owner and exhibitionist of the work, could be breaching the moral rights of the artist by insufficient maintenance.
Védís Eva Guðmundsdóttir starfar sem lögmaður á Rétti lögmannsstofu og hefur þar sinnt hagsmunagæslu fyrir rithöfunda, leikstjóra, myndlistamenn og ýmis höfundarréttarsamtök. Hún nam lögfræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla, auk þess sem hún hefur lagt stund á nám í evrópskum hugverka- og höfundarrétti hjá Academy of European Law í Trier, Þýskalandi.
|