Listaverk í opinberu rými - ábyrgð og viðhald

Málþing um opinber listaverk í Danmörku og á Íslandi á millistríðsárunum.
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 19. nóvember 2022

ágrip fyrirlestra



Tom Hermansen
Ættu þær að vera eða á að fjar­lægja þær? Stór­brotn­ar danskar vegg­mynd­ir frá tíma­bil­inu 1925−1940.


Á milli­stríðs­ár­un­um jókst áhugi mik­ið í Dan­mörku, og reynd­ar um heim allan, á að reisa stór­brotn­ar vegg­mynd­ir (fresk­ur, olíu­mál­verk, mósaík, lág­mynd­ir o.fl.) í opin­ber­um bygg­ing­um. Danski jafnaðar­mað­ur­inn Jul­ius Bom­holt lýsti árið 1925 yfir mikil­vægi þess að „list­in væri fyrir fjöld­ann!“ Í Dan­mörku urðu til vegg­mynd­ir um allt land − í nýj­um opin­ber­um stofn­un­um þar sem al­menn­ingur kom − í bóka­söfn­um, skól­um, ráð­hús­um, íþrótta­mann­virkj­um o.s.frv. Þessi mikli áhugi á vegg­mynd­um hvarf eftir seinni heims­styrj­öld­ina, og lista­straum­ar beind­ust annað.
    Í fyrir­lestri sín­um ræðir Tom Her­mans­en ris og fall stór­brot­inna vegg­mynda − í Dan­mörku og Evr­ópu. Hverj­ir voru hin­ir list­rænu og póli­tísku hvat­ar að baki hreyf­ing­ar­inn­ar og af hverju hvarf áhug­inn á vegg­mynd­un­um? Og hvað ger­um við í dag við þessi gömlu verk, sem mörg hver eru í slæmu ásig­komu­lagi? Tom Her­man­sen hef­ur feng­ist við við­gerð­ir á fjölda vegg­verka frá fjórða áratug tutt­ug­ustu ald­ar í sam­vinnu við for­vörslu­deild þjóð­minja­safns Dana og ætl­ar að miðla af reynslu sinni.

Should they stay or should they go? Monumental mural painting − real­iz­ed in the period 1925−1940 in Den­mark.

In the inter­war per­iod, in Den­mark and more or less world­wide, the inter­est in and real­izat­ion of monu­ment­al mural paint­ing (fresco, oil, mosaic, relief, etc.) in publ­ic institut­ions in­creas­ed signi­ficant­ly. Julius Bom­holt, pol­itic­ian from the Danish soc­ial demo­crats, pro­claim­ed in 1925 the im­port­ance of such an “Art for the mass­es”. In Den­mark mural paint­ing was com­plet­ed all over the country − in new publ­ic insti­tut­ions where people met - librar­ies, schools, town halls, sports facilit­ies, etc. The im­mense in­ter­est in the mural form end­ed after World War II, and the art­ist­ic struggle seemed to orient­ate itself elsewhere.
    In his talk Tom Her­man­sen will ad­dress the rise and fall of the mur­al paint­ing − in Den­mark and in Europe. What were the artist­ic and politic­al moti­vat­ions be­hind the move­ment, and why was mural paint­ing ab­an­don­ed? And what do we to­day do with these old paint­ings, many of which are in poor con­dit­ion? Tom Hermansen has been en­gag­ed in the re­stor­at­ion of sever­al mural paint­ings from this period in col­la­borat­ion with the con­servat­ion and re­storat­ion de­part­ment at The Nat­ional Muse­um of Den­mark and will share his ex­peri­enc­es in this field.

Tom Hermansen lauk mag.art.- prófi í lista­sögu frá Árósa­háskóla árið 2008 og vinnur nú að doktors­verk­efni sínu, „List­in til fjöld­ans!“- veggja­mynd­ir á milli­stríðs­ár­un­um, við Lista- og list­fræði­deild Kaup­manna­hafnar­háskóla með styrk frá Nýja Carls­berg sjóðnum. Áður vann hann sem list­gag­nrýn­andi fyrir dönsk og er­lend dag­blöð og út­gáf­ur. Nýj­asta bók hans, Hvor folk færdes, fjallar um list í opinberu rými.

Tom Hermansen mag.art in art hist­ory from Aarhus University 2008, is af­fili­at­ed with De­part­ment of Arts and Cultur­al Stud­ies, Uni­ver­sity of Copen­hage­n, on a PhD scholar­ship from the New Carls­berg Found­at­ion with the project: “Art for the mass­es!”- inter­war monu­ment­al mural paint­ing. He has previ­ous­ly work­ed as an art critic for Danish and inter­nat­ional news­pap­ers and publi­cat­ions and has most re­cently written the book Hvor folk færdes about art in public space.


Jens Peter Munk
Endurgerð Minnismerkis um sjómenn eftir Svend Rathsack.


Fjallað er um minnis­merki um sjó­menn eftir Svend Rath­sack sem stend­ur við Löngu­línu í Kaup­manna­höfn og var reist á ár­un­um 1924−28. Gerð er grein fyrir til­urð verks­ins, sam­keppn­um sem að baki lágu og þeim vinnu­teikn­ing­um sem verk­ið bygg­ir á. Einn­ig er rætt um inn­tak lista­verks­ins og fyrir­mynd­ir þess. Að­eins nokkr­um ára­tug­um eft­ir að verk­ið var sett upp komu í ljós skemmd­ir á því vegna þess að efnið sem valið var, Fakse-kalk­steinn, reyndist ekki end­ingar­gott í danskri verðr­áttu. Með tím­an­um varð ljóst að ekki var unnt að varð­veita upp­runa­legt verk­ið og nauð­syn­legt að endur­gera það. Nýja minnis­merkið var af­hjúp­að árið 2011.
    Bent er á skyld­leika minnis­merkis Rath­sacks við Salt­fisk­stöfl­un Sigur­jóns Ólafs­son­ar og verk fleiri lista­manna frá sama tíma og ann­arra sem síð­ar komu, þar sem unn­ið er með sömu ein­földu og stíl­færðu form­in. Í síð­ari verk­um Sigur­jóns má finna endur­óm af þess­ari lág­mynd hans þar sem mann­verur stafla salt­fiski.

Svend Rathsack’s Monu­ment to Mar­in­ers (1924-28). Re­stor­ed and Re­inaugur­at­ed 2011.
This paper gives an ac­count of Svend Rath­sack’s Monu­ment to Mar­in­ers at Lange­linie in Copen­hagen, creat­ed 1924−28. It deals with its back­ground, the com­petit­ions and the sketch­es lead­ing to its final exe­cut­ion. Its content is ex­pound­ed and its art­ist­ic mod­els discuss­ed. Only a few dec­ades after the com­plet­ion the monu­ment show­ed signs of decay due to the mater­ial chosen, a Faxe lime­stone which turn­ed out to be un­suit­able for the Danish clim­ate, and it was decid­ed to cre­ate a freshly carv­ed copy of it. The monu­ment was re­inaugur­at­ed in 2011.
    Con­nections be­tween Rathsack’s monu­ment and Sigur­jón Ólafs­son’s Stack­ing Salt Fish (Saltfisk­stöfl­un) and sev­er­al other works of art − con­tempo­rary and later − are drawn to show simil­arit­ies in narr­ative con­tent as well as art­ist­ic idiom, especi­ally vis­ible in the ang­ul­ar and simpli­fied figur­es. Likewise, in Ólafsson’s own pro­duct­ion we later find ecchoes of the idiom of Saltfisk­stöflun.

Jens Peter Munk er dansk­ur list­fræð­ing­ur, fædd­ur 1951, og um­sjónar­mað­ur með minnis­merkj­um Kaup­manna­hafnar­borgar. Hann starf­aði áður sem sýningar­stjóri við Ordrup­gaard-safnið í Char­lotten­lund, Glyptó­tekið og Hirschs­prungske-safn­ið í Kaup­manna­höfn. Hann hefur stýrt fjölda list­sýn­inga, eink­um um danska og franska átjándu aldar list. Hann hefur birt fjölda greina í fag­tíma­rit­um, sýn­ingar­skrám og al­fræði­rit­um eins og Saur Allge­mein­es Künstler­lexicon og The Dictionary of Art. Hann er höf­und­ur að tveim­ur bók­um um lista­verk í opin­beru rými í Kaup­manna­höfn (1999 og 2005) og tveggja bindi verki um danska gull­aldar­mál­ar­ann Jørgen Roed (1808−88).


Hlynur Helgason
Viðbrögð við stórkostlegum höggmyndum listamanna í Konungsríkinu Íslandi


Á árun­um 1920−1944, í „Konungs­ríkinu Íslandi“, vöktu þrí­víð verk list­amanna — stand­mynd­ir, högg­mynd­ir, ris­mynd­ir og lág­mynd­ir — iðu­lega at­hygli. Að­stæð­ur buðu ekki upp á að reisa verk­in opin­ber­lega hér á landi. Ein­ar Jóns­son naut stöðu sinnar sem opin­ber lista­mað­ur. Lista­menn­irn­ir Ás­mund­ur Sveins­son, Rík­­arð­­ur Jóns­son og Guð­mund­ur Einars­son fjölda­fram­leiddu minni mynd­ir og nytja­hluti fyr­ir al­menn­an mark­að. Nína Sæ­munds­son og Sigur­jón Ólafs­son fundu leið­ir til koma list sinni á fram­færi er­lend­is, þótt hug­ur­inn leit­aði gjarn­an heim. Það er á­huga­vert að skoða þá at­hygli og virð­ingu sem all­ir þess­ir lista­menn nutu innan­lands, þótt sjald­an væri hægt að reisa „stór­kost­legar högg­myndir“ hér á landi.

Responses to magnificent sculpures of artists within the Kingdom of Iceland

In the years 1920−1944, with­in ‘the King­dom of Ice­land’, art­ists' three-dimensi­onal works − statues, sculp­tures, re­liefs, and bas-reliefs − fre­quent­ly at­tract­ed at­tent­ion. It prov­ed diffi­cult to erect the works publ­icly in Ice­land. Einar Jóns­son en­joy­ed the privil­eged pos­it­ion of an offic­ial artist. Artists Ás­mund­ur Sveins­son, Rík­arð­ur Jóns­son and Guð­mund­ur Einars­son mass-pro­duc­ed works of art and pro­duc­ed small­er pict­ures and utilitar­ian ob­jects for the gen­eral market. Nína Sæ­munds­son and Sigur­jón Ólafs­son found an audi­ence for their art abroad, even though al­ways home­ward bound. It is int­erest­ing to ex­amine the at­tention and re­spect that all these art­ists en­joyed dom­estic­ally, even though it was rare­ly poss­ible to erect their ‘magni­ficent sculp­tures’ in Iceland.


Birgitta Spur
Veggmynd án veggjar − Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar.


Þegar Sigur­jón Ólafsson hóf nám í högg­mynda­list við konung­lega lista­háskól­ann í Kaup­manna­höfn haust­ið 1928 var lögð áhersla á að list­in ætti að vera fyrir fólkið. Á sjötta náms­ári sínu, 1934, hófst Sigur­jón handa við að móta vegg­mynd, 12 fer­metra að stærð, af ís­lensku verka­fólki við salt­fisk­vinnslu. Verk­ið vakti mikla hrifn­ingu sök­um stærð­ar og mynd­máls sem var stór­feng­legt og framúr­stefnu­legt í anda púr­ism­ans. Sigur­jón hafði frá upp­hafi séð fyrir sér að það ætti að prýða bygg­ingu, sem tengd­ist fisk­vinnslu á Ís­landi, en það gekk ekki eftir. Það var ekki fyrr en árið 1946 að Alþingi sam­þykkti að veita 50.000 krón­ur af fjár­lög­um til kaupa á lág­mynd­inni sem var reist sem frítt stand­andi stein­steypu­verk þann fyrsta des­emb­er 1953 hjá Sjó­manna­skól­an­um í Reykja­vík. Verk­ið Salt­fisk­stöfl­un (LSÓ 1034) endur­spegl­ar mikil­væg­an hluta af ís­lenskri atvinnu­sögu, en það ligg­ur í dag undir skemmdum.

A Mural without a Wall − Sigurjón Ólafsson’s bas-relief Stacking Saltfish
When Sigurjón Ólafsson began his stud­ies at the Royal Aca­demy of Fine Arts in Copen­hagen in 1928, it was em­phas­iz­ed that art should be for the masses. In 1934 Sigur­jón cre­at­ed a mural, 12 square meters in size, of Ice­land­ic salt­fish work­ers. The mural creat­ed quite an im­pres­sion due to its size and imag­ery, which was monu­ment­al and in the spir­it of pur­ism. Sigur­jón had envision­ed that it should de­cor­ate a build­ing re­lat­ed to fish pro­ces­sing in Ice­land but that did not happen. It was not until 1946 that Al­þingi (the Icelandic Parliament) agreed to pro­vide 50.000 krón­ur for the pur­chase of the bas-relief. In Dec­ember 1953 it was er­ect­ed as a free-stand­ing con­crete work at the Mari­time Academy in Reykjavík.
    The work Saltfiskstöflun (LSÓ 1034), which re­flects an import­ant part of Ice­land­ic industr­ial his­tory, is cur­rently in very bad condi­tion.

Birgitta Spur er fædd 1931 á Fjóni og stund­aði nám við Konung­lega lista­háskól­ann í Kaup­manna­höfn 1952−54. Árið 1956 giftist hún Sigur­jóni Ólafs­syni og flutt­ist með hon­um til Ís­lands. Hún lauk BA -prófi í dönsku og ís­lensku frá Há­skóla Ís­lands 1980 og prófi í upp­eldis- og kennslu­fræði frá sama skóla ári síðar. Vet­ur­inn 1984−85 nam hún lista­sögu við Há­skóla Ís­lands og við Kaup­manna­hafnar­háskóla 1985−86. Hún kenndi dönsku á fram­halds­skóla­stigi 1980−85. Birgitta stofn­aði Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar 1984 og veitti safn­inu for­stöðu til 2012.


Indriði Níelsson
Skemmdir á lágmyndinni Saltfiskstöflun


Saltfisk­stöflun var reist í stein­steypu á árið 1953 og hef­ur því stað­ið 69 ár utan­dyra. Al­mennt er litið svo á að ásættan­leg end­ing stein­steyptra mann­virkja sé um 50 ár fyrir steypta kalda fleti og 30−40 ár fyrir múr.
Á steypt­um rammanum er yfir­borðs­vörn að mestu horf­in og slæm­ar við­gerð­ir skemma út frá sér. Stein­steypt yfir­borð er hægt að laga, þótt álið­ið sé á líf­­tíma þess.
    Á lág­myndinni sjálfri má sjá mun alvar­legri skemmdi­r þar sem stór­ir fletir eru ó­nýt­ir. Höf­und­ur met­ur það svo að efnis­val hafi ekki verið í sam­ræmi við að­læga fleti og verk­ið því orð­ið flekk­ótt. Vanda­mál við við­gerð­ir á svo skemmd­um flöt­um eru þau að end­ing þeirra verður mjög lítil.

Damages of the Bas-Relief Stacking Salt Fish
‘Stacking Salt Fish’ was cast in con­crete and mort­ar in 1953 and has been out­doors for 69 years. It is gen­eral­ly con­sider­ed that the ac­cept­able life­span of con­crete struct­ur­es is around 50 years for cold con­crete sur­faces, and 30−40 years for mortar.
    On its con­crete frame, the sur­face pro­tect­ion is mostly gone, and in­cor­rect repairs are causing damage − mostly frost dam­age. The con­crete sur­face can be fixed, al­though the con­crete frame is com­ing toward its end re­gard­ing the so called life-span. On the bas-relief itself, serious dam­age can be seen, where large areas are beyond repair. The author con­siders it so that the choice of re­pair mater­ial was not chosen in ac­cord­ance with the ad­jac­ent sur­fac­es, re­sult­ing in dif­fer­ent sur­face text­ur­es. The pro­blem with re­pair­ing such damag­ed sur­fac­es is that their dur­ability will be very short.

Indriði Níelsson hóf störf hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 20 ára að aldri, eða 1993 sem sumarstarfsmaður við rannsóknir. Þegar höfundur lauk störfum þar, 11 árum síðar, hafði hann unnið við margvíslegar steypurannsóknir, klárað M.phil gráðu við Heriot Watt Háskólann í Edinborg auk þess að stýra alþjóðlegum þróunar­verk­efn­um á sviði stein­steypufræða. Árið 2006 hóf hann störf hjá VST, nú Verkís, og starfar þar enn í dag sem yfirmaður framkvæmda og viðhalds. Hans sérsvið er efnisfræði steinsteypu, steypuhönnun, viðhaldi mannvirkja, húsasótt og þess háttar, en tekur fram að hann er ekki með menntun á sviði forvörslu.


Védís Eva Guðmundsdóttir
Samantekt um helstu atriði höfundar- og sæmdarréttar


Í þessu erindi mun Védís Eva fjalla um höfundar­rétt og þá sér­stak­lega sæmdar­rétt sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um, þ.e. rétt til höfundar­heið­urs og höfundar­sér­kenna verka sem felur í sér vernd gegn ó­heim­il­um breyt­ing­um á verki sem sært geta stolt höf­und­ar. Vé­dís mun tæpa á hve­nær höfundar­rétt­ur var fest­ur í ís­lensk lög, efnis­atriði hans og tak­mark­an­ir. Þá mun hún gera grein fyrir sjónar­mið­um sem meðal ann­ars höf­undar­rétt­haf­inn Birg­itta Spur, með að­stoð lög­manns­stof­unn­ar Réttar og Myndstefs, hef­ur hald­ið á lofti gagn­vart mennta­mála­ráðu­neyt­inu hvað varð­ar sæmdar­rétt úti­lista­verka á borð við Salt­fisk­stöfl­un, þar á með­al um skyld­ur sýn­ingar­aðila til að verja og við­halda verki og sinna nauð­synlegu við­haldi og hvern­ig slíkt get­ur spil­að sam­an við brot gegn sæmdar­rétti höf­unda. Loks mun hún velta upp spurn­ingu um hvort laga­breyt­inga sé þörf til að tryggja betur sæmdar­rétt­inn í því sam­hengi.

Overview: Copyright law − meaning of moral rights
At­torney Védís Eva Guðmundsdóttir will pre­sent the key ele­ments of the copy­right law and espec­ially the moral rights of artists (droit moral), the latter trans­lating to the ability of an au­thor to control the even­tual fate of their works. As a con­trast to the copy­right of an artist, the moral rights es­senti­ally protect the honour of the art­ist, it is ethical, personal and reputati­onal, it ex­cludes chang­es to the work or defamat­ory act or place­ment that can affect his/her honour. The moral rights are thus a con­trast to the purely mone­tary value and right an artist owns in re­lat­ion to his/her work to receive pay­ment for its public­ation, ex­hibit­ion or pur­chase. Védís Eva will briefly intro­duce the Ice­landic Act on Copy­right, the gen­eral ele­ments of copy­right and its lim­itat­ions. Further­more, she will discuss the claims that her law firm in liaison with Birg­itta Spur have pre­sent­ed in discus­sions with the Ice­landic Ministry of Cult­ure and Edu­cat­ion re­gard­ing their claims of the neces­sary protect­ion and mainten­ance of Sigurjón Ólafsson’s work Stacking Saltfish that is free­standing under open air, for the comm­on public enjoy­ment. In these discus­sions, dif­fer­ent per­spect­ives have sur­fac­ed as to when the State, as the owner and ex­hibiti­onist of the work, could be breach­ing the moral rights of the art­ist by insuf­ficient main­ten­ance.

Védís Eva Guð­munds­dótt­ir starf­ar sem lög­mað­ur á Rétti lög­manns­stofu og hefur þar sinnt hags­muna­gæslu fyrir rit­höf­unda, leik­stjóra, mynd­lista­menn og ým­is höf­undar­réttar­sam­tök. Hún nam lög­fræði við Há­skóla Ís­lands og Kaup­manna­hafnar­háskóla, auk þess sem hún hef­ur lagt stund á nám í evr­ópsk­um hug­verka- og höfundar­rétti hjá Academy of Euro­pean Law í Trier, Þýska­landi.



_______