SUMARTÓNLEIKAR
2024

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar



Tón­leik­ar hafa verið haldn­ir í Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar frá opn­un þess, 21. október 1988, fyrstu árin ekki reglu­lega, en ætíð á þriðju­dags­kvöld­um og nefnd­ust þá „þriðju­dags­tón­leik­ar“. Fljót­lega komst þó á það form sem nú er − að halda röð viku­legra tón­leika yfir há­sumar­ið − og nefna þá Sumar­tón­leika Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar. Hér er listi yfir alla tón­leika safns­ins frá upp­hafi og fylgja flest­um þeirra efnis­skrár.
    Á liðnu sumri hófst tón­leika­röð­in 2. júlí og lauk 13. ágúst, alls sjö tónleikar og á þeim komu fram 19 hjóð­færa­leik­ar­ar og söngv­ar­ar. Tón­leika lið­ins sum­ars má nálg­ast hér.
    Gert er ráð fyrir svip­uðu fyrir­komu­lagi tón­leik­anna sum­ar­ið 2025 og verð­ur það nánar kynnt upp úr ára­mót­um. Ein­fald­asti sam­skipta­máti við safnið er í gegn­um tölvu­póst − LSO@LSO.is − en venju­leg­ur póst­ur er jafn­gild­ur. Ekki er treyst á póst­kerfi sam­félags­miðla á borð við face­book.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga 70
105 Reykjavík
Sími 553 2906