Tónleikar hafa verið haldnir í Listasafn Sigurjóns Ólafssonar frá opnun þess, 21. október 1988, fyrstu árin ekki reglulega, en ætíð á þriðjudagskvöldum og nefndust þá þriðjudagstónleikar. Fljótlega komst þó á það form sem nú er − að halda röð vikulegra tónleika yfir hásumarið − og nefna þá Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Hér er listi yfir alla tónleika safnsins frá upphafi og fylgja flestum þeirra efnisskrár. Á liðnu sumri hófst tónleikaröðin 2. júlí og lauk 13. ágúst, alls sjö tónleikar og á þeim komu fram 19 hjóðfæraleikarar og söngvarar. Tónleika liðins sumars má nálgast hér. Gert er ráð fyrir svipuðu fyrirkomulagi tónleikanna sumarið 2025 og verður það nánar kynnt upp úr áramótum. Einfaldasti samskiptamáti við safnið er í gegnum tölvupóst − LSO@LSO.is − en venjulegur póstur er jafngildur. Ekki er treyst á póstkerfi samfélagsmiðla á borð við facebook. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar |