SUMARTÓNLEIKAR
2025

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 1. júlí
kl. 20:30

Freyr, Hlíf, Martin,
Þórdís og Sólveig
Harpa, flauta og strengir
Sól­veig Thor­odd­sen hörpu­leikari, Freyr Sigurjónsson flautu­leikari, Hlíf Sigurjóns­dóttir fiðlu­leikari, Martin Frewer víólu­leikari og Þór­dís Gerður Jóns­dóttir selló­leikari.
Flutt verða Quinteto Instrumental eftir Heitor Villa-Lobos, Sonatina en Trio eftir Maurice Ravel og Sérénada ópus 30 eftir Albert Roussel.
Þriðjudaginn 8. júlí
kl. 20:30

Diet, Guja og Heleen
„Í morgun sá ég stúlku“ − um æskuástir og rómantík
Tríó Ljósa. Diet Tilanus fiðlu­leikari, Guja Sandholt söng­kona og Heleen Vegter píanó­leikari.
Íslensk þjóðlög í nýrri út­setn­ingu Helga R. Ingvars­sonar, einnig írsk og skosk þjóð­lög og ljóða­flokkur Hildi­gunnar Rúnars­dóttur við ljóð Þórs Sandholt.
Þriðjudaginn 15. júlí
kl. 20:30

Konstantin Zvyagin
Ferð með Kon­stantin Zvyagin um Niflunga­hring Wagners
Konstantin Zvyagin píanóleikari leikur Svítu í 8 mynd­um, sem eru hans eigin um­rit­an­ir úr Nifl­unga­hring Rich­ard Wagn­ers. Kon­stant­in, sem er af rúss­nesk­um upp­runa en býr og starfar í Darm­stadt í Þýska­landi, hefur undan­farið helg­að sig tón­list Wagners. Heim­sókn hans til Ís­lands og þess­ir tón­leik­ar eru í sam­starfi við Wagnerfélagið á Íslandi.
Þriðjudaginn 22. júlí
kl. 20:30

Siu Chui og Sigríður Ósk
Sjávargolan
Sigríður Ósk Kristjáns­dóttir mezzo-sópran og Siu Chui Li píanó­leik­ari flytja suð­ræna og sumar­lega dag­skrá.
Efnis­skrá­in er spunn­in í kring­um tvö verk eftir Maur­ice Ravel en í ár eru 150 ár frá fæð­ingu hans. „Við ferð­umst meðal ann­ars í gegn­um fransk­ar sveit­ir með kar­akter­mikl­um al­þýðu­söngv­um Rav­els yfir til Spán­ar þar sem við heyr­um gríp­andi þjóð­laga­söngva­flokk Manuel de Falla og end­um ferða­lag­ið á gond­óla í Fen­eyj­um með söngv­um Reynaldos Hahn.“
Aukatónleikar
Föstudaginn 25. júlí
kl. 20:30

April og Kristi
Lóa
Dúóið Lóa sem kem­ur vest­an um haf, mynda þær April Clayton flautu­leikari og Kristi Shade hörpu­leikari. Flytja þær verk eftir Arn­old Bax, Atla Heimi Sveins­son, Daniel Dorff, Jean-Michel Damase og Þórð Magnús­son og eru þessi verk vænt­anleg á hljóm­diski sem koma mun út síð­ar á ár­inu. Dúóið Lóa er nýs­tofn­að, en April og Kristi hafa spilað saman í trí­ó­inu Hat Trick síðan árið 2013.
Þriðjudaginn 29. júlí
kl. 20:30

Ásta Soffía
Bach, Boulanger og íslensk tónlist á harmóníku
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari.
Efnis­skrá tón­leik­anna inni­heldu­r í bland: klass­ísk tón­verk eftir Jo­hann Sebast­ian Bach og Nad­iu Boul­ang­er, nýj­ar tón­smíð­ar eftir Hauk Tómas­son og Ás­björgu Jóns­dótt­ur og einn­ig út­setn­ing­ar Ástu Soffíu á ís­lensk­um sálm­um, þjóð­lögum og tangó­um.
Þriðjudaginn 5. ágúst
kl. 20:30

Hjörleifur og Ourania
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanó− og trommuleikari. Hjörleifur og Ourania léku saman í fyrsta skipti í Reykjavík í sumartónleikaröð LSÓ fyrir réttum 30 árum. Nú leika þau Sónötu fyrir fiðlu, píanó og trommur eftir bandaríska framúrstefnutónskáldið George Johann Carl Antheil, Fimm stykki fyrir fiðlu og píanó eftir ítalann Ottorino Respighi og Sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir rússneska tónskáldið Alfred Schnittke.
Heimasíđa LSÓ
Listi yfir fyrri tónleika og viðburði safnsins