SUMARTÓNLEIKAR
2024

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 2. júlí
kl. 20:30

Freyr og Arnaldur
Ómur úr suðri
Freyr Sigurjóns­son flautu­leik­ari og Arn­ald­ur Arnar­son gítar­leik­ari flytja suð­ræna tón­list. Són­atína ópus 205 eftir Mario Castel­nu­ovo-Ted­esco, Or­ig­inal Tänze eftir Franz Schu­bert, Musiq­ues popu­laires brés­ilienn­es eftir Celso Mach­ado og Suite Buen­os Aires eftir Máx­imo Diego Pujol.
Þriðjudaginn 9. júlí
kl. 20:30

Einar og Alessandra
Draumur, saumur og dans
Einar Jó­hannes­son klarí­nettu­leik­ari og Ales­sandra Pomp­ili píanó­leikari opna glugg­ann á hinni róman­tísku nítj­ándu öld með draum­kennd­um verk­um eftir hjóni­n Clöru og Rob­ert Schu­mann og sam­tíma­mann þeirra, Nor­bert Burg­mül­ler. Þá munu heyr­ast nýrri verk, með­al ann­ars Búta­saumur, glæ­nýtt verk eftir John Speight og verk eft­ir enska tón­skáld­ið, list­mál­ar­ann og rit­höf­und­inn fjöl­gáf­aða Thom­as Pit­field, sem hef­ur ekki ver­ið flutt áð­ur hér­lend­is. Lit­rík­ur ung­versk­ur dans hnýt­ir svo loka­hnút­inn á tón­leik­ana.
Þriðjudaginn 16. júlí
kl. 20:30

Þórhildur, Emma og Sólrún
Fuglasöngur og serenöður
Tríó Sól: Emma Garðarsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fiðluleikarar og Þórhildur Magnúsdóttir víólu­leik­ari. Flutt verð­ur verk­ið O3, sem Ingi­björg Ýr Skarp­héðins­dótt­ir samdi fyrir trí­ó­ið og sere­nöður og són­ötur eftir Zoltán Kodály, Max Reger og Lud­wig van Beet­hoven.
Þriðjudaginn 23. júlí
kl. 20:30

Guðrún og Fran­cisco
„Hún er vorið“
Guðrún Jóhanna Ólafs­dótt­ir mezzo­sópr­an og Fran­cisco Jav­ier Jáure­gui gítar­leikari.
Tit­ill tón­leik­anna vís­ar í sam­nefnt verk Hauks Tómas­son­ar við ljóð Matt­hí­as­ar Jo­hannes­sen. Á efnis­skrá eru ís­lensk og er­lend lög sem tengj­ast kon­um á einn eða ann­an hátt; sam­in af kon­um, við ljóð eftir kon­ur, um kon­ur eða til­eink­uð þeim. Auk titilverksins má með­al ann­ars heyra Vísur Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ás­geirs­son, Maríu­kvæði eftir Atla Heimi Sveins­son, Þökk sé þessu lífi eftir Vio­letu Parra, Alfons­ina y el mar eftir Ariel Ram­írez, Madrid eftir Ól­öfu Arn­alds og Síð­asti strætó fer kort­er í eitt eftir flytj­end­urna við sonn­ettu eftir Krist­ján Þórð Hrafns­son.
Þriðjudaginn 30. júlí
kl. 20:30

Erla Dóra, Björk, Gróa Mar­grét og Eva Þyri
Náttúra, ónáttúra og yfirnáttúra
Erla Dóra Vogler mezzo­sópran, Björk Níels­dótt­ir sópr­an, Gróa Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir fiðlu­leik­ari og Eva Þyri Hilmars­dótt­ir píanó­leik­ari.
Tón­leik­ar með nýj­um og eldri söng­lög­um eftir Þór­unni Guð­munds­dótt­ur söng­konu. Verk­un­um má skipta í þrennt: Söng­dúetta á glettnis­leg­um nót­um við texta tón­skálds­ins um sum­ar, ást og mat; ein­söngs­lög við texta Hann­es­ar Haf­stein um missi og aftur­göng­ur og í þriðja lagi ný kammer-söng­lög fyrir söng­rödd, víólu og píanó, þar sem text­arn­ir eru fengn­ir úr þjóð­sög­um og munn­mæl­um og ým­ist eign­að­ir út­burð­um, draug­um, álf­um, tröll­um eða mönn­um, og einn­ig bregð­ur fyrir vís­um úr sagna­dönsum.
Þriðjudaginn 6. ágúst
kl. 20:30

Svanur og Þórdís Gerð­ur
TRISTIA
Þórdís Gerð­ur Jóns­dótt­ir selló­leikari og Svanur Vilbergs­son gítarleikari. Flutt verð­ur verk Haf­liða Hall­gríms­son­ar Tristia sem var kveikjan að sam­starfi flytj­enda. Einn­ig verð­ur leiki­n Svíta af vin­sæl­um spánsk­um lögum eftir Man­uel de Falla og Són­ata fyrir selló og gít­ar eftir Rad­amés Gnattali.
Þriðjudaginn 13. ágúst
kl. 20:30

Hanna Dóra, Kjartan, Ár­mann og Sig­urð­ur
Chalumeau-Tríóið og Hanna Dóra
Kjartan Óskars­son, Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son og Ár­mann Helga­son klarí­nettu­leik­ar­ar ásamt Hönnu Dóru Sturlu­dótt­ur söng­konu. Á verk­efna­skrá trí­ós­ins eru tón­verk sem spanna alla sögu klarí­nett­unn­ar og for­vera henn­ar, allt frá fyrsta ára­tugi átj­ándu ald­ar fram á okkar daga. Á efnis­skrá þess­ara tón­leika eru með­al ann­ars verk eft­ir Christ­oph Graupn­er, Franc­esco B. Conti, Jón­as Tómas­son og Hjálm­ar H. Ragnars­son.
Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ
Heimasíđa LSÓ
Listi yfir aðra tónleika og viðburði safnsins