Þriðjudaginn 5. júlí kl. 20:30 |
Jóna, María Sól, Þóra og Eggert |
Var þetta draumur?
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran,
Eggert Reginn Kjartansson tenór,
María Sól Ingólfsdóttir sópran og
Þóra Kristín Gunnarsdóttir
píanó.
Með ljóðaflokkum eftir Dvořák, Sibelius og Beethoven
er áheyrendum boðið að sökkva sér í
margslungnar tilfinningar ástarinnar í
meðförum þriggja meistaratónskálda
frá ólíkum menningarheimum.
Písně
Milostné (ástarsöngvar) ópus 83 eftir
Antonín Dvořák, Fem sanger, ópus 37
eftir Jean Sibelius og An die ferne Geliebte, ópus 98
eftir Ludwig van Beethoven.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Þriðjudaginn 12. júlí kl. 20:30 |
Kristina og Ásta |
Storm Duo
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og
Kristina Farstad Bjørdal harmoníkur.
Norsk og íslensk dans- og þjóðlagatónlist
og tónverk frá vinsældarskeiði
harmoníkunnar á 20. öld. Einnig verk í
barrokk stíl, þar á meðal kaflar úr
Goldbergstilbrigðunum eftir J.S. Bach.
Tónleikunum lýkur svo með fallegum
íslenskum tangó sem er einstaklega
dýrmætur hluti tónlistararfs
Íslendinga.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Þriðjudaginn 19. júlí kl. 20:30 |
Steiney og Vera |
Sumartónar Dúó Eddu
Vera Panitch fiðla og
Steiney Sigurðardóttir selló.
Átta dúettar fyrir fiðlu og selló ópus 39 eftir
Reinhold Glière, Sónata fyrir fiðlu og selló
eftir Maurice Ravel og Passacaglia í g moll eftir Johan
Halvorsen, samið við stef eftir Georg Friederich Händel.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. júlí kl. 20:30 |
Erwin Schulhoff |
Schulhoff hátíð
Tvennir tónleikar til að kynnast tékkneska
tónskáldinu Erwin Schulhoff
og framúrstefnulegri tónlist hans.
Dr. Alexander Liebermann kynnir efni doktorsritgerðar sinnar um hann.
Flytjendur: Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Slava
Poprugin píanó, Adrien Liebermann saxófónn, Martin
Frewer víóla og Þórdís Gerður
Jónsdóttir selló.
Flutt verða Sónata fyrir fiðlu og píanó,
ópus 7 WV24, Fimm myndir fyrir píanó WV 51,
Sónata fyrir fiðlu og píanó WV 91 og Heit
Sónata WV 95 fyrir saxófón og píanó eftir
Erwin Schulhoff. Snót, einleiksverk fyrir fiðlu
og strengjatríóið
Séð af himni ofan eftir Alexander Liebermann.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Þriðjudaginn 26. júlí kl. 20:30 |
Bryndís, Pamela og Guðríður |
Sólríkir fuglatónar
Bryndís Guðjónsdóttir sópran,
Pamela De Sensi flauta og
Guðríður St. Sigurðardóttir
píanó.
Ástríðufullir hljómar ítalskra og
spánskra tónverka andstætt fágaðri,
rómantískri tónlist eftir frönsk tónskáld.
Tónskáldin voru flest uppi á síðari hluta 19.
aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Þriðjudaginn 2. ágúst kl. 20:30 |
Kristín, Hekla, Anna og Hjörtur |
Ferðalög um flautuheima
Kristín Ýr Jónsdóttir flauta,
Hekla Finnsdóttir fiðla,
Anna Elísabet Sigurðardóttir víóla og
Hjörtur Páll Eggertsson selló.
Flautukvartett númer 1 í D dúr K. 285
eftir Wolfgang A. Mozart, Threnody 1 og 2 (til minningar um
Igor Stravinsky og Beatrice
Cunningham) eftir Aaron Copland, Assobio a Játo
(Hvinblístran) eftir Heitor Villa-Lobos og Strengjakvartett
númer 12 í F dúr ópus 96, Ameríski
kvartettinn, eftir Antonín Dvořák í
útsetningu fyrir flautukvartett.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 20:30 |
Diddú og Drengirnir |
Salieri og samtímamenn
Diddú og Drengirnir −
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Sigurður Snorrason og Kjartan Óskarsson klarinettur,
Joseph Ognibene og Þorkell Jóelsson horn,
Brjánn Ingason og Snorri Heimisson fagott.
Blásarasextettar eftir Wolfgang Amadeus Mozart og
Antonio Salieri og aríur í
útsetningum fyrir sópran og blásara.
Einnig íslensk einsöngslög, þar á
meðal nokkur Jónasarlaga Atla Heimis Sveinssonar.
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Sunnudaginn 14. ágúst kl. 20:30 |
Gréta, Diljá, Sigríður og Vigdís |
Hugur, hönd og sál
Strengjasveitin Spúttnik og Jón Marinó.
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og
Diljá Sigursveinsdóttir fiðlur,
Vigdís Másdóttir víóla og
Gréta Rún Snorradóttir selló.
Strengjakvartett númer 2 í D dúr
eftir Alexander Borodin, Intermezzo fyrir strengjatríó eftir Zoltán
Kódaly og Hærra til þín eftir Lowell Mason.
Leikið er á hljóðfæri sem Jón Marinó
Jónsson smíðaði og notaði til þess við
úr strandi skipsins
Jamestown, frá 1881. Jón Marinó
kynnir hljóðfæri sín.
[Viðtal við Jón í Morgunblaðinu 21.09.2015]
Efnisskrá −
Fréttatilkynning |
Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ
Heimasíða LSÓ |
|