SUMARTÓNLEIKAR
2019

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 2. júlí
kl. 20:30

Bylgja og Helga Bryndís
Upphafsár íslenska einsöngslagsins
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó. Trausti Jónsson veðurfræðingur flytur inngang.
Flutt verða lög eftir nokkra braut­ryðjendur frá upp­hafs­árum íslenska ein­söngs­lagsins kringum alda­mótin 1900, svo sem Jónas og Helga Helgasyni, Árna Bein­tein Gísla­son, Bjarna Þor­steins­son, Árna Thor­stein­son, Sigfús Einars­son, Svein­björn Svein­björns­son og Jón Laxdal.
EfnisskráFréttatilkynningÁvarp Trausta
Þriðjudaginn 9. júlí
kl. 20:30

Agnes og Eva Þyri
Rómantík við hafið
Agnes Thorsteins mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó.
Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann við ljóð eftir Adelbert von Chamisso lýsir upp­lifun ungrar stúlku sem kynnist ástinni í fyrsta sinn. Ljóðaflokkinn Wesen­donck Lieder tileinkaði Richard Wagner Mathilde, höfundi ljóðanna. Tónlistin var forboði óperunnar Tristan und Isolde og má heyra mörg stefjanna þar.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 23. júlí
kl. 20:30

Hildigunnur, Oddur og Guðrún Dalía
Hrifning og höfnun
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Oddur Arnþór Jónsson barítón og Guðrún Dalía Salómons­dóttir píanó.
Fjórir dúettar ópus 28 eftir Johannes Brahms, auk fleiri söngva og dúetta eftir Brahms, Schubert og Schumann. Lögin eiga það flest sameiginlegt að fjalla um höfnun eða hrifningu, hvort sem er á náttúrunni, ástinni eða ljóðinu.
EfnisskráFréttatilkynning
Erindi
Sunnudaginn 28. júlí
kl. 16:00

Viktor og Melitta
Svipmynd af tónskáldinu Viktor Urbancic
Í erindi sínu dregur Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur upp mynd af komu Viktors til Íslands árið 1938 og helstu störfum hans hér að tónlistarmálum. Leiknar verða upptökur með leik hans frá árinu 1946 og einnig brot úr verki eftir hann. Sýndar verða ljósmyndir úr albúmi fjölskyldunnar.
Mánudaginn 29. júlí
kl. 20:30
og
þriðjudaginn 30. júlí
kl. 20:30

Viktor Urbancic
Svipmynd af tónskáldinu Viktor Urbancic
Viktor Urbancic flutti til Íslands 1938 og vann ómetanlegt starf í upp­bygg­ingu tónlistarlífs hér á landi. Flutt verða verk eftir hann sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst á Íslandi. Kristín Einars­dóttir Mäntylä mezzó­sópran, Ágúst Ólafs­son barítón, Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir fiðla, Hólm­fríð­ur Sig­urðar­dótt­ir píanó og Eva Þyri Hilmars­dótt­ir píanó ásamt af­kom­end­um Viktors, Michael Kneihs píanó,Milena Dörfl­er fiðla og Simon Dörfler selló.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 6. ágúst
kl. 20:30

Ísak, Martina, Finnur og Þóra
Tónlist á stríðstímum
Ísak Ríkharðsson fiðla, Martina Zimmerli selló, Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanó og Finnur Ágúst Ingimundarson texti.
Flutt verða Sónata fyrir selló og píanó í d moll eftir Claude Debussy, Sónata fyrir fiðlu og píanó FP 119 eftir Francis Poulenc og Tríó númer 2 í e moll ópus 67 eftir Dmitri Schostako­vitch, römmuð inn af textum og bréfum tón­skáld­anna auk frétta líð­andi stundar.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 13. ágúst
kl. 20:30

Ögmundur og Hlín
Með sól í hjarta
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Ögmundur Þór Jóhannesson gítar.
Íslensk tónlist, þjóð­laga­útsetn­ing­ar og nýrri verk, römmuð inn af tón­list frá Bretlands­eyj­um, Spáni og Brasilíu. Tón­verk eftir Britten, Garcia-Lorca, de Falla, Villa-Lobos, Þorkel Sigur­björns­son, John Speight, Jóhann G. Jó­hanns­son, Stefán Þor­leifs­son, Þors­tein Gunnar Frið­riks­son, Þuríði Jóns­dótt­ur og Ólöfu Arn­alds.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 20. ágúst
kl. 20:30

Sólveig og Hrönn
„Ég var sælust allra í bænum“
Sólveig Sigurðardóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanó.
Fluttar verða aríur og sönglög, meðal annars eftir Hugo Wolf, Richard Strauss, Francesco Tosti, Wolfang A. Mozart og Gioachino Rossini, sem fjalla um gleði og sælu augnablikanna sem maður á með þeim sem maður elskar, og sorgina og söknuðinn sem maður finnur ef maður missir hann eða ástin er ekki endurgoldin.
EfnisskráFréttatilkynning

Tónleikar annarra ára:
≤1988   1989  
1990   1991   1992   1993   1994   1995   1996   1997   1998   1999  
2000   2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008   2009  
2010   2011   2012   2013   2014   2015   2016   2017   2018   2019  
Heimasíđa LSÓ