SUMARTÓNLEIKAR
2015

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
PDF skjal
ein síða til prentunar


Þriðjudaginn 7. júlí
kl. 20:30

Gerrit og Hildigunnur
Hafið
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Gerrit Schuil píanó.
Tónverk tengd hafinu, m.a. ljóðaflokkurinn Sea Pictures eftir Edward Elgar og sönglög eftir Berlioz og Fauré.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 14. júlí
kl. 20:30

Carl og Hlíf
Tveggja alda gamall seiður
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Carl Philippe Gionet píanó.
Þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Franz Schubert. Sónata í D dúr  D384, Sónata í a moll D385 og Sónata í g moll D408.
EfnisskráFréttatilkynning
Hlíf − heimasíða
Carl −
Þriðjudaginn 21. júlí
kl. 20:30

Júlíana og Pamela
In kontra
Pamela De Sensi flauta og Júlíana Rún Indriðadóttir píanó.
Tónleikar helgaðir djúpum tónum flautunnar. Frumflutt verða verk eftir Oliver Kentish, Jónas Tómasson, Sigurð Sævarsson og Harald Sveinbjörnsson. Einnig flutt tónverk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Steingrím Þórhallsson og Mike Mover.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 28. júlí
kl. 20:30

Eva Þyri og Erla Dóra
Ljóðafljóð
Erla Dóra Vogler mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó.
Sönglög og þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni Viðar sem er meðal dáðustu núlifandi tónskálda þjóðarinnar og er markmið tónleikanna að kynna þann framúrskarandi arf söngljóða sem hún hefur látið þjóðinni í té á starfsævi sinni sem tónskáld, en hún verður 97 ára í desember.
EfnisskráFréttatilkynning
Þriðjudaginn 4. ágúst
kl. 20:30

Alexandra, Ásgeir
Jónína og Guðrún
Og svo kom stríðið...
Alexandra Chernyshova sópran, Ásgeir Páll Ágústsson barítón, Jónína Erna Arnardóttir píanó og Guðrún Ásmundsdóttir sögumaður.
Sagnir og söngvar frá stríðinu. Í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Meðal annars: Áfram veginn, Katjusha, Lily Marlein, The White Cliffs of Dover og Tennesse Waltz.
Efnisskrá Fréttatilkynning
Þriðjudaginn 11. ágúst
kl. 20:30

Ingibjörg og Sólveig
Breskt og amerískt!
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanó.
Seven Elizabethan Lyrics eftir Roger Quilter, Three Songs eftir William Walton og sönglög eftir Amy M.C. Beach, Leonard Bernstein, Ned Rorem og Ernest Charles.
EfnisskráFréttatilkynning

Tónleikar annarra ára:
≤1988   1989  
1990   1991   1992   1993   1994   1995   1996   1997   1998   1999  
2000   2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008   2009  
2010   2011   2012   2013   2014   2015   2016   2017   2018   2019  
Heimasíða LSÓ