|
Tónleikar
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari heldur einleikstónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 20:00. Þar leikur hún efnisskrá sem hún flutti á tónleikum á Ítalíu í ágúst síðastliðnum við frábærar undirtektir. Voru þar píanóverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Leifs og Pál Ísólfsson og Prelúdíur eftir J.S. Bach og Fr. Chopin.
Mikil tilhlökkun er að fá að hlýða á píanóleik Nínu Margrétar því nokkuð langt er síðan hún hélt síðast einleikstónleika í Reykjavík og það er ekki á hverjum degi sem áheyrendum gefst tækifæri á að hlýða á píanóverk nokkurra fyrstu menntuðu tónskálda þjóðarinnar. Á næsta ári verða liðin 130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar. Nína Margrét mun af því tilefni flytja erindi í LSÓ í vor um Pál Ísólfsson sem byggt er á doktorsritgerð hennar.
− Efnisskrá tónleikanna
Nína Margrét Grímsdóttir er í fremstu röð klassískra píanóleikara landsins. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, meistaraprófi fráCity University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York.
Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi og víðar í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína, sem einleikari með hljómsveitum og í kammertónlist. Hu´n hefur hljóðritað fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Pre´alable og Skref sem allir hafa hlotið frábæra dóma í Gramophone Awards Issue, BBC Music Magazine, Glasgow Herald, Crescendo-Magazine, Xían Evening News og High Fidelity.
|