Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Ábyrgðarmaður: Hlíf Sigurjónsdóttir s 863 6805

  Þriðjudagskvöld 8. nóvember klukkan 20:00
Kvöld­stund í um­sjón Odd­fellow hreyf­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík
Árið 1898 reistu dansk­ir Odd­fellow­ar holds­veikra­spít­ala á Laugar­nesi. Spít­al­inn, sem var gríðar­stórt timbur­hús og lík­lega stærsta hús lands­ins á þeirri tíð, var fram­lag danskra Odd­fellowa í bar­áttu við hinn hræði­lega sjúk­dóm sem lengi hafði ver­ið land­læg­ur hér. Ís­lensk­ir Odd­fellow­ar hafa hald­ið við minn­ingu þess­ar­ar gjörð­ar, með­al ann­ars með því að grafa upp hluta af grunni spít­al­ans á Laugar­nesi og merkja með kynn­ingar­spjaldi. Á þess­ari kvöld­stund munu þeir Guð­mund­ur Þór­halls­son og Krist­ján Óli Hjalta­son kynna starf hreyf­ing­ar­inn­ar og sögu spít­al­ans.
    Aðgangseyrir 2.000 kr.
Þriðjudagskvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Dagskrá má nálgast hér.