|
Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Ábyrgðarmaður:
Hlíf Sigurjónsdóttir s 863 6805
|
|
Þriðjudagskvöld 8. nóvember klukkan 20:00 |
|
Kvöldstund í umsjón Oddfellow
hreyfingarinnar í Reykjavík
Árið 1898 reistu danskir Oddfellowar
holdsveikraspítala á Laugarnesi. Spítalinn,
sem var gríðarstórt timburhús og líklega stærsta
hús landsins á þeirri tíð, var framlag danskra Oddfellowa
í baráttu við hinn hræðilega sjúkdóm sem lengi hafði
verið landlægur hér. Íslenskir Oddfellowar hafa
haldið við minningu þessarar gjörðar, meðal
annars með því að grafa upp hluta af grunni spítalans á
Laugarnesi og merkja með kynningarspjaldi. Á þessari kvöldstund
munu þeir Guðmundur Þórhallsson og Kristján Óli
Hjaltason kynna starf hreyfingarinnar og sögu spítalans.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
|
Þriðjudagskvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Dagskrá má nálgast hér.
|