|
Kvöldstund með Maríu Markan
Síðastliðið þriðjudagskvöld fjölluðu Trausti
Jónsson og Hreinn Vilhjálmsson um Maríu Markan og þau systkini
hennar sem þekkt voru af sönghæfileikum sínum, Elísabetu,
Sigurð og Einar. Leiknar voru upptökur með söng og tónverkum
þeirra, sýndar myndir og sagt stuttlega frá æviferli þeirra.
Næsta þriðjudagskvöld verður helgað Maríu einni.
Hún fæddist í Ólafsvík 1905, nam söng í
Þýskalandi og starfaði þar fram að heimsstyrjöldinni seinni og var
þar þekkt og virt. Eftir það hélt hún til Vesturheims og starfaði
meðal annars við Metropolitan óperuna í New York borg, fyrst
Íslendinga. Eftir hana liggja fjölmargar upptökur, bæði
útgefnar á plötum og í fórum Ríkisútvarpsins.
Fjallað verður um atvinnuferil söngkonunnar hérlendis og
erlendis og leiknar upptökur með söng hennar. Dagskrárgerð er
sem fyrr í höndum Trausta Jónssonar og Hreins Valdimarssonar. |