Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Ábyrgðarmaður: Hlíf Sigurjónsdóttir s 863 6805

  Þriðjudagskvöld 1. nóvember klukkan 20:00
Kvöldstund með Maríu Markan
Síðast­lið­ið þriðju­dags­kvöld fjöll­uðu Trausti Jóns­son og Hreinn Vil­hjálms­son um Maríu Mark­an og þau syst­kini henn­ar sem þekkt voru af söng­hæfi­leik­um sín­um, Elísa­betu, Sig­urð og Ein­ar. Leikn­ar voru upp­tök­ur með söng og tón­verk­um þeirra, sýnd­ar mynd­ir og sagt stutt­lega frá ævi­ferli þeirra.
    Næsta þriðju­dags­kvöld verð­ur helg­að Maríu einni. Hún fædd­ist í Ólafs­vík 1905, nam söng í Þýska­landi og starf­aði þar fram að heims­styrjöldinni seinni og var þar þekkt og virt. Eft­ir það hélt hún til Vestur­heims og starf­aði með­al ann­ars við Metro­pol­itan óp­er­una í New York borg, fyrst Ís­lend­inga. Eftir hana liggja fjöl­marg­ar upp­tök­ur, bæði út­gefn­ar á plöt­um og í fór­um Ríkis­útvarps­ins. Fjall­að verð­ur um at­vinnu­feril söng­kon­unn­ar hér­lend­is og er­lendis og leikn­ar upp­tök­ur með söng henn­ar. Dag­skrár­gerð er sem fyrr í hönd­um Trausta Jóns­son­ar og Hreins Valdi­mars­son­ar.
Nánari upplýsingar um dagskrána gefur Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Aðgangseyrir 2000 krónur
Þriðjudagskvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Dagskrá má nálgast hér