Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Ábyrgðarmaður: Hlíf Sigurjónsdóttir s 863 6805

Í haust tók Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar upp þá ný­breytni að standa fyrir menn­ingar­við­burð­um − tón­leik­um, flutn­ingi hljóð­rita og kynn­ing­um á sögu­legu efni − í sal safns­ins á Laugar­nesi. Hafa verið fest kaup á vönd­uð­um hljóm­flutn­ings­tækj­um og mynd­varpa í þeim til­gangi.
      Stefnt er að tveim­ur lot­um í vet­ur, ann­ars veg­ar í okt­ób­er og nóv­emb­er, og hins veg­ar á vor­mán­uð­um 2023. Við­burð­irn­ir verða í anda sumar­tón­leik­anna, á þriðju­dags­kvöld­um, um klukku­stund­ar lang­ir og boð­ið er upp á kaffi í kaffi­stofu safns­ins á eftir þar sem rabba má við flytj­endur. Þessir við­burð­ir munu þó hefjast klukk­an 20:00, í stað 20:30 eins og sumar­tón­leik­arn­ir gera.
      Haust­dag­skrá­in hófst síðast­lið­ið þriðju­dags­kvöld með að leik­in var upp­taka af tón­leik­um hins heims­þekkta fiðlu­leik­ara Adolf Busch í Tripoli leik­hús­inu í Reykja­vík í sept­emb­er 1945. Einn­ig fjall­­aði Hreinn Valdi­mars­son tækn­imað­ur Ríkis­út­varps­ins um upp­töku­tækni þess tíma og hvernig megi bjarga þessum upp­tökum frá eyðileggingu. Næstu tvö þriðju­dags­kvöld verða helguð Maríu Mark­an söng­konu og systkin­um hennar.
Þriðjudaginn 25. október kl. 20:00 Markan systkinin
Dag­skrá um Maríu Markan sópran­söng­konu, skipt niður á tvö kvöld. Á þessu fyrra kvöldi verð­ur, auk Maríu, fjall­að um þrjú syst­kini henn­ar, sem öll voru mjög þekkt­ir söngv­ar­ar á sinni tíð. Elísa­bet var elst þeirra, hún samdi lög, tók þátt í fjöl­mörg­um merk­um tón­listar­við­burð­um og söng oft í út­varp. Ein­ar stund­aði söng­nám í Nor­egi og Þýska­landi og söng inn á fjöl­marg­ar hljóm­plöt­ur. Hann samdi hátt í 50 lög og hefur eitt þeirra, Fyrir átta ár­um, not­ið mik­illa vin­sælda. Sig­urð­ur söng einn­ig á hljóm­plöt­ur og í út­varp. Ein­ar gaf út ljóða­bæk­ur og hélt mynd­listar­sýn­ing­ar. Dag­skrár­gerð er í hönd­um Trausta Jóns­son­ar og Hreins Valdi­mars­son­ar. Síðari hluti þessar­ar dag­skrár verð­ur að viku lið­inni, 1. nóv­ember.
Nánari upplýsingar um dagskrána gefur Trausti Jónsson veðurfræðingur