Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Síðustu tónleikar sumarsins eru næsta
sunnudagskvöld kl. 20:30

Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Listasafn Sigurjóns
Sunnudagskvöld 14. ágúst 2022 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Gréta, Diljá, Sigríður og Vig­dís
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Sigríður Bjarney; í síma 696 8887
og
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Hugur, hönd og sál
Fyrir utan dásam­lega tón­list verða hljóð­fær­in, sem leik­ið er á á þessum tón­leik­um, í for­grunni og hand­verk­ið á bak við þau.
    Fiðlusmiðurinn Jón Marinó Jónsson hefur smíðað öll hljóðfærin sem Strengjakvartettinn Spúttnik leikur á. Hann notaði til þess efni úr strandi seglskipsins Jamestown sem fórst úti fyrir Höfnum á Reykjanesi árið 1881. Jón Marinó mun fjalla um efnið og smíðina í stuttu erindi.
    Strengjakvartettinn Spúttnik skipa Sigríður Bjarney Baldvins­dóttir og Diljá Sigur­sveins­dótt­ir fiðl­ur, Vig­dís Más­dótt­ir víóla og Gréta Rún Snorra­dótt­ir selló. Á efnisskránni verða Strengja­kvart­ett núm­er 2 í D dúr eftir Alexander Borod­in, Intermezzo fyrir strengjatríó eftir Zoltán Kódaly og Hærra til þín eftir Lowell Mason.
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir hóf ung nám í fiðlu­leik við Tón­listar­skóla Akur­eyr­ar. Á ár­un­um 1993−2001 stund­aði hún fram­halds­nám við tón­listar­háskóla víða um Evrópu, með­al ann­ars í Krak­ow í Pól­landi, Bar­cel­ona á Spáni og Hann­over og Mainz í Þýska­landi. Eftir nokk­urra ára dvöl heima, þar sem hún kenndi og lék með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands á­samt ýms­um kammer­músík­hóp­um, flutti hún til Stutt­gart í Þýska­landi. Hún starf­aði í Suður-Þýska­landi sem fiðlu­leik­ari og kenn­ari til árs­ins 2017 að hún kom heim og hef­ur síð­an bú­ið í Reykja­vík. Hún kenn­ir við Tón­mennta­skóla Reykja­vík­ur og Tón­listar­skóla Sel­tjarnar­ness og spil­ar í ýms­um hljóm­sveit­um og kammer­músík­hóp­um.

Diljá Sigursveinsdóttir stund­aði fiðlu­nám við Tón­skóla Sigur­sveins D. Kristins­sonar og síðar söng­nám við Söng­skól­ann í Reykja­vík það­an sem hún lauk burt­farar­prófi árið 1997. Hún nam við Det Konge­lige Danske Musik­konserva­tor­ium og út­skrif­aðist með BMus gráðu 2004 og meistara­gráðu hlaut hún 2016 eftir nám við Lista­háskóla Ís­lands. Hún hef­ur stað­ið fyrir ýmis­kon­ar tón­listar­sýn­ing­um með sögu­legu í­vafi og má þar nefna sýn­ingu byggða á tón­list kvenna sem lifðu og störf­uðu inn­an veggja klaustra, og tón­listar­hátíð­ina Kona-Forn­tón­listar­há­tíð í Skál­holti 2019 og Kefla­vík 2021. Diljá starf­ar sem Suzuki-fiðlu­kenn­ari við Tón­skóla Sigur­sveins D. Kristins­sonar og leik­­ur með­al ann­ars með Kammer­hópn­um ReykjavíkBarokk.

Vigdís Másdóttir lauk fiðlu­kennara- og burtfarar­prófi á víólu frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík árið 1993. Þá fór hún í fram­halds­nám í víólu­leik til Þýska­lands, var fyrst í einka­tím­um hjá Hart­mut Rhode í Berlín en lauk hljóm­sveitar­diplóm­námi frá tón­lista­rháskól­an­um í Mainz ár­ið 1998. Hún starf­aði sem hljóð­færa­leik­ari og kenn­ari í Þýska­landi uns hún flutti hún heim til Ís­lands árið 2003. Síð­an þá hef­ur Vig­dís unn­ið hér sem kenn­ari og kennt bæði á hefð­bund­inn hátt og með Suzuki aðferð. Hún hefur verið laus­ráðin víólu­leik­ari hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og leik­ið reglu­lega með Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands. Hún er með­limur í Spiccato og Ís­lensk­um Strengj­um og kem­ur ým­ist fram sem fiðlu, eða víólu­leikari.

Gréta Rún Snorradóttir stund­aði nám við Tón­listar­skóla Kópa­vogs og Tón­listar­skóla Reykja­vík­ur undir hand­leiðslu Gunnars Kvaran. Hún hélt utan til fram­halds­náms, fyrst við Kon­serva­torí­ið í Prag hjá Jaro­slav Kulhan og síðan í Con­serva­tori Sup­eri­or de Música del Liceu í Barcel­ona hjá Amp­aro Lacruz. Hún dvaldi um ára­bil í Suður Am­er­íku við nám og selló­leik. Eftir að hún kom heim starf­aði hún lengi við selló­kennslu í Tón­listar­skóla Reykjanes­bæj­ar en kenn­ir nú í Tón­listar­skóla Hafnar­fjarð­ar og Tón­skóla Sigur­sveins. Hún lærði Suzuki kennslu­aðferð­ina hjá Ruben Rivera og kenn­ir selló­leik bæði eftir Suzuki að­ferð­inni og hinni hefð­bundnu leið. Hún leik­ur með Sin­fóníu­hljóm­sveit Austur­lands og tek­ur þátt í hin­um ýmsu ver­kefn­um til dæm­is með Ís­lensk­um Strengj­um og strengja­sveit­inni Spiccato.

Jón Marinó Jónsson útskrifaðist úr Meistara­skóla Húsa­smíða við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja árið 1987 og rak í fram­haldinu eigið verk­taka­fyrir­tæki. Árið 1997 fékk hann inn­göngu í fiðlu­smíða­deild við New­ark and Sher­wood Col­lege, það­an sem hann út­skrif­að­ist árið 2000 og hef­ur síð­an unn­ið við fiðlu­smíð­ar ásamt við­gerð­um á eldri hljóð­fær­um.
    Árið 2017 fékk Jón Marinó boð um að taka þátt í Lista­há­tíð í Reykja­vík 2018 þar sem hann smíð­aði hljóð­færi fyrir strengja­kvart­ett og haldn­ir voru tón­leik­ar í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík sem nefnd­ust Úr tré í tóna í sam­starfi við Strok­kvartett­inn Sigga. Árið 2019 hóf Jón Marinó sams­kon­ar sam­starf við Strengja­kvart­ett­inn Spúttnik og síð­ar sama ár bauð hann í­bú­um Kefla­vík­ur, heima­bæj­ar síns, að hlýða á af­rakst­ur vinnu sinnar á tón­leik­um í tón­leika­saln­um Bergi sem hann nefndi Óður til James­town. Tveim­ur ár­um síðar héldu Jón Marinó og Spúttnik tón­leika í Hofi sam­starfi við Tón­listar­félag Akur­eyr­ar sem kall­aðir voru Dauð­inn, Stúlk­an og Strand­ið. Jón Marinó rak lengi vinnu­stofu að Brautar­holti 22 í Reykjavík.
Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum
Last Concert of the Summer next Sunday at 8:30 pm


Sigurjón Ólafsson Museum:

Sunday evening
August 14th, 2022 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Gréta, Diljá, Sigríður and Vig­dís
A PDF version of the program when available

Further information on this concert give:
Sigríður Bjarney; tel (354) 696 8887
and
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Spúttnik String Quartet
The main theme of this concert, besides beautiful music, is the art of violin making
    Luthier Jón Marinó Jónsson has built the instruments Spiccato String Quartet play on. In a short introduction to his work, he will tell the story of the wood used, which came from the wreck of the sailing ship Jamestown, which stranded at Reykjanes peninsula in 1881. Sigríður Bjarney Baldvins­dóttir and Diljá Sigur­sveins­dótt­ir violins, Vig­dís Más­dótt­ir viola and Gréta Rún Snorra­dótt­ir cello.
    Program includes String Quart­et no. 2 in D major by Alexander Borodin, Intermezzo for String Trio by Zoltán Kódaly and Nearer, My God, to Thee by Lowell Mason.
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir began her viol­in stud­ies at an early age in her home town, Aku­reyri in North Ice­land. She furth­er­ed her music stud­ies at vari­ous schools and insti­tut­ions on the Europ­ean Cont­inent, e.g. in Krakow, Bar­cel­ona, Hann­over and Mainz. Upon finish­ing her stud­ies she work­ed as a violin­ist and viol­in teach­er in Reykja­vík and South Germany. Since 2017 she has re­sid­ed in Reykja­vík, teach­ing the viol­in in Tón­mennta­skóli Reykja­vík­ur and Tón­listar­skóli Sel­tjarnarn­ess and plays with vari­ous mus­ic en­sembl­es and mus­ic groups.

Diljá Sigursveinsdóttir stud­ied the viol­in and sing­ing at the Sigur­sveinn D. Krist­ins­son Music School and the Reykja­vík Aca­demy of Sing­ing and Vocal Arts, grad­uat­ing in 1997. She stud­ied the violin, sing­ing and the Suzuki-teach­er train­ing pro­gram at The Royal Danish Aca­demy of Mus­ic in Copen­hag­en, re­ceiv­ing her BMus in 2004. Lat­er she stud­ied at the Ice­land Aca­demy of the Arts, fin­ish­ing her MMus in 2016. She has organ­iz­ed sev­eral mus­ic pro­jects with hist­or­ical them­es. She teach­es at the Sigurs­veinn D. Kristins­son Music School in Reykja­vík and is a memb­er of music en­sembles, e.g. ReykjavíkBarokk.

Vigdís Másdóttir stud­ied the viol­in and viola at the Reykja­vík Col­lege of Mus­ic and re­ceiv­ed her Per­form­ing and Teach­er dipl­omas in 1993. She continu­ed her stud­ies in Ger­many, first with pro­fessor Hart­mut Rhode in Berlin and lat­er with Detlef Grooß at the Music Uni­ver­sity in Mainz, where she re­ceiv­ed her dipl­oma in or­che­stra-play­ing in 1998. She re­sid­ed in Germ­any, teach­ing and play­ing with differ­ent music en­sembl­es, until she re­turn­ed to Ice­land in 2003. Here she teach­es both the viol­in and the viola by tradi­tion­al and Suzuki meth­ods. She plays the violin and the viola with vari­ous groups, oc­casion­ally with the Ice­land Sym­phony Or­che­stra and the North Ice­land Sym­phony Or­che­stra. She is a memb­er of the en­sembl­es Ice­landic Strings and Spiccato.

Cellist Gréta Rún Snorradóttir studi­ed at Kópa­vog­ur School of Music and the Reykja­vík Col­lege of music with Gunn­ar Kvar­an. She furth­er­ed her mus­ic stud­ies at the Prague Con­serva­tory with Jaro­slav Kulhan and at the Liceu Con­serva­tory in Bar­cel­ona with Amparo Lacruz. For a per­iod of time she re­sid­ed in South Amer­ica both study­ing and per­form­ing the cello. After re­turn­ing to Ice­land she taught the cello in Reykjanes­bær School of Music but current­ly she teach­es at the Hafnar­fjörð­ur- and the Sigur­sveinn D. Kristins­son music schools. She stud­ied the Suzuki meth­od of teach­ing with Ruben Rivera and now she teach­es the cello both by Suzuki method and tra­dition­ally. Be­side play­ing in a string quartet Gréta per­forms in vario­us dif­fer­ent pro­jects for ex­ample with groups and or­che­stras such as Ice­landic Strings, Spic­cato, and The East Ice­land Sym­phony Or­che­stra.

In 1987 luthierJón Marinó Jónsson received his dipl­oma as a car­pent­er and work­ed as such un­til 1997 when he was ac­cept­ed as a stud­ent at the New­ark School of Viol­in Mak­ing in Eng­land, where from he grad­uat­ed in 2000, and has been work­ing as a luth­ier in Reykja­vík since.
    As a part of the Reykja­vík Art Festi­val 2018 there was a con­cert held in the Frí­kirkja church by the Siggi Strings en­semble us­ing a quart­et of in­stru­ments which Jón Marinó made for this oc­casion. The con­cert was nam­ed Úr tré í tónaFrom Wood to Tones. In 2019 Jón Marinó start­ed sim­ilar col­labor­at­ion with the Spúttnik String Quartet and later that year they gave a con­cert in Kefla­vík where Jón Marinó in­vit­ed the people of his home­town to come and list­en to the music of his in­stru­ments. The head­line of the con­cert was Ode to James­town refer­ring to the sailing ship James­town which strand­ed at the Reykja­nes Pen­ins­ula in 1881, and from which Jón Mar­inó used the wood for his instruments.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release