Listasafn Sigurjóns Sunnudagskvöld 14. ágúst 2022 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Gréta, Diljá, Sigríður og Vigdís |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Sigríður Bjarney; í síma 696 8887 og Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir hóf ung nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Akureyrar. Á árunum 1993−2001 stundaði hún framhaldsnám við tónlistarháskóla víða um Evrópu, meðal annars í Krakow í Póllandi, Barcelona á Spáni og Hannover og Mainz í Þýskalandi. Eftir nokkurra ára dvöl heima, þar sem hún kenndi og lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt ýmsum kammermúsíkhópum, flutti hún til Stuttgart í Þýskalandi. Hún starfaði í Suður-Þýskalandi sem fiðluleikari og kennari til ársins 2017 að hún kom heim og hefur síðan búið í Reykjavík. Hún kennir við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Seltjarnarness og spilar í ýmsum hljómsveitum og kammermúsíkhópum.Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega
Diljá Sigursveinsdóttir stundaði fiðlunám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðar söngnám við Söngskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk burtfararprófi árið 1997. Hún nam við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium og útskrifaðist með BMus gráðu 2004 og meistaragráðu hlaut hún 2016 eftir nám við Listaháskóla Íslands. Hún hefur staðið fyrir ýmiskonar tónlistarsýningum með sögulegu ívafi og má þar nefna sýningu byggða á tónlist kvenna sem lifðu og störfuðu innan veggja klaustra, og tónlistarhátíðina Kona-Forntónlistarhátíð í Skálholti 2019 og Keflavík 2021. Diljá starfar sem Suzuki-fiðlukennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og leikur meðal annars með Kammerhópnum ReykjavíkBarokk.
Vigdís Másdóttir lauk fiðlukennara- og burtfararprófi á víólu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1993. Þá fór hún í framhaldsnám í víóluleik til Þýskalands, var fyrst í einkatímum hjá Hartmut Rhode í Berlín en lauk hljómsveitardiplómnámi frá tónlistarháskólanum í Mainz árið 1998. Hún starfaði sem hljóðfæraleikari og kennari í Þýskalandi uns hún flutti hún heim til Íslands árið 2003. Síðan þá hefur Vigdís unnið hér sem kennari og kennt bæði á hefðbundinn hátt og með Suzuki aðferð. Hún hefur verið lausráðin víóluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún er meðlimur í Spiccato og Íslenskum Strengjum og kemur ýmist fram sem fiðlu, eða víóluleikari.
Gréta Rún Snorradóttir stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún hélt utan til framhaldsnáms, fyrst við Konservatoríið í Prag hjá Jaroslav Kulhan og síðan í Conservatori Superior de Música del Liceu í Barcelona hjá Amparo Lacruz. Hún dvaldi um árabil í Suður Ameríku við nám og sellóleik. Eftir að hún kom heim starfaði hún lengi við sellókennslu í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en kennir nú í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónskóla Sigursveins. Hún lærði Suzuki kennsluaðferðina hjá Ruben Rivera og kennir sellóleik bæði eftir Suzuki aðferðinni og hinni hefðbundnu leið. Hún leikur með Sinfóníuhljómsveit Austurlands og tekur þátt í hinum ýmsu verkefnum til dæmis með Íslenskum Strengjum og strengjasveitinni Spiccato.
Jón Marinó Jónsson útskrifaðist úr Meistaraskóla Húsasmíða við Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1987 og rak í framhaldinu eigið verktakafyrirtæki. Árið 1997 fékk hann inngöngu í fiðlusmíðadeild við Newark and Sherwood College, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 og hefur síðan unnið við fiðlusmíðar ásamt viðgerðum á eldri hljóðfærum.
Árið 2017 fékk Jón Marinó boð um að taka þátt í Listahátíð í Reykjavík 2018 þar sem hann smíðaði hljóðfæri fyrir strengjakvartett og haldnir voru tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík sem nefndust Úr tré í tóna í samstarfi við Strokkvartettinn Sigga. Árið 2019 hóf Jón Marinó samskonar samstarf við Strengjakvartettinn Spúttnik og síðar sama ár bauð hann íbúum Keflavíkur, heimabæjar síns, að hlýða á afrakstur vinnu sinnar á tónleikum í tónleikasalnum Bergi sem hann nefndi Óður til Jamestown. Tveimur árum síðar héldu Jón Marinó og Spúttnik tónleika í Hofi samstarfi við Tónlistarfélag Akureyrar sem kallaðir voru Dauðinn, Stúlkan og Strandið. Jón Marinó rak lengi vinnustofu að Brautarholti 22 í Reykjavík.
Sigurjón Ólafsson Museum: Sunday evening August 14th, 2022 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Gréta, Diljá, Sigríður and Vigdís |
A PDF version of the program when available Further information on this concert give: Sigríður Bjarney; tel (354) 696 8887 and Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir began her violin studies at an early age in her home town, Akureyri in North Iceland. She furthered her music studies at various schools and institutions on the European Continent, e.g. in Krakow, Barcelona, Hannover and Mainz. Upon finishing her studies she worked as a violinist and violin teacher in Reykjavík and South Germany. Since 2017 she has resided in Reykjavík, teaching the violin in Tónmenntaskóli Reykjavíkur and Tónlistarskóli Seltjarnarness and plays with various music ensembles and music groups.
Diljá Sigursveinsdóttir studied the violin and singing at the Sigursveinn D. Kristinsson Music School and the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts, graduating in 1997. She studied the violin, singing and the Suzuki-teacher training program at The Royal Danish Academy of Music in Copenhagen, receiving her BMus in 2004. Later she studied at the Iceland Academy of the Arts, finishing her MMus in 2016. She has organized several music projects with historical themes. She teaches at the Sigursveinn D. Kristinsson Music School in Reykjavík and is a member of music ensembles, e.g. ReykjavíkBarokk.
Vigdís Másdóttir studied the violin and viola at the Reykjavík College of Music and received her Performing and Teacher diplomas in 1993. She continued her studies in Germany, first with professor Hartmut Rhode in Berlin and later with Detlef Grooß at the Music University in Mainz, where she received her diploma in orchestra-playing in 1998. She resided in Germany, teaching and playing with different music ensembles, until she returned to Iceland in 2003. Here she teaches both the violin and the viola by traditional and Suzuki methods. She plays the violin and the viola with various groups, occasionally with the Iceland Symphony Orchestra and the North Iceland Symphony Orchestra. She is a member of the ensembles Icelandic Strings and Spiccato.
Cellist Gréta Rún Snorradóttir studied at Kópavogur School of Music and the Reykjavík College of music with Gunnar Kvaran. She furthered her music studies at the Prague Conservatory with Jaroslav Kulhan and at the Liceu Conservatory in Barcelona with Amparo Lacruz. For a period of time she resided in South America both studying and performing the cello. After returning to Iceland she taught the cello in Reykjanesbær School of Music but currently she teaches at the Hafnarfjörður- and the Sigursveinn D. Kristinsson music schools. She studied the Suzuki method of teaching with Ruben Rivera and now she teaches the cello both by Suzuki method and traditionally. Beside playing in a string quartet Gréta performs in various different projects for example with groups and orchestras such as Icelandic Strings, Spiccato, and The East Iceland Symphony Orchestra.
In 1987 luthierJón Marinó Jónsson received his diploma as a carpenter and worked as such until 1997 when he was accepted as a student at the Newark School of Violin Making in England, where from he graduated in 2000, and has been working as a luthier in Reykjavík since.
As a part of the Reykjavík Art Festival 2018 there was a concert held in the Fríkirkja church by the Siggi Strings ensemble using a quartet of instruments which Jón Marinó made for this occasion. The concert was named Úr tré í tóna − From Wood to Tones. In 2019 Jón Marinó started similar collaboration with the Spúttnik String Quartet and later that year they gave a concert in Keflavík where Jón Marinó invited the people of his hometown to come and listen to the music of his instruments. The headline of the concert was Ode to Jamestown referring to the sailing ship Jamestown which stranded at the Reykjanes Peninsula in 1881, and from which Jón Marinó used the wood for his instruments.