Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 2. ágúst 2022 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Kristín, Hekla, Anna og Hjörtur |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Kristín Ýr í síma 821 9826 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari lauk bachelor gráðu með hæstu einkunn frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn vorið 2021 og stundar nú meistaranám við sama skóla þar sem kennarar hennar eru Ulla Miilmann og Dora Seres. Kristín hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, tekið þátt í, og unnið til verðlauna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Hún kemur reglulega fram sem aukamaður með sinfóníuhljómsveitum, bæði á Íslandi og í Danmörku.Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega
Hekla Finnsdóttir tók bachelor og meistaragráður frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium þar sem kennari hennar var Michael Malmgreen. Hún hefur sótt námskeið víða, meðal annars hjá Danish Strings, International Music Courses in Lancut, Litomysl String Masterclass og Orkester Norden. Hún hefur spilað í masterklössum fyrir marga fiðluleikara, meðal annarra Joseph Swensen, Agata Szymczewska, Gerard Schulz, Ilya Gringolts og Ray Chen. Hekla lék með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands árin 2009−2015 og hefur tvisvar verið konsertmeistari þar. Einnig hefur hún gegnt stöðu uppfærslumanns og leiðara í Orkester Norden. Hekla spilar á fiðlu sem Ferdinand A. Homolka smíðaði í Prag árið 1889.
Anna Elísabet Sigurðardóttir stundar meistaranám í víóluleik við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn hjá Tim Frederiksen og Magda Stevensson. Samhliða náminu kemur hún víða fram sem víóluleikari, bæði á Íslandi og í Danmörku. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Elju, leikur oft sem lausamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig Sinfóníuhljómsveit Sjálands − Copenhagen Phil. Anna spilar á víólu sem Yann Besson smíðaði.
Hjörtur Páll Eggertsson stundar meistaranám í sellóleik við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium hjá Morten Zeuthen og Toke Møldrup. Einnig leggur hann stund á hljómsveitarstjórnun við Malko Stjórnendaakademíuna sem starfar í samvinnu við Dönsku Útvarpshljómsveitina. Hjörtur er meðlimur kammersveitarinnar Elju og aukamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hjörtur spilar á selló sem Hans Jóhannesson smíðaði.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 2nd, 2022 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Kristín, Hekla, Anna og Hjörtur |
A PDF version of the program when available Further information on this concert gives: Kristín Ýr tel. (354) 821 9826 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Flutist Kristín Ýr Jónsdóttir finished her Bachelor’s degree with the highest grade from The Royal Danish Academy of Music in Copenhagen in 2021. Now she is pursuing her Master’s degree at the same institute with Ulla Miilmann and Dora Seres. She has won prizes at international competitions and appeared as soloist with the Iceland Symphony Orchestra and Iceland Youth Symphony Orchestra. She regularly plays with both Icelandic and Danish symphony orchestras.
Violinist Hekla Finnsdóttir received her Bachelor’s and Master’s degrees from The Royal Danish Academy of Music where she studied with Michael Malmgreen. She has attended courses and taken master-classes from various violinists like Joseph Swensen, Agata Szymczewska, Gerard Schulz, Ilya Gringolts and Ray Chen. Hekla has played with a few youth orchestras and often been appointed as the concertmaster and section leader. Hekla plays a Czech violin by Ferdinand A. Homolka from 1889.
Anna Elísabet Sigurðardóttir studies the viola with Professor Tim Frederiksen at The Royal Danish Academy of Music, working on her Master’s degree. She is very active as an orchestra and chamber musician and is e.g. a member of the Elja Chamber Ensemble in Iceland, which is dedicated to innovative programming and performance. Anna plays frequently with the Iceland Symphony Orchestra and Copenhagen Phil in Denmark. Anna Elísabet plays a viola made by Yann Besson.
Cellist Hjörtur Páll Eggertsson currently pursues his Master’s program at The Royal Danish Academy of Music in Copenhagen under the guidance of Morten Zeuthen. He also studies conducting at the Malko Academy for Young Conductors, which operates in cooperation with the Danish National Symphony Orchestra. Hjörtur is a member of the Elja Chamber Ensemble as well as working frequently as a substitute player with the Iceland Symphony Orchestra. He plays a cello made in 2016 by the Icelandic luthier Hans Jóhannsson.