Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 26. júlí 2022 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Bryndís, Pamela og Guðríður |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Pemela í síma 866 8229 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Bryndís Guðjónsdóttir hóf söngnám árið 2009 í Tónlistarskóla Kópavogs hjá önnu Júlíönu Sveinsdóttur og lauk framhaldsprófi 2015. Þaðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði hjá Þóru Einarsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Bryndís útskrifaðist bæði með Bakkalár og Meistaragráðu cum laude í Oper und Musiktheater frá Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg þar sem hún lærði hjá Michèle Crider, Gernot Sahler og Alexander von Pfeil.Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega
Árið 2018 bar Bryndís sigur úr býtum í Dušchek keppninni í Prag og söng einnig sem sólisti í Gasteig í München undir stjórn Hansjörg Albrecht. Árið 2019 söng Bryndís með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Níundu Sinfóníu Beethovens undir stjórn Daniel Raiskin og einnig Folk Songs eftir Berio undir stjórn Michelangelo Galeati í Santa Cecilia í Róm, Salnum í Kópavogi og Hörpu. Árið 2021 hreppti Bryndís fyrsta sæti í Riccardo Zandonai keppni á Garda, Ítalíu og söng í undanúrslitum í Neue Stimmen, Belvedere og Vinjas söngkeppnunum.
Bryndís söng hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautu Mozarts í Berlínar Óperuakademíunni og Mrs. Julian í Owen Wingrave í Universität Mozarteum Salzburg. Af öðrum óperuhlutverkum hennar má nefna Servilia í Miskunnsemi Titós (La clemenza di Tito) eftir Mozart og Giulietta í Ævintýrum Hoffmans eftir Offenbach.
Pamela De Sensi tók einleikarapróf á flautu frá Conservatorio G. Perosi á Ítalíu 1998 og lauk Perfection Flutistic frá Accademia di Musica Fiesole í Florens árið 2000. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í kammertónlist cum laude frá Conservatorio Superiore di Santa Cecilia í Róm árið 2002. Einnig hefur hún sótt tíma hjá heimskunnum flautuleikurum svo sem C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og J. Galway.
Pamela hefur búið á Íslandi síðan 2003 og verið afar virk í íslensku tónlistarlífi, bæði sem flautuleikari og skipuleggjandi tónlistarviðburða og er sérlega fundvís á skemmtileg verkefni fyrir börn. Hún hefur komið fram víða um heim, bæði sem einleikari og í kammertónlist á fjölmörgum tónlistarhátíðum og röðum á Íslandi, Ítalíu og öðrum löndum Evrópu og einnig í Bandaríkjunum, Mexikó, Kína og Japan.
Pamelu var boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York 2009, International Flute Festival Flautissimo í Róm árin 2010, 2012 og 2015 og International Low Flute Festival í Washington 2018 þar sem hún flutti íslenska tónlist við góðan orðstír. Pamela lék inn á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur UTOPIA sem kom út 2017.
Guðríður Steinunn Sigurðardóttir hefur verið virk í tónlistarflutningi hér heima og erlendis í um fjóra áratugi. Hún hefur komið fram sem píanóleikari með ýmsum hljóðfæraleikurum, söngvurum og kórum og leikið með fjölmörgum tónlistarhópum og hljómsveitum. Guðríður hefur verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og meðal annars komið fram á vegum Tíbrár í Kópavogi, Listahátíðar í Reykjavík, Tónlistarfélagsins í Reykjavík, Kammersveitar Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbbsins. Erlendis hefur Guðríður leikið á tónleikum í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og á öllum Norðurlöndunum.
Guðríður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún við háskólann í Michigan í Ann Arbor og hlaut meistaragráðu í píanóleik árið 1980. Sama ár voru henni veitt fyrstu verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society for Musical Arts. Síðar sótti Guðríður einkatíma í píanóleik í Köln í Þýskalandi. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum.
Guðríður hefur komið að skipulagningu ýmissa tónlistarviðburða og lauk MBA námi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2007. Jafnframt tónleikahaldi kennir Guðríður píanóleik við Tónlistarskóla Kópavogs, er meðleikari strengja- og blásaranemenda og deildarstjóri píanódeildar skólans.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 26th, 2022 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Bryndís, Pamela and Guðríður |
A PDF version of the program when available Further information on this concert gives: Pamela tel. (354) 866 8229 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Soprano Bryndís Guðjónsdóttir received her Bachelors Degree summa cum laude from Universität Mozarteum Salzburg - Oper und Musiktheater in 2019 and Master´s Degree, also summa cum laude, from same university, where she studied with Professor Michèle Crider, Alexander von Pfeil and Gernot Sahler. Prior to moving to Salzburg, Bryndís studied at the Iceland University of the Arts with Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson and Ólöf Kolbrún Harðardóttir. While studying she received several scholarships including Gianna Szel scholarship in Austria, and the Richard Wagner Scholarship.
Bryndís has received several prizes for her performances, she won e.g. the first prize in the Riccardo Zandonai competition in Garda, Italy and Danubia Talents Liszt International Online Music Competition. In 2018 she won the Dušek competition in Prague and she was a semifinalist in the International Hans Gabor Belvedere Singing Competition, Belvedere competition and in Neue Stimmen.
Bryndís has appeared in e.g. Gasteig, Munich with the Salzburg Orchester Solisten and performed in the Icelandic Opera‘s Lunchtime Concert. Her operatic credits include Giulietta in Offenbach's Les contes d‘Hoffmann, Servilia in Mozart's La clemenza di Tito and Mrs. Julian in Benjamin Britten's Owen Wingrave at the Universität Mozarteum Salzburg and the Queen of the Night in Mozart‘s Die Zauberflöte at the Berlin Opera Academy.
Pamela De Sensi is an Italian born Icelandic flutist who studied the flute at Conservatorio G. Perosi and Accademia di Musica Fiesole and graduated cum laude with a Master’s degree from Conservatorio Superiore di Santa Cecilia in Roma 2002. Later she has taken classes with renowned flutists such as C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og J. Galway.
After moving to Iceland in 2003 she has been very active in the Icelandic music life, both as a performer and as organizer of musical activities. She has performed as a soloist, chamber musician and orchestral player at major halls and festivals throughout Italy and Iceland, as well as in other European countries, Mexico, America, China and Japan.
As an advocate for new music for the flute and the low flutes, Pamela has premiered many new works written especially for her and introduced new Icelandic music in Japan, Europe and the USA. She is the first-prize winner of various competitions and has frequently appeared on radio and television. In addition to her musical activities as a performer, Pamela has given flute and chamber-music master-classes in America, Mexico and regularly at Umbria Classica in Italy.
Guðríður Steinunn Sigurðardóttir has been an active pianist for more than four decades, as a soloist, chamber musician and accompanist. She has performed in various recital series including solo performances with the Iceland Symphony Orchestra where she also was an orchestral pianist for over twenty years. Guðríður has toured widely in Iceland and Canada, the United States, Germany, Switzerland and the Nordic Countries.
Guðríður earned her solo pianist’s degree from the Reykjavík College of Music in 1978. She continued her studies at the University of Michigan in Ann Arbor and graduated in 1980 with a Master´s degree in Piano Performance. That same year she received the Ann Arbor Society of Musical Arts Award. She has also taken private lessons in Cologne, Germany and participated in a number of master-classes. Guðríður holds an MBA (Master of Business Administration) degree from the University of Iceland. She is the Head of the piano department of the Kópavogur Music School which also includes teaching and accompanying students.