Fréttatilkynning um tónleika (English below) |
Prentmynd liggur að baki smámyndarinnar |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 5. júlí 2022 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Jóna, María Sól, Þóra og Eggert |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Eggert í síma 888 7517 Jóna í síma 694 7564 Þóra í síma 662 5254 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Jóna G. Kolbrúnardóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur og hélt þá til Vínarborgar. Þar nam hún við Tónlistarháskólann við leiðsögn Gabriele Lechner prófessors og lauk bachelor gráðu 2018. Síðan nam hún við Óperuakademíu Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn undir handleiðslu Helene Gjerris og Susanna Eken og útskrifaðist þaðan 2021 með meistaragráðu. Haustið 2020 fór hún með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni við Konunglegu Óperuna þar í borg. Þá hefur hún tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum, meðal annars hjá Anne Sofie von Otter, Christine Schäfer, Stephan Matthias Lademann og Regine Werner.Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega
Jóna hefur verið sýnileg í tónlistarlífinu hérlendis síðustu ár og meðal annars komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Frumraun hennar við Íslensku Óperuna var hlutverk Grétu í Hans og Grétu eftir Humperdinck 2018.
Jóna hefur mikinn áhuga á ljóðasöng og þeim töfrum og innblæstri sem ljóðin færa henni bæði í undirbúningsvinnunni og í tónleikasalnum. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika og vinnur sífellt að nýju efni í þeirri grein.
Eggert Reginn Kjartansson hóf söngnám árið 2007 við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Þórunni Guðmundsdóttur. Árið 2013 flutti hann til Vínarborgar þar sem hann hélt áfram tónlistarnámi við Musik und Kunst Privatuniversität der Stadt Wien undir leiðsöng Uta Schwabe og útskrifaðist haustið 2018. Hann tók þátt í ýmsum uppfærslum í skólanum, til dæmis sem Pygmalion í Die Schöne Galatee (Suppé), St. Brioche í Die Lustige Witwe (Lehár) og Baron Adolph von Reintal í Die Opernprobe (Lortzing). Veturinn 2019 ferðaðist hann um Austurríki og Þýskaland með óperettunni Gräfin Mariza (Kálmán) þar sem hann fór með hlutverk Baron Koloman Zsupán. Eggert hefur einnig sungið tenórsóló í Messías eftir Händel, Magnificat og H-moll messu Bachs og Níundu Sinfóníu Beethovens. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið þátt í barnaútgáfum af hinum ýmsu óperum í leikhúsinu í Baden bei Wien eins og Max í Der Freischütz (Weber), Belmonte í Die Entführung aus dem Serail (Mozart) og Alfredo í La Traviata (Verdi). Hann söng einnig í kórnum í fyrrnefndu leikhúsi áður en hann fluttist heim til Íslands vorið 2021.
María Sól Ingólfsdóttir sópran hóf að syngja í Barna- og Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar organista í Skálholti og kom oft fram sem einsöngvari á ýmsum tónleikum, meðal annars á Heimssýningunni í Japan árið 2005. Í kórnum hjá Hilmari kviknaði áhugi hennar á samtímatónlist og hefur það verið ríkjandi í hennar verkefnavali.
María Sól útskrifaðist með framhaldspróf úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2016 og bakkalárpróf í söng frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún hlaut viðurkenningu úr styrktarsjóði Halldór Hansens og hélt til frekara náms í Hollandi, Englandi og Þýskalandi. Hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum, óperum og hátíðum á sviði klassískrar- og samtímatónlistar seinustu ár, sungið burðarhlutverk í óperunum Sónötu, Gilitrutt og Ekkert er sorglegra en manneskjan og komið fram á tónlistarhátíðunum Óperudagar, Myrkir Músíkdagar, Sequence Art Festival og Norrænir Músíkdagar. María Sól hlaut Grímuna − íslensku sviðslistaverðlaunin sem söngvari ársins árið 2021 fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan. María Sól trúir því að tónlist sé galdur.
Þóra Kristín Gunnarsdóttir hefur komið fram á tónlistarhátíðum og tónleikum víðsvegar um Sviss og á Íslandi. Hér hefur hún meðal annars leikið á Sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns ÓIafssonar, Klassík í Vatnsmýrinni og Velkomin heim í Hörpu. Hún starfar aðallega sem meðleikari og í kammerhópum en á árinu 2021 kom hún einnig fram sem einleikari með ZHdK Strings í Sviss og í Hörpu auk þess að taka þátt í Beethoven tónleikaröð í Salnum í Kópavogi. Í Sviss hefur hún meðal annars komið fram á tónleikahátíðinni Chesa Planta Musiktage og á tónleikum á vegum Liedrezital Zürich. Síðastliðin þrjú ár hefur hún verið meðleikari á sumarnámskeiðum fyrir söngvara í Frakklandi.
Þóra hóf tónlistarnám sitt á Akureyri hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og lærði síðar hjá Peter Máté við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk meistaragráðu í píanókennslu og píanóleik með samspil sem aukagrein frá tónlistarháskólanum í Luzern árið 2017. Árið 2020 lauk hún annarri meistaragráðu í samspili og meðleik frá listaháskólanum í Zürich, þar sem aðalkennari hennar var píanóleikarinn Friedemann Rieger. Hún sótti einnig tíma í ljóðameðleik, meðal annars hjá Christoph Berner. Hún hefur sótt masterklassa námskeið hjá, meðal annarra, Thomas Hampson, Simon Lepper, Josef Breinl og Ewa Kupiec. Þóra kennir píanóleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 5th, 2022 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Jóna, María Sól, Þóra and Eggert |
A PDF version of the program when available Further information on this concert give: Eggert − Tel 888 7517 Jóna − Tel 694 7564 Þóra − Tel 662 5254 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Jóna G. Kolbrúnardóttir graduated from The Reykjavík School of Singing and Vocal Arts in 2014 under the guidance of Harpa Harðardóttir. She continued her studies at the University of Music and Performing Arts, Vienna and graduated with a B.A. degree in 2018, guided by of Prof. Gabriele Lechner. In 2021 she received her master's degree from the Opera Academy of the Royal Opera in Copenhagen under the guidance of Helene Gjerris and Susanna Eken. There she sang the role of Papagena in the Magic Flute at the Royal Opera. She has participated in various masterclasses, e.g. with Anne Sofie von Otter, Chritine Schäfer, Stephan Matthias Lademann and Regine Werner.
Jóna has been visible in as an artist in Iceland in recent years e.g. performing as a soloist in several concerts with the Iceland Symphony Orchestra. Her debut at the Icelandic Opera was the role of Gretel in Hansel and Gretel by Humperdinck in 2018.
Jóna is very interested in Lied singing and the magic and inspiration that the poems and music bring her, both in the work phase and later in the concert hall. She has given numerous Lied Recitals and is constantly working on new projects in that field.
Eggert Reginn Kjartansson began his musc studies in 2007 at the Reykjavík College of Music with Þórunn Guðmundsdóttir. In 2013 he moved to Vienna where he continued his studies at Musik und Kunst Privatuniversität der Stadt Wien, under the guidance of Uta Schwabe, and graduated in 2018. There he participated in various productions such as Pygmalion in Die Schöne Galatee (Suppé), St. Brioche in Die Lustige Witwe (Lehár), Baron Adolph von Reintal in Die Opernprobe (Lortzing). In 2019 he toured Austria and Germany where he embodied Baron Koloman Zsupán in the operetta Gräfin Mariza (Kálmán). Eggert has also sung the Tenor solo in Handel's Messiah, Bach's Magnificat and H-moll mass and Beethoven's 9th symphony. In the past few years he has taken part in various operas for children in the theatre in Baden bei Wien. They included Max in Der Freischütz (Weber), Belmonte in Die Entführung aus dem Serail (Mozart) and Alfredo in La Traviata (Verdi). He moved back to Iceland in the spring of 2021.
Soprano María Sól Ingólfsdóttir started singing in the Children and Chamber Choir of Biskupstungur in Iceland under the direction of Hilmar Arnar Agnarsson organist in Skálholt episcopal see. There she often appeared as a soloist e.g at the World's Expo Japan in 2005. Performing with the choir ignited her interest in contemporary music that has been dominant in her choice of projects.
María Sól graduated from the Reykjavík School of Singing and Vocal Arts in 2016 and received her bachelor's degree from the Iceland University of the Arts in 2019. Since then she has continued her studies in the Netherlands, England and Germany.
In recent years María Sól has worked on various projects, operas and festivals in the field of classical and contemporary music. She sang the main roles in the Icelandic operas Sónata, Gilitrutt and Nothing is more tragic than a Human Being for which she received the Icelandic Performing Arts Awards − Gríman as the Singer of the Year 2021. She has performed at various music festivals such as the Opera Days, Dark Music Days, Sequence Art festival and Nordic Music Days. María Sól believes that music is magic.
Þóra Kristín Gunnarsdóttir has performed frequently in Switzerland and Iceland in the past years, mostly accompanying singers and playing chamber music. She moved back to Iceland in 2021 after studying and working in Lucerne and Zürich for ten years. Since then she has played in various concert series, such as Verðandi in Akureyri, Velkomin heim in Harpa, Reykjavík and the Beethoven piano series in Kópavogur. In 2021 she also appeared as a soloist with ZHdK Strings in Reykjavík and Winterthur. She completed a Master’s degree in piano pedagogy in Lucerne and another Master's degree in Zürich in chamber music and song accompaniment. Her most important teachers include Friedemann Rieger, Christoph Berner, Yvonne Lang and Edward Rushton. During her studies she also attended master classes with Thomas Hampson, Simon Lepper, Josef Breinl and Ewa Kupiec.