Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 20. ágúst 2019 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Sólveig og Hrönn |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Sólveig í síma 849 4566 og Hrönn í síma 845 5089 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Sólveig Sigurðardóttir stundaði nám í píanóleik frá unga aldri og nam óbóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Söngnám hóf hún árið 2006 hjá Jóni Þorsteinssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk prófi í kórstjórn 2009. Hún fór til framhaldsnáms í tónlistarskólann í Utrecht í Hollandi og lauk þaðan B.Mus. gráðu í klassískum söng 2013. Kennarar hennar þar voru Jón Þorsteinsson og Charlotte Margiono. Einnig hefur hún stundað söngnám hjá Hlín Pétursdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Vorið 2018 lauk hún meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands, með söng sem aðalfag. Þá hefur hún tekið þátt í námskeiðum hjá Kristni Sigmundssyni og Gittu-Mariu Sjöberg. Í janúar 2018 hlaut hún önnur verðlaun og áhorfendaverðlaunin í söngkeppninni Vox Domini.
Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr. Tibor Szász og Hans-Peter Müller. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Tónlistarháskólans í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplómanámi sumarið 2007.
Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, meðal annars í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Grænlandi og á Íslandi, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold og hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Við Djúpið á Ísafirði, Myrkir músíkdagar og Berjadagar á Ólafsfirði. Hrönn kennir við Söngskólann í Reykjavík og Menntaskóla í Tónlist.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 20th, 2019 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Sólveig and Hrönn |
A
PDF version of the program Further information on this concert give: Sólveig tel (354) 849 4566 and Hrönn tel (354) 845 5089 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Soprano Sólveig Sigurðardóttir studied the piano from a young age. She studied piano and oboe, at the Reykjavík College of Music. In 2006 she started her singing studies with Jón Þorsteinsson at the National Church School of Music in Reykjavík where she received her diploma in Choral Conducting in 2009. She furthered her studies with Jón Þorsteinsson and Charlotte Margiono at the Utrecht Conservatory and graduated with a B.Mus. degree in classical singing in 2013. She has also studied with Hlín Pétursdóttir and Þórunn Guðmundsdóttir at the Reykjavík College of Music.
In 2018 Sólveig completed her Master's NAIP degree from the Iceland University of the Arts, with singing as her main focus. She has attended master-classes with Kristinn Sigmundsson and Gitta-Maria Sjöberg. Sólveig received 2nd prize at the Vox Domini singing competition in January 2018 and won the audience prize as well.
Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continued her studies in Germany at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg where her principal teachers were Professor Dr. Tibor Szász and Professor Hans-Peter Müller. She graduated in 2004 with a diploma in music performance, lied-accompaniment and music education. After that she studied with Professor Cornelis Witthoefft at the University of Music and performing Arts in Stuttgart and received her Master's degree from the faculty of lyrics in 2007.
Hrönn has given concerts and accompanied singers in Iceland and abroad. She frequently performs contemporary music, e.g. as a member of the Ísafold Chamber Orchestra in Reykjavík, at music festivals, such as the Dark Music Days in Harpa Concert House. This has included premiering of several works and recordings both for radio and CDs. Hrönn teaches at MÍT − the Reykjavík College of Music − and the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Art, where she has been the musical director of several student opera performances. She also visits elementary schools all around Iceland introducing the opera art form.