Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 13. ágúst 2019 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Ögmundur og Hlín |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Hlín Pétursdóttir í síma 697 4560 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran stundaði söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjaframhaldsnám við óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg. Að loknu námi starfaði hún um áratugs skeið sem söngkona í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Frakklandi og var meðal annars fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern 1995−97 og við Staatstheater am Gärtnerplatz í München 1997−2004. Meðal óperuhlutverka hennar eru Zerlina, Despina, Blonde, Erste Dame, Papagena, Olympia, Frasquita, Sophie og Fiakermilli, auk fjölda óperettuhlutverka. Hér heima hefur Hlín sungið hlutverk Musettu í La bohème eftir Puccini, Clorindu í öskubusku eftir Rossini og Ännchen í Galdraskyttunni eftir Weber.
Hlín kemur reglulega fram á kirkjutónleikum, og hefur sungið öll helstu verk kirkjubókmenntanna. Hún heldur ljóðatónleika, bæði hér heima og erlendis og syngur einnig kammermúsík og nútímatónlist. Hún hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands en starfar nú á Austurlandi og kennir við Tónlistarskólana á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Ögmundur Þór Jóhannesson lauk meistaragráðu 2008 með hæstu einkunn frá Universität Mozarteum í Salzburg og annarri meistaragráðu frá Maastricht Conservatorium í Hollandi árið 2012. Honum hafa hlotnast viðurkenningar og verðlaun, svo sem í hinni alþjóðlegu Agustín Barrios keppni í Suður-Frakklandi og árið 2011 hlaut hann verðlaun í alþjóðlegu gítarkeppnunum í Bangkok og í Tokyo. Árið 2005 var hann valinn styrkþegi Jean-Pierre Jaquillat minningarsjóðsins.
Ögmundur hefur komið fram á flestum tónleikaröðum og hátíðum á Íslandi, svo sem í Salnum í Kópavogi, á Myrkum Músíkdögum og Norrænum músíkdögum 2011. Erlendis hefur hann leikið einleik, meðal annars í Brasilíu, Chile, Ísrael, Kína, Taiwan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Rússlandi, Frakklandi, Austurríki og Þýskalandi. Hann hefur haldið námsskeið á Íslandi, Bandaríkjunum, Kína og Chile. Ögmundur er einn listrænna stjórnenda Midnight Sun Guitar Festival Reykjavík, og Myanmar International Guitar Festival. Hann er einn af stofnendum Global Guitar Institute í Hong Kong.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 13th, 2019 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Ögmundur and Hlín |
A
PDF version of the program Further information on this concert gives: Hlín Pétursdóttir tel (354) 697 4560 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
The soprano Hlín Pétursdóttir Behrens studied singing at the Reykjavík College of Music and the Hochschule für Musik und Theater in Hamburg. In the years 1992−2004 she performed in various opera houses in Germany, Austria, Switzerland and France and was under contract in Pfalztheater Kaiserslautern 1995−97 and Staathstheater am Gärtnerplatz 1997−2004. Her roles include Zerlina, Despina, Blonde, First Lady, Papagena, Olympia, Frasquita, Sophie and Fiakermilli, as well as numerous operetta roles. In Iceland she has sung the roles of Musetta in La Bohème, Clorinda in La Cenerentola and Ännchen in Freischütz. In concert she has sung all major works of the church music repertoire and in chamber music projects she concentrates on twentieth century music and contemporary works.
Hlín lives in Iceland and continues giving concerts in Iceland and abroad, concerts and Lied recitals. She has taught at the Reykjavík College of Music and the Iceland Academy of the Arts but now resides in East-Iceland, teaching in Egilsstaðir and Fellabær.
Ögmundur Þór Jóhannesson graduated with a Master's Degree from the Mozarteum University in Salzburg in 2008 and a second Master's Degree from the Conservatorium Maastricht in 2012. He is a prize-winner of several international guitar competitions, such as the Agustín Barrios International guitar competition in France, 2003. Ögmundur has performed at concert series in Europe, North and South America and the Middle East. Since 2013, he has been active in Asia and is invited regularly as a guest performer to guitar festivals in Myanmar, Thailand, Malaysia, Indonesia, Vietnam, Hong Kong and Mainland China.
Ögmundur's teaching includes master-classes at the Iceland Academy of the Arts, Washington University and Manhattan School of Music in USA and conservatories in Chile, Bangkok, Guangzhou and Tianjin. He is one of the artistic directors of the Midnight Sun Guitar Festival in Reykjavík and the Myanmar Guitar festival as well as one of the co-founders of the Global Guitar Institute and GFABRSM in Hong Kong.