Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 6. ágúst 2019 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Ísak, Martina, Finnur og Þóra |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Ísak í síma 845 9362 og Þóra Kristín í síma 662 5254 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Ísak Ríkharðsson hóf fiðlunám þriggja ára gamall og voru kennarar hans Lilja Hjaltadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir. Að loknu námi við Listaháskóla Íslands fór hann til framhaldsnáms hjá Rudolf Koelman prófessor við Tónlistarháskólann í Zürich, lauk MA námi 2017 og stundar nú nám við einleikaradeild skólans. Hann leikur reglulega með strengjasveit skólans, ZHdK Strings, bæði sem meðleikari og einleikari, á tónleikaferðum um Sviss, Ítalíu, Tyrkland, Taíland og Ísland. Ísak hefur sótt námskeið og einkatíma hjá Lara Lev, Philippe Graffin, Thomas Zehetmair, Julia Fischer, Alexander Kerr, Sigurbirni Bernharðssyni og Elfu Rún Kristinsdóttur auk annara.
Ísak hefur spilað með Sinfóníuhljómsveitinni í Liechtenstein og kammerhópnum Collegium Novum Zürich. Frá árinu 2012 hefur hann verið lausráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann var einn af vinningshöfum sólistakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og lék einleik með henni annan fiðlukonsert Prokofievs í janúar 2012. Hann hlaut verðlaun Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi árið 2017.
Martina Zimmerli lauk meistaranámi í sellóleik og hljóðfærakennslu frá háskólanum í Luzern í Sviss árið 2017. Þar lærði hún hjá sellóleikaranum Christian Poltéra. Á námsárunum sótti hún einnig tíma, meðal annars hjá Edward Rushton, Conradin Brotbek, Orfeo Mandozzi og Igor Karsko. Árið 2018 lauk hún námi frá Audiation Institut í Uster í Sviss. Tónlistarmiðlun er henni mikið hugðarefni og hún hefur tekið þátt í að þróa ýmsa viðburði í tónleikaröðinni Abendsfrüh í Zürich, og leikur einnig á selló á tónleikunum. Hún starfar sem sellókennari við tvo tónlistarskóla í Sviss, kennir tónlist á grunnskólastigi í LIPSchule Zürich og leiðir barna- og unglingakór í bænum Effretikon.
Þóra Kristín Gunnarsdóttir hóf tónlistarnám sitt á Akureyri hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og lærði síðar hjá Peter Máté við Tónlistarskólann í Reykjavík. Árið 2011 hóf hún framhaldsnám hjá Yvonne Lang í Luzern í Sviss og lauk þaðan meistaragráðu 2017 í píanókennslu og píanóleik með samspil sem aukagrein, og hlaut hæstu einkunn fyrir lokatónleika sína. Jafnframt sótti hún reglulega kammermúsíktíma, meðal annars hjá Igor Karsko og Edward Rushton. Haustið 2017 hóf hún nám í samspili og meðleik við listaháskólann í Zürich, þar sem aðalkennari hennar er píanóleikarinn Friedemann Rieger. Einnig sækir hún tíma hjá öðrum kennurum, meðal annarra Eckart Heiligers sem er píanóleikari Trio Jean Paul. Hún sækir einnig námskeið í einleik, ljóðaundirleik og kammertónlist.
Þóra hefur tvisvar hlotið styrki úr styrktarsjóði Birgis Einarssonar, 2014 og 2017, og styrki frá KEA 2011 og 2018. Samhliða náminu sinnir Þóra píanókennslu og kemur fram á tónleikum á Íslandi og í Sviss með hinum ýmsu söngvurum og hljóðfæraleikurum.
Finnur Ágúst Ingimundarson hefur numið í Þýskalandi, Noregi og Frakklandi, en leggur nú stund á meistaranám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur komið víða við á fjölbreyttum starfsferli, unnið á síldarvertíðum og í ferðaþjónustu, verið vetrarmaður á sauðfjárbúi og fengist við kennslu og þýðingar, svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur sungið í kórum bæði hérlendis og erlendis og er nú félagi í Kór Langholtskirkju.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 6th, 2019 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Ísak, Martina, Finnur and Þóra |
A
PDF version of the program Further information on this concert give: Ísak tel. (354) 845 9362 and Þóra Kristín tel (354) 662 5254 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Ísak Ríkharðsson began his Suzuki violin studies when he was three years old. After finishing his studies with Guðný Guðmundsdóttir at the Iceland Academy of the Arts, he went to Switzerland. Currently, he studies towards a soloist diploma at the Zürich University of the Arts (ZHdK) in the class of Prof. Rudolf Koelman after having finished BA and MA degrees from the same school. He has played with the University's chamber orchestra, ZHdK Strings, in their concerts in Switzerland, Italy, Turkey, Thailand and Iceland, both as a member and a soloist. He plays as a substitute with the Iceland Symphony Orchestra, Collegium Novum Zürich and Sinfonieorchester Liechtenstein.
Ísak has taken lessons and master-classes in Iceland, USA, the Netherlands, Switzerland and Spain, e.g. with Philippe Graffin, Lara Lev, Alexander Kerr, Thomas Zehetmair, Julia Fischer, Sigurbjörn Bernharðsson and Elfa Rún Kristinsdóttir. In 2012 Ísak won the Iceland Symphony Orchestra's Young Soloist Competition and performed Prokofiev's 2nd concerto with the orchestra.
Martina Zimmerli finished her Master's degree in cello performance and pedagogy in 2017 from the University of Music in Lucerne where she studied with Christian Poltéra. During her studies she also took lessons from Edward Rushton, Conradin Brotbek, Orfeo Mandozzi and Igor Karsko. In 2018, she graduated from the Audiation Institute in Uster Switzerland.
Martina is interested in many forms of music mediation and has developed many types of events for the concert series Abendsfrüh in Zürich, as well as performing there. She works as a cello teacher in two music schools in Switzerland, teaches music at an elementary school level in the LIPSchule Zürich and leads a children and youth choir in the town of Effretikon.
Þóra Kristín Gunnarsdóttir began her musical studies in Akureyri with Dýrleif Bjarnadóttir and later studied with Peter Máté at the Reykjavík College of Music. She moved to Lucerne in Switzerland in 2011 and completed her Master's degree in piano performance and pedagogy with chamber music as a minor subject in 2017 receiving a top mark in her final exam. Her teacher was Yvonne Lang, but she also attended the chamber music master-classes of Igor Karsko and Edward Rushton. In the fall of 2017, Þóra began her studies in chamber music and vocal accompaniment at the Zürich University of the Arts where her main teacher is Friedemann Rieger. She also takes lessons with Eckart Heiligers, pianist of Trio Jean Paul. She often attends master-classes for solo performance, vocal accompanying and chamber music.
Þóra teaches piano and performs in concerts both in Iceland and Switzerland with various singers and instrumentalists.
Finnur Ágúst Ingimundarson has studied in Germany, Norway and France, and is now pursuing his Master's degree in Icelandic studies at the University of Iceland. His variable occupations include working in the tourism and fish industry, as a shepherd, teacher and translator. He has sung in choirs, in Iceland and abroad, and is currently a member of the Langholtskirkja Choir in Reykjavík.