Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Ath. Kynning og tvennir tónleikar!
kynningarfyrirlestur:
    sunnudag 28. júlí kl. 16:00
tónleikar:
    mánudagskvöld   29. júlí kl. 20:30
    þriðjudagskvöld   30. júlí kl. 20:30

Aðgangseyrir:
tónleikar: kr. 2500
fyrirlestur: kr. 500
Selt við inn­gang­inn
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Viktor Urbancic
Viktor og Melitta
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Sibyl Urbancic í síma   0043 1 368 1343 til 25. júlí
eða íslenska númerið 844 0860 frá 27. júlí
og
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805


„Hugsað til Urbancics“ eftir P.K.P
Úr Organistablaðinu 1973

Svipmynd af tónskáldi

Kynningarfyrirlestur og tvennir tónleikar með verkum Viktors Urbancic

Vegna mikils áhuga á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefur verið ákveðið að halda tvenna tónleika með þeirri efnisskrá. Þeir fyrri verða á mánudagskvöld 29. júlí klukkan 20:30, en hinir síðari þriðjudagskvöldið á sama tíma og að vanda. Þar mun áheyrendum gefast kostur á að kynnast tónskáldinu Viktor Urbancic í gegnum sönglaga- og hljóðfæratónlist hans.

Sunnudaginn 28. júlí kl. 16:00 mun Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur og forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, flytja erindi um Viktor í safninu á Laugarnesi. Þar dregur Bjarki upp mynd af komu Viktors til Íslands árið 1938 og helstu störfum hans hér að tónlistarmálum. Leiknar verða upptökur með leik hans frá árinu 1946 og einnig brot úr verki eftir hann. Upptökuna frá árinu 1946 telur Bjarki ef til vill hafa heyrst einu sinni í útvarpi. Sýndar verða ljósmyndir úr albúmi fjölskyldunnar.

Á tónleikunum á mánudags- og þriðjudagskvöld má heyra sönglög eftir bæði Viktor og konu hans, Melittu Urbancic við ljóð Melittu í flutningi Kristínar Einarsdóttir Mäntylä mezzósópran og Ágústs Ólafssonar baritón. Undirleik annast Hólmfríður Sigurðardóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir.
    Árið 1934, á uppgangsárum nasista, samdi Viktor Fiðlusónötu númer 2, tilfinningaríkt og áhrifamikið verk sem Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Eva Þyri leika. Nokkuð víst er að þetta verk hefur aldrei heyrst áður á Íslandi.
    Niðjar Viktors og Melittu, sem búa í Vín, flytja tvö verk, kafla úr Sellópartítu og Litla svítu fyrir fiðlu, selló og píanó. Þau eru Michael Kneihs sem leikur á píanó og börnin hans tvö, Milena sem leikur á fiðlu og Símon, sem leikur á selló. Michael er sonur Sibyl dóttur Viktors og Melittu.

Viktor Urbancic fæddist í Vín 1903. Hann var hámenntaður tónlistarmaður, afburða píanisti, orgelleikari og tónskáld. Hann starfaði sem hljóðfæraleikari, hljómsveitar­stjóri, kennari og tónskáld í Þýskalandi og Austurríki allt til ársins 1938 er Hitler komst til valda í Austurríki. Þá flutti fjölskyldan til Íslands, því þau töldu eiginkonu hans Melittu, sem var einnig hámenntaður listamaður en af gyðinga ættum, ekki vært í Austurríki.
    Fyrir íslenskt tónlistarlíf var það hins vegar mikill fengur að fá hingað þennan afburða vel menntaða og harðduglega tónlistarmann. Hann sinnti kennslu, stóð fyrir og stjórnaði fyrstu óperuuppfærslum á Íslandi í Iðnó og síðan í Þjóðleikhúsinu, fann og þjálfaði söngfólk til að taka þátt í árlegum uppfærslum á helstu óratóríum og passíum vestrænnar tónlistarsögu. Einnig stjórnaði hann kór Tónlistarfélagsins og Hljómsveit Reykjavíkur. Um margra árabil var hann einn helsti meðleikari söngvara og annarra hljóðfæraleikara hér og lék með flestum þeim erlendu tónlistamönnum sem heimsóttu landið.
    Starfsaldur Viktors á Íslandi var aðeins 20 ár, en hann lést fyrir aldur fram 4. apríl 1958.Tónverkin sem flutt verða á þessum tónleikum eru öll samin áður en hann kom til Íslands og hafa fæst heyrst áður á Íslandi.
Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzósópran söng í kórum Langholtskirkju frá átta ára aldri og fékk þar sína fyrstu söngkennslu. Sem meðlimur Graduale Nobili söng hún inn á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Biophilia árið 2011 sem leiddi til tveggja ára tónleikaferðalags víða um heim. Hún útskrifaðist úr Söngskóla Reykjavíkur árið 2013 hjá Hörpu Harðardóttur og hóf haustið 2014 söngnám hjá Reginu Werner-Dietrich við Tónlistarháskólann í Leipzig. Kristín hlaut árið 2016 verðlaun Junge Stimmen Leipzig og í fyrra var hún valinn Bayreuth styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig og styrkþegi Yehudi Menuhin, Live Music Now Leipzig. Óperuhlutverk hennar eru meðal annars Fylgdarsveinn í Töfraflautunni, Blómastúlka í Brúðkaupi Fígarós, Nireno í Júlíusi Cesar eftir Händel og Óli Lokbrá í Hans og Grétu eftir Humperdinck.

Ágúst Ólafsson lauk meistaragráðu í söng við Síbelíusar Akademíuna í Finnlandi. Hann hóf atvinnuferilinn sumarið 2000 og hefur síðan sungið á tónleikum víða, til dæmis í Berlínarfílharmóníunni og Wigmore Hall í Lundúnum, og unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Hannu Lintu, Petri Sakari og Paul McCreesh. Hlutverk hans hjá Íslensku óperunni eru meðal annars titilhlutverkið í Sweeney Todd, Skugginn í Rake's Progress og Belcore í Ástardrykknum sem færði honum Grímuverðlaun sem Söngvari ársins 2009. Á síðustu árum hefur Ágúst sungið hlutverk séra Torfa í Ragnheiði Gunnars Þórðarsonar, Papagenó í Töfraflautunni, Fiorello í Rakaranum í Sevilla, Masetto í Don Giovanni og Angelotti í Toscu.
    Ágúst flutti ljóðaflokka Schuberts ásamt Gerrit Schuil á tónleikum Listahátíðar 2010 og hlutu þeir fyrir það Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins. Ágúst vann einnig til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist 2013.

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík. Hún nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðar til framhaldsnáms við Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff í Klettafjöllum Kanada. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðluleikara í New York borg.
    Haustið 2014 kom geisladiskurinn DIALOGUS út hjá MSR Classics í Bandaríkjunum með einleiksverkum í hennar flutningi, sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana. Maria Nockin, gagnrýnandi Fanfare Magazine, tilnefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðar endurútgaf sama útgáfufyrirtæki tvöfaldan geisladisk frá árinu 2008, þar sem hún lék allar sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Hólmfríður Sigurðardóttir hóf píanónám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Hún lærði síðan í Tónlistarháskólanum í München og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Að námi loknu settist hún að í Reykjavík og hóf störf við kennslu og píanóleik. Hún fór fljótlega að leika með söngvurum og hefur það verið aðalstarf hennar síðan, sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og með kórum og söngvurum á tónleikum hér heima og erlendis.

Eva Þyri Hilmarsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Helstu kennarar hennar voru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, John Damgård og Michael Dussek. Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka, meðal annars á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín, Young Composers Symposium í London og Óperudögum í Reykjavík. Hún lék einnig á yfir hundrað tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Song í Hörpu sem var tileinkuð íslenskum sönglögum.
    Í desember 2018 gaf hún út, ásamt Erlu Dóru Vogler, geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar í tilefni 100 ára afmælis hennar, og hlaut hann tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem diskur ársins 2018.

Michael Kneihs píanóleikari er dóttursonur Viktors Urbancics, fæddur í Vín og ólst þar upp. Hann nam við Tónlistarháskólann þar (MDW) klassískan píanóleik hjá prófessorunum Ossberger og Harrer, og jazzpíanóleik hjá Kohlich prófessor. Á árunum 1992-96 dvaldi hann í London og New York og aftur í New York árið 2000. Síðan 1997 hefur hann kennt við Tónlistarháskólann í Vín, bæði klassískan píanóleik og jazz.
    Michael kemur oft fram á hátíðum og klúbbum þar sem jazz, salsa og rytmi, brasilísk tónlist og blús eru flutt. Hann hefur leikið inn á þrjá geisladiska, Quintessence sem kom út hjá Mons Records og Voyace og Sonhos sem komu út hjá ATS Records. Michael hefur mikinn áhuga á tónlistaruppeldi og hefur haldið námskeið víða, meðal annars á Íslandi og í Kína.
    Börnin hans tvö sem með honum leika hér eru Milena Dörfler, fædd 2003 sem leikur á fiðlu, en lærir einnig á víólu og píanó og Símon Dörfler, sem er fæddur 2005 og leikur á selló. Þau hófu bæði sitt tónlistarnám fimm ára gömul og eru nú þegar margfaldir verðlaunahafar í hinum ýmsu tónlistarkeppnum. Þau eru nemendur í tónlistarmenntaskóla Vínarborgar.



Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a three events in Sigurjón Ólafsson Museum

Three events!
Seminar (in Icelandic):
    Sunday, July 28 at 4 pm

Concerts
    Monday, July 29 at 8:30 pm
    Tuesday, July 30 at 8:30 pm

Concert Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Viktor Urbancic

Viktor and Melitta
A PDF version of the program

Further information on this concert give:
Sibyl Urbancic tel. 0043 1 368 1343 until July 25
and after July 27, tel. 00354 844 0860
and
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 00354 863 6805

The composer Viktor Urbancic
Victor Urbancic moved to Iceland when the Nazi seizured power in Austria in 1938, and be­came one of the lead­ing figures in the clas­sical music scene here. Com­posit­ions, some of which have never been heard in Iceland, sung and per­form­ed by Kristín Einars­dótt­ir Mäntylä mezzo-soprano, Ágúst Ólafs­son bari­tone, Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir violin, pianists Hól­mfríð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir and Eva Þyri Hilm­ars­dótt­ir and Urbancic's de­scend­ants Michael Kneihs piano, Milena Dörfl­er violin and Simon Dörfler cello.
Kristín Einarsdóttir Mäntylä received her first singing lessons as a member of a children choir in Reykjavík. As a member of the choir Graduale Nobili she sang on Björk's Biophilia album, which was followed by a two year world tour. Kristín graduated from the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts in 2013 and studies now with Prof. Regina Werner-Dietrich at The University of Music in Leipzig. Kristín has appeared as a soloist on various occasions and frequently performs recitals in Iceland and Germany. In 2016 she received a price from the Junge Stimmen Leipzig and in 2018 she received the Bayreuth Stipendium from the Richard Wagner Verband and the Yehudi Menuhin - Live Music Now stipendium. Her opera roles include Child-spirit in the Magic Flute, the Flower Girl in the Marriage of Figaro, Nireno in Händel's Giulio Cesare and the Sleep Fairy in Humperdinck's Hänsel und Gretel.

Ágúst Ólafsson graduated with a Master's degree in singing at the Sibelius Academy in Finland. He began his professional career in the summer of 2000. Since then he has appeared at such venues as the Berliner Philharmonie and Wigmore Hall in London, and worked with conductors such as Hannu Lintu, Petri Sakari and Paul McCreesh. His roles at the Icelandic Opera are, among others, the title role in Sweeney Todd, Shadow in Rake's Progress and Belcore in the Elixir of Love, which brought him Gríman − The Icelandic Theatre Award in 2009. Recently, August has sung the roles of Rev. Torfi in the opera Ragnheiður by Gunnar Þórðarson, Papageno in the Magic Flute, Fiorello in the Barber of Seville, Masetto in Don Giovanni and Angelotti in Tosca.
    Ágúst received the Icelandic Music Award in 2010 along with pianist Gerrit Schuil for their performance of Schubert's Lieder and three years later Ágúst received the same award as the Singer of the Year in the classical and contemporary section.

Hlíf Sigurjónsdóttir was born in Denmark and grew up in Iceland and studied the violin with concertmaster Björn Ólafsson at the Reykjavík College of Music. She furthered her studies at the Universities of Indiana and Toronto, followed by two winters as a stipendiary at the Banff School of Fine Arts in Canada. Later she took private lessons in New York from the renowned violinist and teacher Gerald Beal.
    Hlíf has given numerous concerts both as a soloist and with various ensembles and orchestras. In 2014, MRS Classics released her disc DIALOGUS with works for solo violin, all of which were written for her. That disc has been highly acclaimed, e.g. by Voix des Arts, and one of Fanfare Magazine's critics, Maria Nockin, named it as one of the best CDs of the year 2015. In 2015 MSR Classics re-released the critically acclaimed 2-CD set of her playing the Sonatas and Partitas for solo violin by J.S. Bach, first released in 2008.

Pianist Hólmfríður Sigurðardóttir started her musical education at Ísafjörður Music School under the instruction of Ragnar H. Ragnar. She furthered her studies at the Hochschule für Musik in München, Germany, where she graduated with a performer's and teacher's degree. After her studies she settled in Reykjavík and started a career as a pianist and a teacher. Very soon her main occupation became playing with singers, as an accompanist at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and with choirs and solo singers. She has performed in numerous concerts both in Iceland and abroad.

Eva Þyri Hilmarsdóttir studied at the Reykjavík College of Music, the Royal Academy of Music in Aarhus and the Royal Academy of Music in London. There, she graduated with Distinction, and was awarded a DipRAM and the Christian Carpenter Piano Prize for an outstanding final recital. Her teachers were Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, Prof. John Damgård and Michael Dussek. Aside from giving solo recitals, Eva Þyri takes an avid interest in chamber music and Lied and has given numerous first performances of Icelandic and foreign compositions, appearing in festivals such as Dark Music Days in Reykjavík, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival in Berlin, Young Composers Symposium, London and Opera Days in Reykjavík. She also participated in over one hundred recitals dedicated to Icelandic music in the series Pearls of Icelandic Song in Harpa concert house.
    In December 2018 she and Erla Dóra Vogler, mezzo-soprano, released a CD with works for solo voice and piano by Jórunn Viðar, in celebration of her 100th birthday. The CD was nominated as Album of the Year at the Icelandic Music Award.

Pianist Michael Kneihs, grandson of Viktor Urbancic, was born in Vienna and grew up there. He attended the University of Music and Performing Arts, studying the classical piano with Professors Ossberger and Harrer, and jazz piano with Professor Kohlich. In the years 1992-96 he stayed in London and New York and again in New York in 2000. Since 1997 he has been teaching at the University of Music and Performing Arts in Vienna, both classical piano and jazz piano.
    Michael frequently performs in festivals and clubs with jazz, Brazilian music, Salsa and Rhythm&Blues. He has recorded three CDs; Quintessence released by Mons Records and Voyace and Sonhos released by ATS Records. He is very interested in musical education for talented youth and has given courses widely, including in Iceland and China.
    His two children playing with him here are Milena Dörfler born 2003 and Simon Dörfler born 2005, students at the Music High School of Vienna. Milena plays the violin but also studies the viola and piano. Simon plays the cello. Both of them began their musical studies at the age of 5, and are already many times prize winners in various competitions.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release