Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 23. júlí 2019 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Hildigunnur, Oddur og Guðrún Dalía
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Hildigunnur í síma 661 4174
og Guðrún Dalía í síma 693 3969

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Hrifning og höfnun
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 24. júlí næstkomandi.

Hildigunnur og Oddur stunduðu nám samtímis í Söngskólanum í Reykjavík og bæði héldu þau burtfarartónleika árið 2008. Á liðnu ári sungu þau saman í óperunni Hans og Grétu þar sem þau fóru með hlutverk foreldra barnanna.
    Hildigunnur og Guðrún Dalía hafa unnið mikið saman að undanförnu, nú síðast á Óperudögum í haust þar sem þær fluttu Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson og Stefán Hörð Grímsson.
    Þau Guðrún Dalía, Hildigunnur og Oddur leiða nú saman hesta sína og flytja meðal annars fjóra dúetta eftir Brahms, ópus 28, auk fleiri söngva og dúetta eftir Brahms, Schubert og Schumann. Lögin eiga það flest sameiginlegt að fjalla um höfnun eða hrifningu, hvort sem er á náttúrunni, ástinni eða ljóðinu.
Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Signýjar Sæmundsdóttur. Síðar stundaði hún framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi hjá Janet Williams og Jóni Þorsteinssyni. Hildigunnur lauk nýverið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Hún stjórnar kórum og leiðir tónlistarsmiðjur um allt land og syngur meðal annars með Schola Cantorum og Kór Íslensku óperunnar.
    Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari hérlendis sem og erlendis og af nýlegum verkefnum má nefna Klassíkina okkar, opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Messiah og Judas Maccabaeus eftir Händel, Mattheusarpassíuna, Jóhannesarpassíuna og Jólaóratoríuna eftir Bach og Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hún söng nýlega hlutverk móðurinnar í Hans og Grétu hjá Íslensku óperunni. Hildigunnur var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014 fyrir túlkun sína á sönglögum Karls O. Runólfssonar með kammerhópnum Kúbus.

Oddur Arnþór Jónsson barítón lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í óperu- og ljóðasöng við Mozarteum háskólann í Salzburg þar sem hann hlaut Lilli Lehmann viðurkenninguna fyrir framúrskarandi meistarapróf. Hann hefur sungið fjölda hlutverka við Íslensku óperuna og má þar nefna Don Giovanni, Figaro í Rakaranum frá Sevilla og Rodrigo í Don Carlo. Meðal annarra hlutverka hans eru Wolfram í Tannhäuser, Schaunard í La bohème, Prins Yeletsky í Pique Dame og Michael í Brothers eftir Daníel Bjarnason, en fyrir það hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 sem söngvari ársins. Sem ljóðasöngvari hefur hann komið fram á Schubert hátíðinni í Vilabertran á Spáni og Garnier óperunni í París. Á Íslandi hefur hann sungið einsöng með virtustu kórum landsins og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
    Af viðurkenningum sem Oddi hefur hlotnast má nefna Schubert verðlaunin og verðlaun sem besti ljóða- og óratóríu flytjandinn í Francesc Viñas keppninni í Barcelona. Hann sigraði í Brahms-keppninni í Pörtschach í Austurríki og varð þriðji í Schubert keppninni í Dortmund.

Guðrún Dalía Salómonsdóttir hóf píanónám 9 ára gömul hjá Steinunni Steindórsdóttur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og fór svo í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Guðríður St. Sigurðardóttir var kennari hennar. Þaðan hélt hún til náms við Tónlistarskólann í Stuttgart, hjá Wan Ing Ong, og útskrifaðist árið 2007 með hæstu einkunn. Framhaldsnám stundaði hún í París hjá Thérèse Dussaut. Guðrún Dalía hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þar á meðal fyrstu verðlaun í píanókeppni EPTA í Salnum í Kópavogi 2006.
    Út hafa komið tveir geisladiskar með leik hennar, Sönglög Jórunnar Viðar með Helgu Rós Indriðadóttur söngkonu og Gekk ég aleinn, lög Karls Ottós Runólfssonar með KÚBUS hópnum. Guðrún Dalía hefur leikið einleik með Ungfóníu og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og starfar sem meðleikari og píanókennari við Tónlistarskóla Garðabæjar.



Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 23rd, 2019 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Hildigunnur, Oddur and Guðrún Dalía
A PDF version of the program

Further information on this concert give:
Hildigunnur tel (354) 661 4174
and Guðrún Dalía tel (354) 693 3969

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Attraction and Rejection

Duets and songs by Brahms, Schubert and Schumann expressing attraction − and rejection.

Hildigunnur Einarsdóttir mezzo-soprano, Oddur Arnþór Jónsson baritone and Guðrún Dalía Salómonsdóttir piano

Mezzo-soprano Hildigunnur Einarsdóttir finished her ABSRM diploma at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts in 2010. She studied in Berlin with Janet Williams and Kathryn Wright in 2008−2009, and attended classes with Jón Þorsteinsson in Utrecht. She has appeared as a soloist with various orchestras in Iceland and abroad, with the focus on baroque music. Among the works she has sung are St. John Passion and Christmas Oratorio by Bach and The Messiah and Judas Maccabaeus by Händel.
    Hildigunnur has premiered numerous compositions by Icelandic composers and has given several Lieder recitals. In September 2018 she sang in a live broadcast with the Iceland Symphony Orchestra. She has performed with number of choirs, including Schola Cantorum, the Choir of the Icelandic Opera and the Choir Academy of Lübeck. She was nominated as the Singer of the Year 2014 at the Icelandic Music Award.

Baritone Oddur Arnþór Jónsson studied at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Mozarteum University Salzburg, where he graduated with distinction and was awarded the Lilli Lehmann Medal from the Mozarteum International Foundation. His opera roles include Rodrigo in Don Carlo, Figaro in Il Barbiere di Siviglia, Wolfram in Tannhäuser, Schaunard in La Bohème and Prince Yeletsky in Pique Dame. His oratorio repertoire includes Bach's Passions, B-minor Mass, Christmas Oratorio and cantatas such as Handel's Messiah and Solomon, Rossini's Petite Messe Solennelle and Puccini's Messa di Gloria. As a recitalist he has sung Winterreise and Schwanengesang by Schubert, and Mahler's Das Lied von der Erde and Lieder eines fahrenden Gesellen.
    In 2013 Oddur won first prize in the International Brahms Competition in Pörtschach, Austria, in 2014 he was awarded the Lied, Oratorio Performer and Schubert Prizes at the Francesc Viñas Competition in Barcelona and last year he was awarded the Singer of the Year by the Icelandic Music Award for his role as Michael in Daníel Bjarnason's opera, Brothers.

Born in Reykjavík, pianist Guðrún Dalía Salómonsdóttir studied at the Reykjavík College of Music and The State University of Music and the Performing Arts Stuttgart where she graduated in 2007. She continued her studies in Paris. Amongst her teachers were Guðríður St. Sigurðardóttir, Wan Ing Ong and Thérèse Dussaut. She performs regularly as soloist, chamber musician and frequently accompanying singers. In 2006 Guðrún Dalía won first price in the Icelandic EPTA-competition.
    Together with soprano Helga Rós Indriðadóttir she recorded a CD with songs by composer Jórunn Viðar, released in 2009. In 2014, in collaboration with KÚBUS chamber group, a disk was released with songs by Karl Ottó Runólfsson. Guðrún Dalía works as accompanist and piano teacher at Garðabær Music School.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release