Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 9. júlí 2019 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Agnes og Eva Þyri |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Agnes Thorsteins í síma 767 4228 Eva Þyri í síma 865 0167 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Að loknu námi í söng og píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar hélt Agnes Thorsteins til Vínarborgar. Hún nam við Universität für Musik und darstellende Kunst og útskrifaðist með BA-gráðu með láði vorið 2016. Hún hóf meistaranám við sama skóla, en tók sér hlé frá námi er hún fékk atvinnusamning við óperuhúsin Krefeld og Mönchengladbach og í tvö ár starfaði hún við óperustúdíó Niederrhein. Þar söng hún meðal annars Orfeo í Orfeo og Evridís, Hans í Hans og Grétu, Lola í Cavalleria Rusticana. Meðal annarra hlutverka Agnesar má telja Marcellinu og Cherubino í Brúðkaupi Fígarós, Sesto í La clemenza di Tito, Tolomeo í Giulio Cesare in Egitto, Carmen í samnefndri óperu og Grímu í Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar. Í september 2016 kom hún fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Agnes hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja, til dæmis Grand Prix verðlaun í þriðju alþjóðlegu tónlistarkeppninni í Limassol á Kýpur 2015 og Bayreuth-styrkinn frá Wagnerfélagi Íslands 2018. Í haust mun Agnes syngja í 9. sinfoníu Beethovens í Eldborg og á Listahátíð á næsta ári tekur hún þátt í flutningi Die Walküre eftir Richard Wagner.
Eva Þyri Hilmarsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Helstu kennarar hennar voru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, John Damgård og Michael Dussek. Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka, meðal annars á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín, Young Composers Symposium í London og Óperudögum í Reykjavík. Hún lék einnig á yfir hundrað tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Song í Hörpu sem var tileinkuð íslenskum sönglögum.
Í desember 2018 gaf hún út, ásamt Erlu Dóru Vogler, geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar í tilefni 100 ára afmælis hennar, og hlaut hann tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem diskur ársins 2018.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 9th, 2019 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Agnes and Eva Þyri |
A
PDF version of the
program Further information on this concert give: Agnes Thorsteins tel (354) 767 4228 Eva Þyri Hilmarsdóttir tel (354) 865 0167 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Mezzo-soprano Agnes Thorsteins finished her BA degree with distinction from the University of Music and Performing Arts in Vienna in 2016. She was accepted into a Master program, but took a break from her studies after receiving a contract for the Operastudio Niederrhein from combined theaters Krefeld and Mönchengladbach in Germany. Among her roles on the operatic stage are Orfeo in Orfeo ed Euridice, Hansel in Hansel and Gretel, Carmen, Lola in Cavalleria Rusticana, Marcellina and Cherubino the Marriage of Figaro and Sesto in La Clemenza di Tito. In 2016 Agnes appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra.
Awards and scholarships include the Grand Prix of the International Competition in Cyprus, Scholarship of Marinó Pétursson, Outstanding Musician Scholarship from the Arts- and Culture Management in Kópavogur as well as the famous Bayreuth-Scholarship from the Wagner Society of Iceland in 2018. This fall Agnes will sing in Beethoven's 9th Symphony and she will participate in performing Wagner's Valkyries in Reykjavík Arts Festival 2020.
Eva Þyri Hilmarsdóttir studied at the Reykjavík College of Music, the Royal Academy of Music in Aarhus and the Royal Academy of Music in London. There, she graduated with Distinction, and was awarded a DipRAM and the Christian Carpenter Piano Prize for an outstanding final recital. Her teachers were Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, Prof. John Damgård and Michael Dussek. Aside from giving solo recitals, Eva Þyri takes an avid interest in chamber music and Lied and has given numerous first performances of Icelandic and foreign compositions, appearing in festivals such as Dark Music Days in Reykjavík, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival in Berlin, Young Composers Symposium, London and Opera Days in Reykjavík. She also participated in over one hundred recitals dedicated to Icelandic music in the series Pearls of Icelandic Song in Harpa concert house.
In December 2018 she and Erla Dóra Vogler, mezzo-soprano, released a CD with works for solo voice and piano by Jórunn Viðar, in celebration of her 100th birthday. The CD was nominated as Album of the Year at the Icelandic Music Award.