Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 14. ágúst 2018 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Søren og Hlíf
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Síðustu tónleikar sumarsins í Sigurjónssafni:
Dægurlög og afþreying síns tíma


Søren Bødker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari spila létta og leikandi tónlist, þá sem vinsælust var í lok næstliðinnar aldar. Eru það jafnframt síðustu sumartónleikar Listasafnsins í ár.
    Fluttar verða sónötur eftir Niccolo Paganini, Rondo Capriccioso eftir Camille Saint-Saëns, nokkur þekktustu verk Fritz Kreislers og Pablo de Sarasate og einnig Gavotta úr einni af Partítum Bachs fyrir einleiksfiðlu, með undirleik eftir Robert Schumann. Søren hefur útsett flest verkin fyrir fiðlu og gítar.
Hlíf Sigurjónsdóttir nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni kon­sert­meist­ara og fór til fram­halds­náms hjá Franco Gulli við Há­skól­ann í Ind­iana og Lor­and Feny­ves við Há­skól­ann í Tor­onto í Kan­ada. Þá hlaut hún styrk til náms í tvo vet­ur við hið þekkta lista­setur Banff í Kletta­fjöll­um Kan­ada. Síð­ar nam hún hjá Ger­ald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar.
    Haust­ið 2014 kom geisla­disk­ur­inn DIALOGUS út hjá MSR Classics í Bandaríkjunum með ein­leiks­verk­um í henn­ar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Haust­ið 2015 endur­útgaf sama út­gáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá ár­inu 2008, þar sem hún lék all­ar són­öt­ur og part­ít­ur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Jo­hann Se­bast­ian Bach. Hafa báð­ir þess­ir disk­ar hlot­ið mik­ið lof gagn­rýn­enda.

Að loknu námi við Det Jyske Musik­kon­serva­tor­ium í Ár­ósum stund­aði Sør­en Bødk­er Mad­sen fram­halds­nám við Tón­listar­aka­dem­íuna í Basel og síð­ar Tón­listar­há­skól­ann í Vín, það­an sem hann út­skrif­aðist með láði árið 1984. Síð­ar nam Sør­en hjá Stepan Rak við tón­listar­aka­dem­íuna í Prag og einn­ig hefur hann tekið þátt í meist­ara­nám­skeið­um hjá Oscar Ghiglia, John Will­iams og Charl­es Sheit. Árið 1986 hlaut hann fyrstu verð­laun í al­þjóð­legu Kutná Hora gítar­keppn­inni í Tékkó­slóvak­íu, en þar kepptu yfir eitt hundr­að gítar­leik­ar­ar.
    Sør­en kem­ur víða fram á tón­leik­um í heima­landi sínu, Dan­mörku, og er­lendis, bæði sem ein­leik­ari og í gítar­dúó­un­um Black­birds og Duo Paga­nini. Frá ár­inu 1981 hefur hann kennt við tón­listar­skól­ann í Kold­ing og einn­ig hef­ur hann kennt gítar­leik og kennslu­fræði við Jóska Tón­listar­há­skól­ann í Ár­ós­um. Hann hefur gef­ið út fjölda geisla­diska og ver­ið með­höf­und­ur kennslu­bóka um gítar­leik. Sør­en sem­ur tón­list og er fær út­setj­ari, með­al ann­ars út­set­ur hann fyrir danska ríkis­út­varp­ið.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 14th, 2018 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Søren and Hlíf
PDF version of the program

Further information on this concert gives Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Last Concert of the Summer

Søren Bødker Madsen guitar and Hlíf Sigurjónsdóttir violin.
Program consists of Sonatas for violin and guitar by Niccolo Paganini, Rondo Capriccioso by Camille Saint-Saëns, some most popular pieces by Fritz Kreisler and Pablo de Sarasate. Also Gavotta from J.S. Bach's Partita BWV 1006 with accompaniment by Robert Schumann.
Most arrangements by Søren Bødker Madsen.

Hlíf Sigurjónsdóttir studied the violin with concertmaster Björn Ólafsson at the Reykjavík College of Music and furthered her studies at the Universities of Indiana and Toronto where her teachers were Franco Gulli and Lorand Fenyves, followed by two winters as a stipendiary at the Banff School of Fine Arts in Canada. Later she took private lessons in New York from the renowned violinist and teacher Gerald Beal.
    Hlíf has been fortunate over time to work with many of the leading musicians of the twentieth century, including the members of the Hungarian quartet. In 2014, MRS Classics released her solo violin disc DIALOGUS with works, all of which were written for her. That disc has been highly acclaimed, e.g. by Voix des Arts, and one of Fanfare Magazine's critics, Maria Nockin, has named it as one of the best CDs of the year 2015. In 2015 MSR Classics re-released the critically acclaimed 2-CD set of her playing the Sonatas and Partitas for solo violin by J.S. Bach, first released in 2008.

Søren Bødker Madsen was born in Denmark. He studied with Maria Kämmerling and Leif Christensen at the Royal Academy of Music in Aarhus and continued his studies in Basel and later the Hochschule für Musik und darstellende Kunst in Vienna. Here he was awarded unanimous vote of excellence at his final examination. He has also studied with Stepan Rak at the Music Conservatory in Prague. In 1986 he won the first prize at the International Kutná Hora guitar competition in Czechoslovakia in which more than 100 guitarists participated.
    As a soloist and a member of various guitar duos, Søren Bødker Madsen has recorded several CDs and DVDs, and performed in an extensive number of concerts both at home and abroad. Since 1981 he has been a teacher at Kolding Musikskole, and has taught the guitar and musical education at the Royal Academy of Music in Aarhus. He is the co-author of several guitar teaching books, and as composer and arranger he works e.g. for the Danish State Radio.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release