Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 31. júlí 2018 kl. 20:30 Miðasala við innganginn og í síma 553 2906 milli klukkan 13 og 17 alla daga fram að tónleikum. Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Jón, Björn og Gunnar |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Jón Rafnsson í síma 863 3177 Gunnar Þórðarson í síma 899 9932 og Björn Thoroddsen í síma 892 1483 Netsíða tríósins er: www.guitarislancio.is Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Gunnar Þórðarson hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna allt frá því hann stofnaði popphljómsveitina Hljóma í byrjun sjöunda áratugsins. Hann hefur samið hátt í 800 lög sem hafa verið gefin út á hljómplötum, auk tónlistar við fjölmargar kvikmyndir, söngleiki og leikverk, og stjórnað upptökum og útsett tónlist á fjölda hljómplatna. Á síðustu árum hefur hann snúið sér æ meir að tónsmíðum og útsetningum stærri verka. Árið 2013 var frumflutt ópera hans Ragnheiður, sem byggð var á sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti á 17. öld og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda víða um heim. Gunnari hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar á ferlinum og árið 2009 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu.
Björn Thoroddsen hefur í hartnær 40 ár verið einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum Íslands. Hann hefur gefið út marga diska undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna, s.s. Svare/Thoroddsen Trio og Cold Front, og hefur leikið með fjölda þekktra evrópskra tónlistarmanna. Má þar nefna Ole Kock Hansen, Mads Vinding, Niels-Henning Ørsted Pedersen, Nigel Kennedy, Alex Riel, Philip Catherine, Sylvain Luc, Didier Lockwood, Doug Raney, Ulf Wakenius og Jørgen Svare. Björn hefur leikið út um allan heim og hefur tónlist hans verið gefin út í Evrópu, í Norður- og Suður Ameríku og Asíu. Meðal listamanna sem Björn hefur unnið með má nefna Kazumi Watanabe, Richard Gillis, Leni Stern, Steve Kirby, P.J. Perry, James Carter, Prudence Johnson, Robben Ford, en með honum hefur Björn margoft komið fram sem sérstakur gestur á tónleikum.
Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferlinum, s.s. Jazztónlistarmaður ársins 2003 og Jazztónskáld ársins 2005 á Íslensku tónlistarverðlaununum og Bæjarlistamaður Garðabæjar 2002.
Jón Rafnsson hefur starfað við tónlist frá unglingsárum sínum. Tónlistarmenntunin var í fyrstu sjálfsnám á rafbassa með tilheyrandi spilamennsku, en frá 1976 og fram til ársins 1983 stundaði hann klassískt tónlistarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, á fiðlu, píanó og kontrabassa. Á árunum 1983 −1987 nam hann kontrabassaleik hjá Thorvald Fredin prófessor í Stokkhólmi auk náms við Tónlistarkennaraháskólann þar (Stockholms Musikpedagogiska Institut).
Allt frá því að Jón flutti heim frá Svíþjóð árið 1990 hefur hann verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og leikur jöfnum höndum hina ýmsu tónlistarstíla; jazz, blús, rokk og klassík. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska og er eftirsóttur bassaleikari og tónlistarkennari.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, Julyt 31st, 2018 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Jón, Björn and Gunnar |
PDF version of the program Further information on this concert give: Jón Rafnsson tel. 863 3177 Gunnar Þórðarson tel. 899 9932 and Björn Thoroddsen tel. 892 1483 Home Page: www.guitarislancio.is Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Gunnar Þórðarson has been in the forefront of Icelandic music as a composer and arranger since he formed the band Hljómar in the sixties. He has composed over 700 songs that have been recorded, written music for films and theater and produced numerous musical albums.
In recent years he has composed music for larger orchestras. His opera Ragnheiður was premiered in 2013, based on the true story of Ragnheiður Brynjólfsdóttir, the daughter of the 17th century bishop in Skálholt, Brynjólfur Sveinsson. The opera became the third most popular opera in the history of the Icelandic opera. Gunnar Þórðarson was awarded the Order of the Falcon, by the President of Iceland for his contribution to Icelandic music.
Björn Thoroddsen has for the last 30 yars been one of Iceland's leading jazz guitarists. He is the recipient of several Icelandic music awards, including Jazz Performer of the Year in 2003, and has released a number of critically acclaimed albums. Originally a rock musician, his attention soon turned towards jazz, and now Björn tours both as a soloist and with his bands all around the world, playing pop, jazz, rock, blues, country and whatever style of music he feels like playing at the time. Björn's bands include Cold Front with Canada's Richard Gillis besides the Guitar Islancio, which has the honor of being the first Icelandic jazz group to have a gold certificate album. Björn has also collaborated with musicians such as Niels-Henning Ørsted Pedersen, Kazumi Watanabe, Tommy Emmanuel, Al Di Meola, Robben Ford and Larry Coryell, to name a few.
Jón Rafnsson has been on the music scene since in his teens. He started his career in the mid seventies by playing with rock and dance bands around the south coast of Iceland. He then began classical training on the violin, piano and double bass from 1976-1983 and continued his double bass studies with Professor Thorvald Fredin in Stockholm, Sweden. Jón is also a qualified music teacher with a degree from the Stockholms Musikpedagogiska Institut (SMI). Since returning to Iceland from Sweden in 1990, Jón has been very active in the musical life of Iceland, performing jazz, blues, rock, classical music, playing in dance bands, for theatre shows, and taking part in many recordings. Jón has performed and recorded with many world renowned jazz musicians, including Philip Catherine, Didier Lockwood, Sylvain Luc, Kazumi Watanabe, Jørgen Svare, James Carter, Larry Coryell, Ulf Wakenius and Nils Landgren.