Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 24. júlí 2018 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Jane og Björg |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Björg í Brjánsdóttir í Síma 863 1503 og Jane Ade Sutarjo í Síma 618 0327 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Björg Brjánsdóttir lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2012 undir handleiðslu Hallfríðar Ólafsdóttur og Magneu Árnadóttur. Þaðan lá leið hennar til Oslóar þar sem hún útskrifaðist af einleikarabraut Tónlistarháskóla Noregs í Osló vorið 2017. Aðalkennarar hennar voru Andrew Cunningham og Per Flemström. Hún stundaði einnig nám við Tónlistarháskólann í München þar sem kennarar hennar voru Stephanie Hamburger og Natalie Schwaabe.
Björg spilar reglulega með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum hérlendis og erlendis samhliða kennslu og spunatónlist.
Jane Ade Sutarjo fæddist í Jakarta í árið 1989 og hóf tónlistarnám sitt þar. Haustið 2008 flutti hún til Íslands og hóf nám við Listaháskóla Íslands, á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og síðar Peter Máté. Í fyrrasumar lauk Jane meistaranámi við Tónlistarháskóla Noregs í Osló þar sem kennarar hennar voru Jens Harald Bratlie, Kathryn Stott og Liv Glaser.
Jane tekur virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og hefur komið víða fram bæði í kammertónlist og sem einleikari. Hún hélt sína fyrstu opinberu tónleika árið 2014 og sama ár lék hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2012 hlaut hún Minningarverðlaun Halldórs Hansen og vann fyrsta sæti í fimmtu EPTA píanókeppninni á Íslandi. Hún starfar sem einleikari, meðleikari og kennir píanóleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla Kópavogs.
Björg og Jane hafa spilað saman í nokkur ár og komið fram á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og í Noregi. Þær stunduðu nám samtímis við Tónlistarháskóla Noregs í Osló og sóttu þar marga einkatíma og hóptíma sem dúó. Þær eru báðar fluttar heim og halda áfram samspilinu hér á landi.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, Julyt 24th, 2018 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Jane and Björg |
A
PDF version of the
program Further information on this concert give: Björg í Brjánsdóttir tel. 863 1503 and Jane Ade Sutarjo tel. 618 0327 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Björg Brjánsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 2012 and has since then pursued further studies at the Norwegian Academy of Music in Oslo and the University of Music and Performing Arts Munich. Her main teachers were Per Flemström, Andrew Cunningham, Stephanie Hamburger and Natalie Schwaabe. She has performed with several orchestras and chamber groups and plays regularly with the Caput ensemble, the Iceland Symphony Orchestra and The Icelandic Opera. Björg has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, the Icelandic Youth Orchestra and the wind band Svanurinn. She is one of the founders of Elja, a new chamber orchestra in Iceland. Björg is also a teacher of Timani, meditation and body work for musicians.
Jane Ade Sutarjo was born in Jakarta, Indonesia. She began her musical education at early age, first on the piano and later, the violin. She moved to Iceland in 2008, and continued her music studies at the Iceland Academy of the Arts. She studied the violin under the guidance of Guðný Guðmundsdóttir and the piano with Nína Margrét Grímsdóttir and Peter Máté, receiving her bachelor degrees for both instruments. In 2017 she graduated from the Norwegian Academy of Music with a master's degree, after studying with Jens Harald Bratlie, Kathryn Stott and Liv Glaser. In the same year, she started working as an accompanist in various music schools in Reykjavík.
Jane has performed widely as a soloist, accompanist and in various chamber music groups. In 2011 she performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra. She won the first prize in the fifth EPTA Iceland piano competition in 2012.
Björg and Jane have played as a duo for a couple of years and performed together in various concerts in Iceland and Norway. They studied chamber music together as a duo at the Norwegian Academy of Music in Oslo in 2016/17 and have continued the collaboration in Iceland since.