Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 24. júlí 2018 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Jane og Björg
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Björg í Brjánsdóttir í Síma 863 1503
og Jane Ade Sutarjo í Síma 618 0327

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Franskir tónar á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns
Björg Brjánsdóttir flautuleikari og Jane Ade Sutarjo píanó­leikari flytja Sónötu fyrir flautu og píanó eftir Franc Poulenc; Air Vaudois og Andante et Allegro eftir Mel Bonis. Þá flytja þær Sónötu eftir Claude Deb­ussy sem sam­in var fyrir fiðlu og píanó, en er út­sett fyrir flautu og píanó.
    Tón­leik­arn­ir hefj­ast að vanda klukk­an hálf níu og standa í rétta klukku­stund.

Björg Brjáns­dóttir lauk fram­halds­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík vor­ið 2012 und­ir hand­leiðslu Hall­fríð­ar Ólafs­dótt­ur og Magn­eu Árna­dótt­ur. Það­an lá leið henn­ar til Osló­ar þar sem hún út­skrif­að­ist af ein­leikara­braut Tón­listar­há­skóla Noregs í Osló vorið 2017. Aðal­kenn­ar­ar henn­ar voru And­rew Cunn­ing­ham og Per Flem­ström. Hún stund­aði einn­ig nám við Tón­listar­há­skól­ann í Mün­chen þar sem kenn­ar­ar henn­ar voru Step­hanie Ham­burg­er og Nat­alie Schwaabe.
    Björg spil­ar reglu­lega með ýms­um kammer­hóp­um og hljóm­sveit­um hér­lend­is og er­lend­is sam­hliða kennslu og spuna­tón­list.

Jane Ade Sutarjo fædd­ist í Jakarta í árið 1989 og hóf tón­listar­nám sitt þar. Haust­ið 2008 flutti hún til Ís­lands og hóf nám við Lista­há­skóla Ís­lands, á fiðlu hjá Guð­nýju Guð­munds­dótt­ur og á píanó hjá Nínu Mar­gréti Gríms­dótt­ur og síð­ar Pet­er Máté. Í fyrra­sum­ar lauk Jane meist­ara­námi við Tón­listar­há­skóla Nor­egs í Osló þar sem kenn­ar­ar henn­ar voru Jens Harald Bratlie, Kath­ryn Stott og Liv Glas­er.
    Jane tek­ur virk­an þátt í ís­lensku tón­listar­lífi og hef­ur kom­ið víða fram bæði í kammer­tón­list og sem ein­leik­ari. Hún hélt sína fyrstu opin­beru tón­leika árið 2014 og sama ár lék hún ein­leik með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands. Ár­ið 2012 hlaut hún Minn­ingar­verð­laun Hall­dórs Han­sen og vann fyrsta sæti í fimmtu EPTA píanó­keppn­inni á Ís­landi. Hún starf­ar sem ein­leik­ari, með­leik­ari og kenn­ir píanó­leik við Tón­skóla Sig­ur­sveins D. Kristins­son­ar og Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs.

Björg og Jane hafa spilað sam­an í nokk­ur ár og kom­ið fram á fjöl­mörg­um tón­leik­um á Ís­landi og í Nor­egi. Þær stund­uðu nám sam­tímis við Tón­listar­háskóla Nor­egs í Osló og sóttu þar marga einka­tíma og hóp­tíma sem dúó. Þær eru báð­ar fluttar heim og halda áfram sam­spil­inu hér á landi.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
Julyt 24th, 2018 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Jane and Björg
A PDF version of the program

Further information on this concert give:
Björg í Brjánsdóttir tel. 863 1503
and Jane Ade Sutarjo tel. 618 0327

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Flute and Piano in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday
Björg Brjánsdóttir flute and Jane Ade Sutarjo piano perform Sonata for flute and piano by Franc Poulenc, Air Vaudois and Andante et Allegro by Mel Bonis and Sonata for violin and piano by Claude Debussy, ar­ranged for flute and piano. Tues­day Night, July 24th at 8:30 pm.
Björg Brjánsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 2012 and has since then pursued further studies at the Norwegian Academy of Music in Oslo and the University of Music and Performing Arts Munich. Her main teachers were Per Flemström, Andrew Cunningham, Stephanie Hamburger and Natalie Schwaabe. She has performed with several orchestras and chamber groups and plays regularly with the Caput ensemble, the Iceland Symphony Orchestra and The Icelandic Opera. Björg has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, the Icelandic Youth Orchestra and the wind band Svanurinn. She is one of the founders of Elja, a new chamber orchestra in Iceland. Björg is also a teacher of Timani, meditation and body work for musicians.

Jane Ade Sutarjo was born in Jakarta, Indonesia. She began her musical education at early age, first on the piano and later, the violin. She moved to Iceland in 2008, and continued her music studies at the Iceland Academy of the Arts. She studied the violin under the guidance of Guðný Guðmundsdóttir and the piano with Nína Margrét Grímsdóttir and Peter Máté, receiving her bachelor degrees for both instruments. In 2017 she graduated from the Norwegian Academy of Music with a master's degree, after studying with Jens Harald Bratlie, Kathryn Stott and Liv Glaser. In the same year, she started working as an accompanist in various music schools in Reykjavík.
    Jane has performed widely as a soloist, accompanist and in various chamber music groups. In 2011 she performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra. She won the first prize in the fifth EPTA Iceland piano competition in 2012.

Björg and Jane have played as a duo for a couple of years and performed together in various concerts in Iceland and Norway. They studied chamber music together as a duo at the Norwegian Academy of Music in Oslo in 2016/17 and have continued the collaboration in Iceland since.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release