Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 10. júlí 2018 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Eva Þyri og Lilja |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Eva Þyri í síma 865 0167 eða Lilja í síma 662 0391 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Lilja Guðmundsdóttir ólst upp á Kópaskeri og nam við Tónlistarskólann á Akureyri, Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík og Konservatorium Wien Privatuniversität í Austurríki. Þaðan lauk hún meistaraprófi haustið 2015 með fyrstu einkunn. Hennar helstu kennarar voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Uta Schwabe.
Meðal sönghlutverka Lilju í Vín má nefna Suor Osmina og Le Novizie í Suor Angelica, í Theater an der Wien og Næturdrottninguna í uppfærslu Oh!pera á Töfraflautunni sumarið 2014. Hér heima hefur Lilja sungið hlutverk Donnu Elviru úr Don Giovanni, Frasquitu í Carmen, 2. Niece í Peter Grimes og Madame Herz í Der Schauspieldirektor. Þá hefur Lilja komið fram sem einsöngvari með Festival Orchestra Wien í níu borgum í Finnlandi og á tónleikum í Sofiu í Búlgaríu. Hún hefur sungið á óperutónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2017 var hún einsöngvari á tónleikum Salon Islandus.
Eva Þyri Hilmarsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og the Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn og hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Helstu kennarar hennar voru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, John Damgård og Michael Dussek.
Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri verið virk í flutningi kammer- og ljóðatónlistar og hefur þar að auki frumflutt fjölda íslenskra og erlendra tónverka, meðal annars á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín og Young Composers Symposium í London. Hún lék einnig á yfir hundrað tónleikum í Hörpu, í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Song, sem var tileinkuð íslenskum sönglögum.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 10th, 2018 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Eva Þyri and Lilja |
A
PDF version of the
program Further information on this concert give: Eva Þyri, tel. 865 0167 or Lilja tel. 662 0391 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Lilja Guðmundsdóttir studied the flute and piano in her home town, Kópasker North-Iceland, and singing at the Akureyri Music School, the Sigurður Demetz School of Singing in Reykjavík and at the Konservatorium Wien Privatuniversität. Twice she received scholarships from Dalton Baldwin, and she has participated in master classes with Barbara Bonney, Roger Vignoles, Lorraine Nubar, Galina Pisarenko and Angelika Kirschlager.
Lilja has sung the roles of Donna Elvira in Don Giovanni in Reykjavík, Suor Osmina and Le Novizie in Suor Angelica by Puccini at the Theater an der Wien, Frasquita in Carmen at the Icelandic Opera and the Queen of the Night in Mozart's Magic Flute in Casino Baumgarten in Vienna. In 2015 she sang 2. Niece in Peter Grimes with the Icelandic Opera. Lilja has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Salon Islandus and the Vienna Festival Orchestra.
Eva Þyri Hilmarsdóttir studied at the Reykjavík College of Music, the Royal Academy of Music in Aarhus, Denmark, and the Royal Academy of Music in London. There she graduated with Distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpenter Piano Prize for an outstanding final recital. Her teachers were Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, Prof. John Damgård and Michael Dussek.
Aside from giving solo recitals, Eva Þyri takes an avid interest in chamber music and Lieder and has premiered numerous compositions, appeared in festivals such as Dark Music Days in Reykjavík, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival in Berlin and Young Composers Symposium, London. She also participated in over one hundred recitals dedicated to Icelandic music in the series Pearls of Icelandic Song in Harpa Concert House.