Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Hlíf Sigurjónsdóttir Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 1. ágúst 2017 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Erik, Valgerður, Guðjón og Helga Laufey |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Valgerður í síma 695 0976 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Kvartettinn Kurr hefur starfað saman í rúmt ár og leitast við að færa þjóðlög, dægurlög og tangóa í nýjan búning. Efnisskráin er að nokkru leyti spunnin og undir áhrifum jazztónlistar. Verkefnavalið er líflegt og fjölbreytt og hefur fengið góðar viðtökur á tónleikum, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni.
Valgerður Guðnadóttir nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kolbrúnu Sæmundsdóttur og útskrifaðist þaðan vorið 1998. Haustið 1999 hélt hún til London og nam söng hjá Lauru Sarti prófessor við Guildhall School of Music & Drama. Söngferill Valgerðar hófst er hún, 18 ára, fór með hlutverk Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu. Síðan þá hefur hún sungið og leikið á ýmsum vettvangi, t.d. hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Íslensku Óperunni. Hún hefur einnig komið fram sem einsöngvari hér heima og erlendis, m.a. á opnunarhátíð Hörpu og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Valgerður hefur farið með mörg hlutverk, allt frá söngleikjum til óperu og má þar nefna Fantine í Vesalingunum, Papagenu í Töfraflautunni, Mercedes í Carmen og Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós. Fyrir túlkun sína á Maríu í Söngvaseiði hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins og hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 fyrir hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla hjá Íslensku Óperunni.
Helga Laufey Finnbogadóttir lauk burtfararprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði síðan framhaldsnám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam, fyrst í klassískri tónlist, en söðlaði yfir í jazzdeild skólans og útskrifaðist þaðan 1994. Hún hefur starfað við marga tónlistarskóla sem undirleikari, m.a. við Söngskólann í Reykjavík, söngdeild Tónlistarskóla FÍH, Domus Vox, Tónskóla Sigursveins og Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz auk þess að kenna á píanó við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi. Hún hefur tekið þátt í tónleikum innanlands og erlendis meðal annars í Norræna húsinu, á Gljúfrasteini og Múlanum.
Guðjón Steinar Þorláksson lauk burtfararprófi á kontrabassa frá Tónlistarskóla Kópavogs og kennaraprófi frá Kennaraháskólanum í Reykjavík. Hann hefur kennt við Tónskólann Do Re Mí frá árinu 1995 og Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi frá árinu 1996 þar sem hann er aðstoðarskólastjóri. Guðjón hefur spilað jöfnum höndum klassíska tónlist, dægurtónlist og jazztónlist með hinum ýmsu tónlistarmönnum hér á landi. Hann hefur meðal annars komið fram á Múlanum, Stofutónleikum á Gljúfrasteini og í Norræna húsinu.
Erik Qvick stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Ingesund í Svíþjóð og lauk meistaragráðu 1998. Aðalkennarar hans þar voru Terje Sundby, Magnus Gran og Raymond Strid. Þá hélt hann til Gautaborgar og lék þar með jazz- og blústónlistarmönnum, m.a. inn á plötur hjá trompettleikaranum Lasse Lindgren, The Instigators. Árið 2000 flutti hann til Reykjavíkur og hefur kennt þar síðan við Tónlistarskóla FÍH. Erik hefur spilað með, og leikið inn á plötur með vel flestum íslenskum jazztónlistarmönnum og einnig komið fram í sjónvarpi og útvarpi.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 1st, 2017 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Erik, Valgerður, Guðjón and Helga Laufey |
A
PDF version of the program Further information on this concert gives: Valgerður tel. 695 0976 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Singer Valgerður Guðnadóttir graduated from the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts in 1998 and furthered her studies in London with Professor Laura Sarti at the Guildhall School of Music & Drama. She began her singing career 18 years old with the role of Maria in West Side Story at the National Theatre of Iceland. Since then she has been very active on the music scene, performing in Iceland and abroad. She has made appearances in various musicals and operas, sung e.g. the role of Fantine in Les misérables, Papagena in the Magic Flute, Mercedes in Carmen and Barbarina in the Marriage of Figaro.
For Valgerður's interpretation of Maria in Sound of Music she received Gríman − the Icelandic Theatre Award. The Icelandic Music Award nominated her as the Female Singer of the Year 2016 in category of classical and contemporary music for her role of Bertha in the Barber of Seville.
Pianist Helga Laufey Finnbogadóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1986. She continued her classical piano studies at the Sweelinck Conservatory in Amsterdam, but moved over to the jazz department and graduated from there in 1994. Since then she has been active on the music scene, playing jazz and classical music with various musicians in Iceland and abroad. She accompanies and teaches at several music schools in the Reykjavík area.
Guðjón Steinar Þorláksson graduated as a bass player from Kópavogur Music School and as a teacher from the Iceland College of Education. He has been teaching music since 1995 and is now the assistant principal at the Music School of Seltjarnarnes. He has played classical music, jazz and pop at many music venues with various musicians.
Drummer Erik Qvick graduated with a Masters degree from the Conservatory of Ingesund, Sweden in 1998 and worked after that in Gothenburg with various jazz and blues players. He recorded there with the trumpet player,Lasse Lindgren.
Erik moved to Reykjavík in 2000 and has since been teaching at the FÍH Music School. He has recorded with most of the prominent Icelandic jazz players, and has been heard, or seen, on radio and television on many occasions.