Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Hlíf Sigurjónsdóttir Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 25. júlí 2017 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Guðrún, Elmar og Anna Guðný |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Guðrún í síma +49 17 32 30 35 19 (eftir 21. júlí í síma 849 7748) og Anna Guðný í síma 899 5123 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Guðrún Ingimarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og hjá prófessor Veru Rozsa í London og síðan í Tónlistarháskólanum í Stuttgart þar sem hún naut leiðsagnar hinnar heimsþekktu söngkonu Sylviu Geszty. Þá hefur hún sótt allmörg söngnámskeið, meðal annars hjá Robin Bowman, Janet Perry og Elly Ameling. Undanfarið hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og víðar í Evrópu og sungið veigamikil hlutverk í óperuuppfærslum í Sviss og Englandi auk Þýskalands og Íslands. Meðal óperuhlutverka sem hún hefur sungið er Despina í Cosi fan tutte, Blondchen í Brottnáminu úr kvennabúrinu, Næturdrottningin í Töfraflautunni, Gréta í Hans og Grétu, Titania í Álfadrottningunni eftir Purcell, Kurfürstin í Fuglafangaranum og Adele í Leðurblökunni.
Guðrún hefur komið fram á fjölda tónleika og tónleikauppfærslum ópera víða vestan hafs og austan. Óperettutónlist hefur einnig verið snar þáttur í starfi Guðrúnar og hún hefur sungið á vel yfir 100 Vínaróperettutónleikum hérlendis, víða um Þýskaland, Austurríki og Sviss.
Eftir að Elmar Gilbertsson tenór útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007 fór hann til framhaldsnáms við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega Tónlistarháskólann í Haag. Kennarar hans þar voru Jón Þorsteinsson og Peter Nilson. Að því loknu var hann ráðinn að Óperustúdíói Hollensku óperunnar til tveggja ára. Síðan þá hefur hann starfað mikið við óperuna í Maastricht og verið lausráðinn við óperuhús víðsvegar um Evrópu og hefur sungið þar mörg þekktustu tenórhlutverk óperunnar.
Elmar hlaut Grímuverðlaunin í flokknum söngvari ársins, fyrir hlutverk Daða í óperunni Ragnheiður hjá Íslensku óperunni snemma árs 2014, og aftur árið 2016 fyrir hlutverk Don Ottavio í óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Elmar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar, og var aftur sæmdur sömu verðlaunum 2017 fyrir hlutverk Lensky í óperunni Evgení Onegín í uppsetningu Íslensku óperunnar.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Post Graduate Diploma frá Guildhall School of Music & Drama í London þar sem hún lagði áherslu á kammermúsík og meðleik með söng. Frá árinu 1982 hefur hún tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og er einn eftirsóttasti píanóleikari landsins. Anna Guðný hefur oft komið fram sem einleikari, m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og með kammersveitum og sem meðleikari söngvara. Hún hefur reglulega leikið á Listahátíð í Reykjavík, í tónleikaröð Salarins í Kópavogi, á Reykholtshátíð, Reykjavík Midsummer Music og víðar. Þá hefur hún leikið inn á fjölda hljómplatna og diska. Anna Guðný er fastráðinn píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, píanóleikari Kammersveitar Reykjavíkur og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Anna Guðný var kjörinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2002 og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2008.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 25th, 2017 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Guðrún, Elmar and Anna Guðný |
A
PDF version of the program Further information on this concert give: Guðrún, tel. +49 17 32 30 35 19 (after July 21st 849 7748) and Anna Guðný, tel. 899 5123 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Soprano Guðrún Ingimarsdóttir began her vocal training at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts. She furthered her studies with Professor Vera Rozsa at the Mayer-Lismann Opera Center in London and at the Music Conservatory in Stuttgart, where she studied with Professor Sylvia Geszty. She has attended classes with singers, such as Robin Bowman, Janet Perry and Elly Ameling. Her opera credits include Romilda in Händel's Xerxes,Gretel in Humperdinck's Hansel and Gretel, Adele in J. Strauss' Die Fledermaus, the Mozart's roles: Despina (Cosi fan tutte), Blonde, (Il Seraglio) and the Queen of the Night (the Magic Flute).
Guðrún is a distinguished concert singer and has performed in numerous countries around the world. She has also performed well over 100 Operettas with different Orchestras. She has appeared at the Johann Strauss Society in Germany and received a special recognition at the International Erika Köth Competition 1996.
After graduating from the Sigurður Demetz School of Singing in 2007, tenor Elmar Gilbertsson furthered his singing studies at the Amsterdam Music Academy and the Royal Conservatoire of the Hague. His teachers included Jón Þorsteinsson and Peter Nilson. The two years following his graduation he was employed by the Opera Studio Nederland in Amsterdam. Since then he has worked extensively at the Maastricht Opera and freelanced at opera houses throughout Europe, performing many of the most prominent tenor roles of the opera.
For his interpretation of Daði in the Icelandic opera Ragnheiður, Elmar received Gríman − the Icelandic Theatre Award in 2014 and again in 2016 for the role of Don Ottavio in Don Giovanni. Elmar received the Icelandic Music Award in 2014 as the Male Singer of the Year in the category of classical and contemporary music. Again he was honoured by the same award in 2017 for Lensky's role in the opera Evgení Onegín in the Icelandic Opera.
Anna Guðný Guðmundsdóttir completed her soloist diploma from the Reykjavík College of Music and continued her studies in London at the Guildhall School of Music & Drama, where she received her Postgraduate diploma with a focus on chamber music and lieder accompaniment. Anna has worked in Iceland since and stands as one of the country's most sought after performers. She has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and worked with various groups, such as the Reykjavík Chamber Orchestra, and a number of other ensembles and singers. Her performances with numerous artists can be heard on approximately 30 CDs. Anna Guðný taught at the Iceland Academy of the Arts from its foundation in 2001 until 2005 when she was appointed pianist with the Iceland Symphony Orchestra.
Anna Guðný received the Icelandic Music Award in 2009 as Performer of the Year.