Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Hlíf Sigurjónsdóttir Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 18. júlí 2017 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Sólveig og Sergio |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Sólveig í síma 655 3737 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1989. Hún byrjaði að syngja á unga aldri og hefur haft yndi af söng síðan. Hún lærði hér hörpuleik hjá Marion Herrera og Sophie Schoonjans uns hún hélt utan til náms haustið 2009 til Cardiff í Wales. Þar lauk hún bakkalárnámi í klassískum hörpuleik við Royal Welsh College of Music & Drama með Caryl Thomas sem aðalkennara. Hún naut einnig leiðsagnar Meinir Heulyn og Valerie Aldrich-Smith. Fyrstu kynni hennar af þríraðahörpu voru í gegnum velska hörpuleikarann Robin Huw Bowen sem hún sótti nokkra tíma til. Þetta vakti áhuga hennar á eldri gerðum hörpunnar og til þess að fræða sig frekar í þeim efnum hóf Sólveig meistaranám í sögulega upplýstum flutningi á slíkar hörpur við Hochschule für Künste í Bremen í Þýskalandi. Þar var aðalkennari hennar Margit Schultheiß. Sólveig lauk námi þar í júlí 2016 og starfar nú í Bremen og nágrenni, þar sem hún leikur tölusettan bassa með mismunandi kammerhópum.
Sergio Coto Blanco fæddist árið 1985 í San José í Kosta Ríka. Hann stundaði gítarnám við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Þegar hann var í meistaranámi þar byrjaði hann að spila á teorbu og fór að læra tölusettan bassa hjá Magnus Andersson í Berlín. Haustið 2014 hóf hann meistaranám í sögulega upplýstum lútuleik og tölusettum bassa við Hochschule für Künste í Bremen hjá kennurunum Joachim Held og Simon Linné og lauk því vorið 2017. Nú starfar Sergio sem lútuleikari í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum og spilar undir í óperum, óratoríum, passíum og annars konar verkum með hljómsveitum eins og Vokalakademie Berlin, Das Norddeutsche Barockorchester, Bach-Chor München, Kammerphilharmonie Bremen og á hátíðum eins og Händel-Festspiele Halle, Internationales Bachfest Schaffhausen, Heidelberger Frühling og Bachwoche Stuttgart.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 18th, 2017 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Sólveig and Sergio |
A
PDF version of the program Further information on this concert gives: Sólveig tel: 655 3737 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir was born in Reykjavík in 1989 and started singing at an early age. In Iceland, Sólveig received harp lessons from Marion Herrera and Sophie Schoonjans. In the autumn of 2009, Sólveig moved to Cardiff, Wales to study classical harp under Caryl Thomas at the Royal Welsh College of Music & Drama, where she also enjoyed the guidance of Meinir Heulyn and Valerie Aldrich-Smith. She received her Bachelor of Music degree in the summer of 2013. Sólveig's first encounter with the triple harp was through the Welsh harpist Robin Huw Bowen, with whom she took several classes. Growing interest in Historical Performance led her to continue her studies in the Early Music Department of the Hochschule für Künste Bremen in Germany, where she studied historical harps with Margit Schultheiß, obtaining a Master of Music degree in July 2016. Sólveig currently works as a continuo player and soloist in Bremen and the surrounding area.
Sergio Coto Blanco was born in 1985 in San José, Costa Rica. He studied the guitar at the Hochschule für Musik Hanns Eisler in Berlin but whilst pursuing his master's degree there, he started playing the theorbo and took classes in continuo playing with Magnus Andersson in Berlin. In the autumn of 2014, he began his studies in the Early Music Department of the Hochschule für Künste Bremen, where he studied under Prof. Joachim Held and Simon Linné, obtaining a Master of Music degree in lute and continuo playing in the spring of 2017. Sergio currently works as a continuo player in Germany and other European countries, playing operas, oratorios, passions and other works with groups such as the Vokalakademie Berlin, Das Norddeutsche Barockorchester, Bach-Chor München, Kammerphilharmonie Bremen and performing at festivals such as the Händel-Festspiele Halle, Internationales Bachfest Schaffhausen, Heidelberger Frühling and Bachwoche Stuttgart.