Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Hlíf Sigurjónsdóttir
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Bæklingur
Brochure
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 11. júlí 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Freyr, Leo og Anna
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.
Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Anna Noakes: heimasíða skólavefsíða
Leo Nicholson: heimasíða

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Freyr í síma +34 62 94 08 910 −eða− 553 2906

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Einvala lið frá Manchester!

Á þessum öðrum tónleikum sumarsins er flautan í forgrunni. Áheyrendum gefst loks langþráð tækifæri til að hlýða á leik eins sona Laugarnestangans, Freys sem er sonur Sigurjóns og Birgittu, en rúmur áratugur er síðan hann lék síðast hér á landi. Að loknu námi við Royal Northern College of Music í Manchester var hann ráðinn fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og hefur hann starfað þar síðan.
    Með Frey kemur einvala lið margverðlaunaðra tónlistarmanna. Flautuleikarinn Anna Noakes var samstúdent Freys frá Manchester og á það sameiginlegt með honum að feður beggja voru myndlistarmenn. Hún hefur komið fram í öllum helstu tónleikasölum Lundúna og leikið inn á kvikmyndir eins og Harry Potter og Hringadróttinssögu svo fáeinar séu nefndar. Píanóleikarinn Leo Nicholson er yngri, en nam við sama skóla og er mjög eftirsóttur meðleikari söngvara.
    Á efnisskrá þeirra eru Rigoletto − Fanta­sie ópus 38 eftir Franz og Karl Doppler, Re­turn to Ava­lon eftir David Heath, Hebe eftir Georgia Cooke og Trio pour deux flûtes et piano eftir Jean-Michel Damase.

Freyr Sigurjónsson flautu­leik­ari lauk ein­leik­ara­prófi frá tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík og stund­aði fram­halds­nám við Royal Northern Col­lege of Music í Man­chester. Með­al leið­bein­enda hans voru Trevor Wye, William Bennett og Patricia Morris. Að loknu diploma­prófi þar var hann ráð­inn fyrsti flautu­leik­ari Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bilbao á Spáni. Freyr hefur leikið með hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu bæði sem ein­leikari og fyrsti flautu­leikari, til dæmis útvarps­hljóm­sveit­inni í Madrid og Moskvu Virtuosi kammer­sveit­inni. Flautu­konsert Carl Nielsens heyrðist í fyrsta sinni í Bilbao 1986, þá í flutningi Freys, en átta árum áður hafði hann frum­flutt kon­sert­inn á Ís­landi. Hörpu- og flautu­konsert Mozarts er einn­ig vin­sæll í flutn­ingi Freys og hefur hann flutt hann með mjög virt­um hörpu­leik­ur­um þeim Marisa Robles, Maria Rosa Calvo-Manzano og Marion Desguace.
    Freyr er eftir­sótt­ur kenn­ari og kenn­ir við J.C. Arriaga Tón­listar­skólann í Bilbao. Einn­ig hefur hann kennt á fjöl­mörg­um nám­skeið­um á Spáni og nú síðast einnig hjá Trinity Laban tón­lista­rhá­skól­an­um í Green­wich. Haustið 2018 mun Freyr, ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, frumflytja flautu­konsert Jóns Ás­geirs­sonar frá árinu 2000.

Enski flautu­leik­arinn Anna Noakes nam við Royal Northern College of Music í Man­chester og var Patricia Morris meðal kennara hennar. Hún hefur leikið ein­leik með helstu hljóm­sveit­um Lund­úna­borg­ar og komið fram sem ein­leikari og í kammer­hópum í tón­leika­söl­um eins og Queen Elizebeth Hall, Wigmore Hall og Purcell Room. Heyra má leik hennar á út­varps­stöðv­um eins og BBC Radio 3 og Classic FM og í kvik­mynd­um eins og Harry Potter, James Bond, Lord of the Rings og Da Vinci Code. Tón­skáldin Sim­on Holt, Martin Yates, Cecilia McDowall og Elgar Howarth hafa samið tón­verk fyrir hana. Hljóm­disk­ar önnu eru fjöl­margir, gefn­ir út af þekkt­um út­gáfum t.d. Dutton Epoch, ASV og Naxos og hafa þeir hlotið frá­bæra dóma.
    Anna er pró­fessor í flautu­leik við Trinity Laban tón­lista­rhá­skól­ann í Green­wich og heldur meistar­nám­skeið við fjöl­marga tón­lista­rhá­skóla í Bret­landi, þar á meðal Royal North­ern Col­lege of Music í Man­chester og Guild­hall School of Music & Drama í London. Hún er list­rænn stjórn­andi lista­há­tíð­ar­inn­ar Yoxford Arts Festival.

Leo Nichol­son lærði píanó­leik við Purcell tón­listar­skól­ann í London, Junior Royal North­ern Col­lege of Music í Man­chester og hjá Douglas Finch og Yonty Solomon í Trinity Laban tón­lista­rhá­skólanum í Green­wich. Á skóla­ár­um sín­um vann hann til fjöl­margra þekktra verð­launa og út­skrif­að­ist með hæstu ein­kunn og verð­laun­um. Hann starf­ar sem ein­leik­ari og í kammer­hóp­um, með­al ann­ars í Piano Circus sem er hóp­ur sex píanó­leik­ara, og nú­tíma­tón­list­ar­hópn­um Thumb, sem hefur að­setur sitt í Birming­ham.
    Leo er mjög eftir­sóttur með­leik­ari og starf­ar hjá Trinity Laban tón­lista­rhá­skólanum sem með­leik­ari, mest með söngv­ur­um og blás­ur­um. Leo og Rosanna Ter-Berg flautu­leikari stofn­uðu dúó, sem strax á fyrstu tón­leik­um sínum í Purcell Room hlaut mikið lof og var boð­ið að leika í Wig­more Hall og Bridge­water Hall. Annar þekkt­ur með­leik­ari Leo er saxo­fón­leik­ar­inn Anthony Brown og hafa þeir leik­ið víða um Bret­land. Leo hefur mik­inn á­huga á leik­hús­tón­list og hef­ur unn­ið að upp­færsl­um með gras­rótar­leik­hóp­um jafnt og at­vinnu­leik­hús­um.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 11th, 2017 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Freyr, Leo and Anna
PDF version of the program

Anna Noakes: home page at Trinity
Leo Nicholson: home page


Further information on this concert:
Freyr tel: +34 62 94 08 910 −or− 553 2906

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Greetings from Manchester!

Flutists Anna Noakes and Freyr Sigur­jóns­son, and Leo Nichol­­son piano play Rigoletto − Fantasie op. 38 by Franz and Karl Doppler, Re­turn to Avalon by David Heath, Hebe by Georgia Cooke and Trio for two flutes and piano by Jean-Michel Damase.
Freyr Sigurjónsson flutist furthered his studies in Manchester at the Royal Northern College of Music. Among his teacher's where Trevor Wye, William Bennett and Patricia Morris. Upon his graduation, Freyr became the solo flutist of the Bilbao Symphony Orchestra in Spain, a position he still holds. He has performed with ensembles and orchestras all over Spain both as a soloist and as a guest principal flute, e.g. with Madrid Radio Orchestra and the Moscow Virtuosi. Freyr premiered Carl Nielsen's flute concerto in Bilbao in 1986. He also premiered that work in Iceland in 1978. Freyr has performed Mozart's harp and flute concert many times with renowned harpists, such as Marisa Robles, Maria Rosa Calvo-Manzano and Marion Desguace.
    Freyr teaches at the J.C. Arriaga Conservatory in Bilbao and has held many masterclasses in Spain. Most recently, he has held masterclasses at the Trinity Laban Conservatoire of Music & Dance in Greenwich, England. In the fall of 2018 Freyr will premier the flute concerto of Jón Ásgeirsson,with the Iceland Symphony Orchestra.

Flutist Anna Noakes was born in England and studied flute at the Royal Northern College of Music in Manchester. She has performed concerts with major London Orchestras as well as giving recitals, as soloist or chamber musician, in halls like Wigmore Hall and Purcell Room. Her CD recordings for ASV, Naxos, Dutton Epoch, Guild and Kingdom, have received Gramophone Magazine's coveted 'Critic’s Choice' award a number of times. Anna works as guest principal flute with many of the major orchestras of England, including English Chamber Orchestra, London Philharmonic Orchestra, Royal Philharmonic Orchestra and Academy of St. Martin’s in the Fields. Her playing can be heard on radio, e.g. BBC Radio 3 and Classic FM, and in TV series and Films such as Harry Potter, James Bond, Lord of the Rings and The Da Vinci Code. Composers, such as Martin Yates, Cecilia McDowall, Dominique Le Gendre, Elgar Howarth and Simon Holt have been inspired to write for her.
    Anna is Professor of Flute at Trinity Laban Conservatoire of Music & Dance and the artistic director of the Yoxford Arts Festival.

Leo Nicholson studied at the Purcell School in London, the Junior Royal Northern College of Music in Manchester, and with Douglas Finch and Yonty Solomon at Trinity Laban Conservatoire of Music & Dance in Greenwich. He was a consistent prize-winner at Trinity and graduated with First Class Honours. He continues to work as a soloist and performs with six-piano group, Piano Circus, and the Birmingham based contemporary group, Thumb.
    Leo is also a much sought-after accompanist, and has returned to Trinity as a faculty member, primarily accompanying singers and wind players. He formed a flute and piano duo with Rosanna Ter-Berg, and their critically acclaimed Purcell Room début (under the auspices of the Park Lane Group) led to performances at the Wigmore Hall and the Bridgewater Hall. More recently Leo started working with saxophonist Anthony Brown, and they have since played together all over the country. Leo has a fondness for Musical Theatre, and has worked on everything from small fringe shows to large commercial productions.


These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release