Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Fréttatilkynning um tónleika (English below) Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Hlíf Sigurjónsdóttir Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Bæklingur Brochure |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 4. júlí 2017 kl. 20:30 Endurteknir fimmtudagskvöd 6. júlí 2017 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Gunnar og Helga Bryndís |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Gunnar Kvaran í síma 699 5416 og Helga Bryndís í síma 893 8222 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Gunnar Kvaran er fæddur í Reykjavík árið 1944. Hann hóf tónlistarnám í Barnamúsíkskólanum þar sem kennari hans var Dr. Heinz Edelstein. Síðar nam hann við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Einari Vigfússyni og Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá Erling Blöndal Bengtsson og hjá Reine Flachot í Basel.
Gunnar hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík í þrjátíu ár og var ráðinn prófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands haustið 2005. Auk fastra starfa hefur hann haldið einleiks- og kammertónleika í mörgum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Kanada, m.a. í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York, í Beethoven Haus í Bonn og Mendelssohn Haus í Leipzig. Hann er tíður gestur á tónlistarhátíðum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Gunnar hefur margsinnis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og allmargar hljómplötur og diskar hafa verið gefnir út með leik hans. Gunnar var valinn bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1996 og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í júní 2006.
Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, undir leiðsögn Jónasar Ingimundarsonar og stundaði síðan framhaldsnám við Konservatoríið í Vínarborg og Sibeliusarakademíuna í Helsinki. Hún hefur haldið fjölmarga einleikstónleika, m.a. á Listahátíð í Reykjavík og var fengin til að leika einleik í beinni sjónvarpsútsendingu í samnorræna spurningaþættinum Kontrapunkti. Þá hefur hún leikið einleik með hljómsveitum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, píanókonserta eftir Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin og J.S. Bach. Hún hefur komið fram sem meðleikari með mörgum fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins, hljóðritað marga geisladiska í samstarfi við aðra og tekið upp fyrir útvarp og sjónvarp. Helga Bryndís er meðlimur í Caput hópnum og hefur leikið með honum víða hérlendis sem erlendis og inn á geisladiska. Hún starfar sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólana í Kópavogi og Reykjanesbæ.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 4th, 2017 at 8:30 pm Admission ISK 2500 - at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Gunnar and Helga Bryndís |
A
PDF version of the
program Further information on this concert give: Gunnar Kvaran tel 699 5416 and Helga Bryndís tel 893 8222 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805 |
Gunnar Kvaran was born in Reykjavík in 1944. After graduation from the Reykjavík College of Music he studied at the Royal Danish Academy of Music with Erling Blöndal Bengtsson, and in Basel and Paris under the guidance of Professor Reine Flachot. Gunnar has taught at the Reykjavík College of Music for thirty years. In 2005 he was appointed professor at the Iceland Academy of the Arts. He also performs extensively in Iceland and abroad, giving solo recitals and chamber music concerts in many European countries, USA and Canada, e.g. in Wigmore Hall in London, Carnegie Hall in New York and Beethoven Haus in Bonn. He has been invited to perform at several summer music festivals in the USA, along with his wife, violinist Guðný Guðmundsdóttir. Gunnar has frequently performed with the Iceland Symphony Orchestra and made numerous recordings for radio, television LPs and CDs.
In 1996 he was nominated the Artist of the Year in his town of residence, Seltjarnarnes, and in 2006, he was awarded the Icelandic Order of the Falcon.
Helga Bryndís Magnúsdóttir enjoys a varied career as concert pianist, chamber musician and teacher. She has performed as soloist with orchestras such as the Iceland Symphony Orchestra, and appeared at festivals such as Reykjavík Art Festival, performing concerts by Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin and J.S. Bach. She performed live on the Nordic television program 'Kontrapunktur' broadcasted across Scandinavia. As a member of the Caput ensemble she has performed throughout Europe and recorded several CDs. She performs and records regularly with many of Iceland's most beloved singers and instrumentalists, in Iceland and abroad.
Helga Bryndís studied the piano at the Reykjavík College of Music before further pursuing her studies in Vienna with Prof. Leonid Brumberg, and in Helsinki with Prof. Liisa Pohjola and Tuija Hakkila. She holds a position as an accompanist at the Iceland Academy of the Arts and at the music schools of Kópavogur and Reykjanesbær.