Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 9. ágúst 2016 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Hrafnhildur og Ingileif
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hrafnhildur Árnadóttir í síma 865 5513

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Vegir ástarinnar − Les chemins de l'amour

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanó.
Ástríðufull, einlæg og seiðandi sönglög eftir Richard Strauss, Francis Poulenc, Erik Satie, Gabriel Fauré og Reynaldo Hahn.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað er fædd og uppalin í Reykjavík en lauk námi frá Hollensku Óperuakademíunni árið 2015, með Margreet Honig og Valerie Guillorit sem aðalkennara. Hún kemur reglulega fram á tónleikum sem og á óperusviði, nú síðast sem Thérèse í Les Mamelles de Tirésias eftir Poulenc, Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og Alcina í samnefndri óperu eftir Händel. Í haust mun hún syngja hlutverk Echo í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss í uppfærslu Nederlandse Reisopera.
    Hrafnhildur hefur sungið með Hollensku Óperunni og á mörgum tónlistarhátíðum í Hollandi. Hún hefur unnið með leikstjórum eins og Ted Huffman, Lotte de Beer og Laurent Pelly og hljómsveitarstjórunum Kenneth Montgomery, Jonathan Cohen, Patrick Fournillier og Anthony Hermus. Hrafnhildur var einn sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar árið 2011 á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands.

Ingileif Bryndís Þórsdóttir lauk burtfararprófi 2007 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Svönu Víkingsdóttur. Þá tók við nám í Tónlistarháskólanum í Freiburg í Þýskalandi, þaðan sem hún lauk bachelorprófi árið 2011 með áherslu á ljóðaundirleik. Hún stundaði jafnframt nám hjá Doris Adam prófessor í Vínarborg frá 2012 til 2013 og útskrifaðist með meistarapróf í píanóleik frá Tónlistarháskólanum í Freiburg 2013. Aðalkennarar hennar voru prófessorarnir Andreas Immer, Roglit Ishay í kammermúsík og Hans-Peter Müller í ljóðaundirleik. Auk þess sækir hún reglulega tíma í Alexandertækni hjá Aranka Fortwängler.
    Ingileif hefur haldið tónleika á Íslandi, í Danmörku, Austurríki og Þýskalandi, bæði sem einleikari og meðleikari. Hún starfar nú að list sinni í Rottenburg í Suður Þýskalandi.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 9th, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Hrafnhildur and Ingileif
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Hrafnhildur Árnadóttir, tel 865 5513
Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

The Pathways of love − Les chemins de l'amour
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað soprano and pianist Ingileif Bryndís Þórsdóttir.
Passionate, sincere and seductive songs by Richard Strauss, Francis Poulenc, Erik Satie, Gabriel Fauré and Reynaldo Hahn.
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað (Hildur Hafstad), was born in Reykjavík and graduated in 2015 from the Dutch National Opera Academy, where her teachers were Margreet Honig and Valerie Guillorit. She sings a wide range of operatic and concert repertoire, most recently Thérèse in Poulenc's Les Mamelles de Tirésias, the Countess in Le Nozze di Figaro by Mozart and the title role of Handel's Alcina. This fall she will sing the role of Echo in Nederlandse Reisopera's production of Ariadne auf Naxos by Richard Strauss.
    Hrafnhildur has performed in numerous festivals in the Netherlands as well as in the Dutch National Opera with stage directors such as Ted Huffman, Lotte de Beer and Laurent Pelly and conductors such as Kenneth Montgomery, Jonathan Cohen, Patrick Fournillier, and Anthony Hermus. In 2011 Hrafnhildur won the Young Soloists competition of the Iceland Symphony Orchestra and the Iceland Academy of the Arts.

Ingileif Bryndís Þórsdóttir started playing the piano at the age of seven with Sigríður Einarsdóttir as her first teacher. She graduated from Reykjavík College of Music in 2007 under the guidance of Svana Víkingsdóttir. She went to Freiburg in Germany and finished her bachelor degree in 2011. She studied for her Master's degree in Freiburg and Vienna and graduated with a degree in Piano Performance in the Fall of 2013. Her teachers were Prof. Andreas Immer, Prof. Doris Adam, Prof. Roglit Ishay (chamber music) and Prof. H. P. Müller (Lied). She uses the Alexander Technique to aid her overall musicianship.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release