Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 2. ágúst 2016 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Michael og Daníel
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Michael Jón Clarke í síma 862 0426

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Kímnilög

Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson píanó.
Lög úr Bangsímon lagaflokknum eftir H. Fraser-Simson og lagaflokkurinn Snigill og flygill eftir Michael Jón Clarke.
    Bangsímon lögin eftir Harold Fraser-Simson eru úr safni sextíu og fjögurra laga við ljóð Alan Alexander Milne sem gefa mjög skemmtilega innsýn í heim sonar hans Christopher Robin Milne og líf enskrar miðstéttarfjölskyldu um aldamótin 1900. Ljóðin fjalla um Christopher Robin og bangsann hans, Winnie the Pooh, sem nefndur hefur verið Bangsímon á íslensku. Samhliða flutningnum verður myndskreytingum Ernest Shepherds af Bangsímon og vinum hans varpað upp á vegg.
    Snigill og flygill, lagaflokkur eftir Michael við vel þekktan gríntexta Þórarins Eldjárn, sem á litríkan hátt dregur fram kímni og alvöru í ljóðum Þórarins. Samhliða flutningnum verður teikningum Sigrúnar Eldjárn varpað upp á vegg.

Michael Jón Clarke nam við Trinity College of Music í London, Southern Illinois University í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Manchester. Hann hefur verið strengja- og söngkennari við Tónlistarskólann á Akureyri í hátt á fimmta áratug.
    Michael hefur haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöngshlutverk með kórum, tekið þátt í óperum og söngleikjum, og stjórnað fjölda kóra og hljómsveita. Undanfarin ár hefur hann snúið sér í auknum mæli að tónsmíðum og nýlega gaf hann út geisladiskinn Passíusálmar ásamt Eyþóri Inga Jónssyni. Hann samdi tónverkið Aldamótakvæði sem flutt var á afmæli Akureyrarkaupstaðar 2012. Fjögur orgelverk hans voru hljóðrituð í flutningi Láru Bryndísar Eggertsdóttur undir heitinu Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra. Með Guðnýju Einarsdóttur samdi hann tónlistina í Lítil saga úr orgelhúsi sem Kirkjuhúsið gaf út, og eru bæði þessi verk á dagskrá alþjóðlegrar orgelmessu sem haldin verður í Gautaborg í haust. Michael var útnefndur Bæjarlistamaður Akureyrar 1997.

Daníel Þorsteinsson píanóleikari lauk framhaldsprófi frá Sweelinck tónlistarháskólanum í Amsterdam árið 1993. Hann hefur komið fram víða um heim í einleik og samleik, meðal annars með CAPUT hópnum á Norðurlöndunum, Ítalíu, í Kanada, Bandaríkjunum og Japan og píanóleik hans má heyra á fjölda útgefinna hljómdiska. Daníel hefur samið og útsett tónlist fyrir leikhús, söngvara og kóra, t.d. tvo söngleiki fyrir barnakóra: messusöngleikinn Leiðina til lífsins árið 2000 og Fuglakabarett vorið 2013 og á geisladiski kammerkórsins Hymnodiu eru fjögur jólalög eftir hann.
    Daníel hefur fjórum sinnum hlotið starfslaun frá Menntamálaráðuneytinu og árið 2000 var hann útnefndur bæjarlistamaður á Akureyri. Hann býr nú í Eyjafjarðarsveit, kennir við Tónlistarskólann á Akureyri, starfar sem organisti og kórstjóri við Laugalandsprestakall í Eyjafirði og er stjórnandi Kvennakórs Akureyrar.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
August 2nd, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Michael and Daníel
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Michael Clarke, tel 862 0426
Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Humorous Songs
Michael Jón Clarke baritone and Daníel Þorsteinsson pianist.
From the Songs of Pooh by H. Fraser-Simsons and Piano and Snail, ten humorous songs by Michael Jón Clarke.
    The English composer H. Fraser-Simson is best know for his collection of 64 songs with texts by the author of Winnie the Pooh, A. A. Milne, with whom he worked in close cooperation. These charming songs that reflect childhood in the Edwardian age have mostly been forgotten, apart from a few song performed by Rowlf in The Muppet Show. Beautiful music and verse from a bygone age. Ernest Shepherd's original drawings will accompany the performance of these gems.
    Michael J. Clarke's song cycle ‘Piano and Snail’ with poems by Þórarinn Eldjárn is a collection of humorous songs for children of all ages. These colourful and highly relevant poems are also humorously illustrated in Michael's English translations, available at the concert. The performance will be accompanied by drawings by the poet's sister, Sigrún Eldjárn.
Michael Jón Clarke is a graduate of the Trinity College of Music in London, Southern Illinois University in Edwardsville, USA, and the Royal Northern College of Music in Manchester. He has taught at the Akureyri Music School for more than 45 years and was recently presented with a lifetime achievement award by the city of Akureyri. He has appeared at numerous recitals, sung many opera roles, musicals and oratorios as well as acting and conducting numerous orchestras and choirs.
    In recent years Michael has increasingly turned his attention to composition. His work Aldamótakvæði was performed in 2012, at the celebrations of 150 years of Akureyri township and a year later he issued a CD of his Passion Hymns with Eyþór Ingi Jónsson. Two of his recent works will be performed at the International Organ Conference in Gothenburg in September this fall. He was awarded the Akureyri Resident Artist of 1997.

Pianist Daníel Þorsteinsson furthered his musical studies at the Sweelinck Conservatory in Amsterdam, where he graduated in 1993. Since then, he has performed extensively as piano soloist and accompanist, and also composer and arranger for theatre, singers and choirs. He has composed two musicals for children The Way to Life in 2000 for the Akureyri Church and the Bird Cabaret in 2013.
    Daníel has made many recordings. Four of his songs have been recorded by the Hymnodia Chamber Choir. He has performed with the CAPUT ensemble in Scandinavia, Italy, Canada, U.S.A. and Japan. He has received the Icelandic Artists' Salaries four times, and was named the Akureyri Resident Artist of 2000. Daníel teaches at Akureyri Music School, conducts the Akureyri Women's Choir and is the organist and choir director in Laugarland parish North Iceland.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release