Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
Aukatónleikar á fimmtudegi!

(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
fimmtudagskvöld 28. júlí 2016 kl. 20:30
Aukatóleikar
Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Ursel, Anna og Ute
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Anna Jónsdóttir í síma 864 0426

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Máninn líður

Anna Jónsdóttir söngrödd, Ute Völker harmonikka og Ursel Schlicht píanó.
Íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Leifs í nýjum búningi.


„Máninn líður“ er afrakstur af samstarfi þriggja kvenna, söngkonunnar Önnu Jónsdóttur, Ute Völker - sem er talin meðal frumlegustu spunalistamönnum harmonikkunnar í dag - og píanistans og tónskáldsins Ursel Schlicht.
    Upphaf þessa samstarf má rekja til hins óvenjulega og framsækna 100 daga viðburðar SonicExchange í Kassel í Þýskalandi árið 2012 og hafa þær síðan leitast við að túlka íslenska þjóðlagaarfinn á nýjan og persónulegan hátt, og einnig nýrri lög eins og lög Jóns Leifs, sem flutt verða á tónleikunum, bera með.
    Opið og fornt eðli þessara laga býður upp óvenjulega heillandi og fjölbreytta möguleika til túlkunar. Bæði harmonikka og flygill skapa fjölbreytta tónaliti og með svo spennandi hljóðheim er hægt að „mála“ nýjar hljóðmyndir sem bætast ofan á áður samda tónlist. Form laganna býður upp á leiðir að spuna, sem getur ýtt undir og skerpt innihald textanna og ljóðanna. Sköpun og túlkun tríósins gefur þessu sögulega viðfangsefni, sem hefur leikið svo stórt hlutverk í menningu Íslands, dýpt og sérstæðan persónuleika.

Anna Jónsdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik og hafði þá numið eitt ár við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem aðalkennari hennar var Maria Slatinaru. Síðan þá hefur hún tekið þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi, sumarið 2010 hjá Music Art Omi International í Ghent í New York ríki, og sumarið 2012 á tónlistarhátíðinni SonicExchange í Kassel í Þýskalandi. Anna hefur gefið út tvo hljómdiska, Móðurást, sem inniheldur íslensk sönglög tileinkuð móðurkærleika og hljómdiskinn VAR, með íslenskum sönglögum sem hún söng án undirleiks í Akranesvita og á Djúpuvík.
    Undanfarin ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með fjölda einsöngstónleika og þátttöku í stærri verkefnum. Hún stóð m.a. fyrir tónleikaröðinni Konsert með kaffinu og síðastliðið sumar hélt Anna 17 einsöngstónleika á ýmsum stöðum - sumum afskekktum - víðs vegar um land, í tónleikaferð sem nefnd var „Uppi og niðri og þar í miðju“.

Ute Völker lærði á harmonikku, hljómfræði og kontrapunkt við Wuppertaldeild Tónlistarháskólans í Köln í Þýskalandi og tónlistarfræði og kontrapunkt í Köln, Vín og París. Hún sérhæfir sig í spuna og að kanna þá fjölbreyttu möguleika sem harmonikkan hefur upp á að bjóða. Hún kemur reglulega fram á alþjóðlegum spuna-tónlistarhátíðum, bæði sem einleikari og með öðrum. Hún er einn af stofnendum Partita Radicale hópnum sem vinnur með spunatónlist, t.d. fyrir þöglar bíómyndir og einnig með tónskáldum og leikhúsfólki. Þá vinnur Ute að þverfaglegum verkefnum með myndlistarmönnum, kvikmyndagerðarmönnum, leikurum, skáldum og flytjendum.
    Ute býr í Wuppertal í Þýskalandi og kennir við Musikschule Bochum.

Ursel Schlicht er píanóleikari, tónskáld, spunalistamaður, fræðimaður og kennari sem hefur komið fram víða um Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Hún leikur spunatónlist, djass og nútímatónlist og meðal tónsmíða hennar eru verk fyrir stærri og minni hópa, dansflokka og spunar fyrir kvikmyndir t.d. Nosferatu og The Cabinet of Dr. Caligari. Útgáfurnar Nemu, Cadenda CIMP, Hybrid, Konnex, Muse-Eek og Leo Records hafa hljóðritað leik hennar og gefið út. Mikilvægur hluti starfs hennar er að stuðla að alþjóðlegri samvinnu með framsækinni pólitískri skírskotun. Sumarið 2012 stóð hún fyrir tónlistarhátíðinni SonicExchange í Kassel í Þýskalandi þar sem yfir 50 listamenn frá níu löndum komu fram.
    Ursel lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Hamborg og bjó síðar mörg ár í New York þar sem hún kenndi námskeið í Ramapo College í New Jersey og Columbia Háskólann í New York. Fyrir þremur árum flutti hún aftur til Þýskalands og kennir nú spuna við tónlistardeild háskólans í Kassel.

Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
Extra Concert Thursday!


Sigurjón Ólafsson Museum

Thursday evening,
July 28th, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Ursel, Anna and Ute
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Anna Jónsdóttir, tel 864 0426

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Máninn líður
Anna Jónsdóttir voice, Ute Völker accordion and Ursel Schlicht piano.
New interpretations of ancient Icelandic folklore and Jón Leifs' compositionis.
Anna Jónsdóttir studied at the New Music School in Reykjavík with Alina Dubik, and received her Solo Singer's Diploma in 2004, after also studying one year with Maria Slatinaru at the University of Music in Bucharest.
    Anna is working as a freelance singer, actively contributing to the Icelandic music scene with solo concerts and participating in diverse projects and performances in Europe and the USA. Her repertoire includes all kinds of music, stretching from ancient times to the present. Anna has a good knowledge of Icelandic folk music and has given workshops in English about Icelandic folk songs. Her most recent project in this area is her second CD -VAR - along with the concert tour Up and Down and There In -Between. The concert features Icelandic folk songs, performed a cappella in unusual, remote, and sometimes abandoned places, such as fishing factories, lighthouses, caves and craters, all around Iceland.

Accordionist Ute Völker specializes in improvised music and in exploring the possibilities of her instrument. She creates sound architecture, which dissolves space and time, while constantly finding new and surprising acoustic forms. She plays regularly at international festivals for improvised music, solo, or with various ensembles. She is one of the founding members of the ensemble Partita Radicale whose work ranges from the development of their own improvisational cycles to silent-film music, working with composers and on theatre projects. She also works in interdisciplinary projects with visual artists, video film makers, actors, literati and performers.
    Ute Völker studied at the Wuppertal branch of the Musikhochschule Köln and went on to study musicology, German and phonetics in Cologne, Vienna and Paris. She lives in Wuppertal and teaches at the Musikschule Bochum.

Ursel Schlicht is an internationally active pianist, composer, improviser, scholar and educator. She has played improvised music, jazz, new music and world music around Europe, in North America and Australia. She has recorded with many leading music publishers. Her compositions include works for large and small ensembles, dance, theater, and improvisational scores for silent film classics, e.g. Nosferatu, Faust and The Adventures of Prince Achmed. Fostering intercultural collaboration with a progressive political focus has been an important part of her work. Her project SonicExchange in Kassel Germany 2012, featured over 50 artists from nine countries.
    Ursel Schlicht holds a doctorate from the University of Hamburg, Germany. She lived in New York for many years and has designed and taught seminars at Ramapo College of New Jersey and at Columbia University in New York City. In 2013 she moved to Germany and teaches at the Institute of Music at the University of Kassel.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release