Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Fréttatilkynning um tónleika
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2016
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 26. júlí 2016 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Jónas Tómasson
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Sigríður Ragnarsdóttir í síma 861 1426

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Sumarkvöld með Jónasi Tómassyni

Tónleikar til heiðurs þessu ástsæla tónskáldi sjötugu. Flutt verður úrval einleiks-, einsöngs- og dúóverka frá ýmsum tímum á ferli hans. Flytjendur eru söngkonurnar Herdís Anna Jónasdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Leon van Mil sem leikur á baritónsaxófón og píanóleikararnir Tinna Þorsteinsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og Anna Áslaug Ragnarsdóttir, en þau eru öll tengd Jónasi nánum fjölskyldu- eða vinaböndum.

Jónas Tómasson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, m.a. hjá þeim Jóni Þórarinssyni og Þorkatli Sigurbjörnssyni, en hélt síðan til framhaldsnáms í Amsterdam þar sem hann sótti tíma hjá Ton de Leeuw, Léon Orthel og Jos Kunst árin 1969-1972. Á þessum umbrotatímum hafði Amsterdam mikið aðdráttarafl fyrir unga listamenn frá öllum heimshornum, m.a. var þar miðstöð nokkurra framsækinna myndlistarmanna sem stofnuðu SÚM-hópinn. Jónas varð fljótt virkur SÚM-ari og konseptlistin, sem hópurinn aðhylltist, hafði mikil áhrif á list hans.
    Jónas fluttist til Íslands árið 1973 og settist að á Ísafirði, þar sem hann hefur að mestu dvalið síðan. Þar hefur hann látið að sér kveða á ýmsum sviðum tónlistarlífsins, m.a. sem kennari í tónfræðigreinum og flautuleik, sem flautuleikari og kórstjóri og um áratuga skeið hefur hann haft umsjón með tónleikahaldi fyrir Tónlistarfélag Ísafjarðar. Tónsmíðarnar hafa þó ævinlega átt hug hans allan og síðustu árin hefur hann helgað sig þeim eingöngu.
    Jónas er afar mikilvirkt tónskáld og eftir hann liggur fjöldi verka af ólíkum toga. Hann hefur samið fjölmörg hljómsveitarverk og á síðustu árum hefur hann m.a. samið átta Sinfóníettur þar sem hann kannar hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar með mismunandi hljóðfæraskipan. Eftir hann liggja einnig nokkrir konsertar, m.a. fyrir orgel, víólu, píanó, tvö píanó og sinfóníuhljómsveit. Kórverk, ekki síst kirkjuleg, skipa stóran sess í tónverkasafni Jónasar, má þar nefna Missa Tibi Laus, Lúkasar­óratóríu, Missa brevis og Söngva til jarðarinnar. Þá hefur hann samið fjöldann allan af kammerverkum fyrir ólíkar og oft frumlegar samsetningar hljóðfæra. Loks hefur Jónas samið fjölda einleiks- og einsöngsverka fyrir ýmis hljóðfæri, oft að beiðni einstakra flytjenda.
    Verk Jónasar hafa verið flutt af mörgum fremstu tónlistarmönnum hér á landi, t.d. hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands margsinnis flutt sinfónísk verk hans og konserta. Kammersveit Reykjavíkur, Caput-tónlistarhópurinn, kammerhópurinn Ýmir, Mótettukór Hallgrímskirkju og fjölmargir aðrir minni tónlistarhópar hafa haft verk hans á efnisskránni og flutt þau víða um heim.
    Upptökur hafa verið gerðar af fjölda verka Jónasar og mörg þeirra hafa einnig komið út á geisladiskum. Íslensk Tónverkamiðstöð gaf út geisladiskinn Portrait með tónlist hans og geisladiskurinn Dýrð Krists inniheldur samnefnt verk Jónasar fyrir orgel.
    Jónas hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna og árið 2000 var hann útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.
Herdís Anna Jónasdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar, Listaháskóla Íslands og Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Að loknu námi var hún ráðin til eins árs að óperustúdíói Óperunnar í Zürich. Herdís hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum í Þýskalandi, Íslandi og Sviss. Meðal helstu hlutverka eru Adele í Leðurblökunni, Zerlina í Don Giovanni, Drottningin frá Schemacha í Gullna hananum, Mabel í Pirates of Penzance, Sophie í Werther, Nannetta í Falstaff, Oscar í Grímudansleiknum og Musetta í La Bohème.
    Herdís hefur margsinnis komið fram á tónleikum, til dæmis með Kammersveit Reykjavíkur, á Carl-Orff tónlistarhátíðinni, með Saarländisches Staatsorchester og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Frá haustinu 2013 hefur hún verið fastráðin einsöngvari við Ríkisóperuna í Saarbrücken í Þýskalandi og nýlega var hún valin Söngvari ársins af vinafélagi óperunnar þar.
Þórunn Arna Kristjánsdóttir hóf ung nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar, en fór til Reykjavíkur, nam við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og lauk B. Mus. gráðu í söng vorið 2006. Hún nam síðar við leiklistardeild sama skóla og útskrifaðist þaðan vorið 2010. Þá réðst hún sem leikari að Þjóðleikhúsinu og kom fram í sýningum, m.a. Afmælisveislunni, Vesalingunum, Heimsljósi, Ballinu á Bessastöðum og Litla prinsinum. Þá var hún tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir aðalhlutverkið í Karma fyrir fugla. Árið 2014 flutti hún sig til Borgarleikhússins í Reykjavík og hefur meðal annars leikið í Beint í æð, Mávinum, Billy Elliot og nú síðast í Mamma mía.
    Þórunn Arna hefur leikið í sjónvarpsþáttum og tekið þátt í ýmsum leiklistartengdum verkefnum hérlendis og erlendis. Í Íslensku Óperunni fór hún með hlutverk litlu stúlkunnar með eldspýturnar í samnefndum söngleik og hlutverk Floru í óperunni Tökin hert eftir Benjamin Britten.
Hlíf Sigurjónsdóttir nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór til framhaldsnáms við Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff og síðar nam hún hjá Gerald Beal fiðluleikara í New York borg. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum tuttugustu aldarinnar.
    Hlíf hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Geisladiskar með öllum partítum og sónötum eftir J.S. Bach í flutningi hennar og diskurinn DIALOGUS, með tónverkum sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana, hafa hlotið frábæra erlenda dóma.
Leon van Mil stundaði tónlistarnám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam og lauk þaðan námi sem spunatónlistarmaður með baritónsaxófón sem aðalhljóðfæri. Síðan þá hefur hann verið afar virkur sem saxófónleikari í hinum ýmsu tónlistarstílum með áherslu á djass. Hann er meðlimur í danshljómsveitinni Zoot, Djasskvartettinum Beaugard og í popphljómsveitinni Vanzanden og er stjórnandi stórsveitar í Amsterdam. Leon hefur gefið út nokkra geisladiska með saxófónkvartett sínum Saxo Panico. Þá hefur hann farið í tónleikaferðir til Kína,Tælands og víða um Evrópu, meðal annars Íslands.
    Samhliða hljóðfæraleiknum kennir Leon á saxófón og leiðir Djassakademíu Tónlistarskóla Amsterdam.
Tinna Þorsteinsdóttir er menntuð sem klassískur píanóleikari, stundaði nám í Hannover og Münster í Þýskalandi og síðar í Boston. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði nýrrar tónlistar og hefur skapað ýmis konar hljóðverk og gjörninga, komið fram sem spunalistamaður og í auknum mæli verið í samvinnu við aðrar listgreinar.
    Tinna hefur haldið fjölda einleikstónleika víða um heim og komið fram á ýmis konar viðburðum, t.d. á Heimssýningunni í Shanghai 2010, Feneyjatvíæringnum 2011, Listahátíð í Reykjavík og Tectonics tónlistarhátíðinni. Hún er stofnandi og einn listrænna stjórnenda listahópsins Jaðarber og er annar listrænna stjórnenda listahátíðarinnar Cycle. Einleiksdiskur Tinnu, Granit Games, með íslenskum píanóverkum, kom út hjá Smekkleysu 2007. Tinna hlaut Menningarverðlaun DV árið 2013.
Sólveig Anna Jónsdóttir hóf píanónám hjá Ragnari H. Ragnar við Tónlistarskóla Ísafjarðar og nam einnig við tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún hjá Nancy Weems við háskólann í Houston í Texas. Hún hefur lengst af haft píanókennslu og meðleik með nemendum að aðalstarfi, en gegnir nú stöðu aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Garðabæjar.
    Meðfram kennslu hefur Sólveig Anna tekið virkan þátt í tónlistarlífinu, haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis sem meðleikari einsöngvara og kóra, leikið kammertónlist af ýmsu tagi og tekið þátt í flutningi verka með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Anna Áslaug Ragnarsdóttir stundaði tónlistarnám við tónlistarskólana á Ísafirði og í Reykjavík, og síðar í London og München. Hún hefur komið fram sem píanóleikari víða um Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Á Íslandi hefur hún haldið fjölda einleikstónleika, m.a. á vegum Myrkra musíkdaga, Tíbrár, Listasafns Sigurjóns, tónlistarfélaganna í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði, og oftsinnis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
    Anna Áslaug hefur leikið inn á fjölmargar upptökur fyrir útvarp og sjónvarp, auk þess sem Íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út hljómplötu þar sem hún leikur íslensk píanóverk. Á síðari árum hefur Anna Áslaug verið í vaxandi mæli virk sem meðleikari í ljóðasöng og kammermúsík. Hún býr nú í München og Reykjavík.


Sigurjón Ólafsson Summer Concerts
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 26th, 2016 at 8:30 pm

Admission ISK 2500 - at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Jónas Tómasson
A PDF version of the program

Further information on this concert gives:
Sigríður Ragnarsdóttir, tel 861 1426

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805

Summer Evening with Jónas Tómasson

A concert to to celebrate this beloved composer's seventieth anniversary, with a selection of solo and duo works for instruments and voice. All the performers are friends, or family members, of the composer: Herdís Anna Jónasdóttir and Þórunn Arna Kristjánsdóttir, violinist Hlíf Sigurjónsdóttir, baritone saxophone player Leon van Mil and pianists Tinna Þorsteinsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir and Anna Áslaug Ragnarsdóttir.

Jónas Tómasson studied at the Reykjavík College of Music, where he was taught composition by Jón Þórarinsson and Þorkell Sigurbjörnsson. He pursued further studies at the Sweelinck Music Conservatory in Amsterdam under Ton de Leeuw, Léon Orthel , Jos Kunst and others from 1969 to 1972. At that time Amsterdam was attracting young artists from all over the world, among them a group of avant-garde Icelandic visual artists who founded the conceptual art group SÚM (Young Artists' Society). Jónas soon became an active member of SÚM, and his music was deeply influenced by their ideology.
    Returning to Iceland in 1973, Jónas settled in Ísafjörður in the West Fjords, where he has lived since. He has played a prominent part in various fields of musical life there, as a teacher of flute and theoretical subjects at the Ísafjörður Music School, a flautist and choir conductor; and for years he has supervised concert programmes for the Ísafjörður Music Society. Composition remained his primary vocation, however, and in recent years it has been his full-time occupation.
    Jónas is a prolific composer, whose works are varied and diverse. His compositions include a number of symphonic works, and in recent years he has written eight Sinfoniettas exploring the sound world of the symphonic orchestra with different instrumentations. He has also composed several concertos, e.g. for organ, viola, piano, two pianos and orchestra. Choral works, sacred and secular, are a large part of his oeuvre, for instance Missa Tibi Laus, A Lucas Oratorio, Missa Brevis and Songs to the Earth. Jónas has composed many chamber works for diverse and often innovative combinations of instruments, as well as solo works for instruments or voice, often at the special request of the artists.
    Many of Iceland's leading musicians have performed Jónas' works: the Iceland Symphony Orchestra has played many of his symphonic works and concertos, and the Reykjavík Chamber Orchestra, the Caput ensemble, the Ýmir ensemble, the Hallgrímskirkja Motet Choir and many smaller musical groups and soloists have had his works in their repertoire and performed them around the world.
    Recordings have been made of many of his works, which have been broadcast on radio and issued on CDs. The Icelandic Music Centre released a CD of his music, Portrait, and his Dýrð Krists (The Glory of Christ) for solo organ was issued on a CD of the same name.
Herdís Anna Jónasdóttir studied singing in the Ísafjörður Music School in North-West Iceland, the Iceland Academy of the Arts in Reykjavík and the Hanns Eisler Academy of Music in Berlin. She has taken part in several opera productions in Iceland, Germany and Switzerland. Her operatic roles include Adele in The Bat, Zerlina in Don Giovanni, The Queen of Schemacha in The Golden Cockerel, Mabel in the Pirates of Penzance, Sophie in Werther, Nannetta in Falstaff, Oscar in A Masked Ball and Musetta in La Bohème.
    Herdís Anna has also been very active on the concert stage, performing at the Carl Orff Festival, with the Reykjavík Chamber Orchestra, the Saarland State Orchestra and the Iceland Symphony Orchestra. Since the autumn of 2013, Herdís Anna has been engaged as a soloist at the Saarland State Theatre in Saarbrücken, Germany and recently she was elected the Singer of the Year by the opera's Sponsor Club.
Þórunn Arna Kristjánsdóttir started her musical education at the Ísafjörður Music School and continued at the Iceland Academy of the Arts in Reykjavík where she received her B.Mus. degree in singing. Subsequently she started studying at the drama department of the same Academy, finishing her degree in 2010. That year she was employed as an actor at the National Theatre and appeared in plays such as Les Miserables, Macbeth and the Little Prince. For her lead role in the play Karma for Birds, she was nominated to the Gríma Award in 2013. In 2014, she moved over to the Reykjavík City Theatre, performing in works such as Billy Elliot and, most recently, in Mamma Mia.
    Þórunn Arna has appeared in television programs in Iceland, and participated in various theater-related projects at home and abroad. At the Icelandic Opera the has sung the title role of the Little Girl with the Matches and Flora in Benjamin Britten's The Turn of the Screw.
Hlíf Sigurjónsdóttir furthered her violin studies at the Universities of Indiana and Toronto with Franco Gulli and Lorand Fenyves, and the Banff School of Fine Arts. Later she took lessons with Gerald Beal in New York. She has been fortunate enough to work with many of the leading musicians of the twentieth century, including William Primrose, Janos Starker, Rucciero Ricci, Igor Oistrach, György Sebök and the members of the Hungarian quartet.
    Hlíf has given numerous concerts both as a soloist and with various ensembles and orchestras. A critically acclaimed 2-CD set of her playing the Sonatas and Partitas for solo violin by J.S. Bach has been highly praised, as well as her most recent disk, DIALOGUS, with solo violin works, all of which were written for her.
Leon van Mil studied music at the Sweelinck Conservatory in Amsterdam, graduating as an 'Improvising Musician', with the baritone saxophone as his main instrument. Since then Leon has been very active as a saxophone player in various musical styles with the emphasis on jazz. He is a member of the dance band Zoot, the jazz quartet Beaugard and the pop group Vanzanden and is the conductor of a Big Band in Amsterdam. Leon has released several CDs with his saxophone quartet Saxo Panico, including Stabat Mater by Pergolesi. He has taken part in concert tours to China, Thailand and all over Europe, including Iceland.
    Besides playing, Leon teaches the saxophone and leads the Jazz Academy in the Amsterdam Music School.
Educated in Hannover and Münster in Germany and later in Boston, Tinna Þorsteinsdóttir plays every style of the piano repertoire. She has a wide range of experience with contemporary music and has been active as a performance artist, as well as a pianist and an improviser. Her creative output includes making sound-scapes, playing prepared and toy pianos and collaborating with a variety of other art forms.
    Tinna has premiered around 70 piano works specially written for her in recent years and has also performed at a wide variety of special events including the World Expo 2010 in Shanghai and the Venice Biennale in 2011. Tinna's solo CD Granit Games with Icelandic piano music was released in 2007. She is one of the curators for the artist collective Peripheriberry and of the Cycle Music and Art Festival. Tinna was awarded the DV Culture Prize in Iceland in 2013.
Sólveig Anna Jónsdóttir studied the piano at the Music Schools of Ísafjörður and Akureyri, the Reykjavík College of Music and the University of Houston in Texas. Among her teachers were Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson and Nancy Weems. Sólveig Anna also has extensive experience as a piano teacher and an accompanist. She is currently the assistant principal of the Garðabær Music School.
    Sólveig Anna has worked with solo singers, choirs, soloists and chamber orchestras and has also performed in Iceland and abroad.
Anna Áslaug Ragnarsdóttir studied music at the music schools in Ísafjörður and Reykjavík and later in London and Munich. She has been active as a pianist on the concert stage in Europe, North America and Japan. She has given a great number of solo recitals in Iceland, e.g. for the Dark Music Days, the Tíbrá Concert Series, LSÓ Summer Concerts, the music societies in Reykjavík, Akureyri and Ísafjörður. On several occasions she has been a soloist with the Iceland Symphony Orchestra. Anna Áslaug has recorded for radio and television and the Iceland Music Information Centre has released a record of her playing Icelandic contemporary piano music.
    In recent years Anna Áslaug has been increasingly active performing chamber music and as an accompanist with singers. Anna Áslaug resides in Munich and Reykjavík.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release