Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Sumartónleikabæklingur 2015 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 11. ágúst 2015 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2000 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Ingibjörg og Sólveig |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Ingibjörg Guðjónsdóttir í síma 864 2722 og Sólveig Anna Jónsdóttir í síma 869 0568 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Ingibjörg Guðjónsdóttir nam söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistarskóla Garðabæjar og stundaði framhaldsnám við Háskólann í Bloomington í Indiana hjá Virgina Zeani. Hún hefur einnig numið hjá Kerstin Buhl-Möller og hinni þekktu sópransöngkonu Ileana Cotrubas. Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum, óperum og sungið einsöng með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum. Undanfarin ár hefur hún mikið flutt samtímatónlist og frumflutt fjölda verka íslenskra tónskálda.
Ingibjörg hefur gefið út tvær geislaplötur; Óperuaríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ó Ó Ingibjörg þar sem hún syngur íslensk sönglög í frumlegum búningi með bræðrum sínum, djasstónlistarmönnunum Óskari og Ómari. Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, stjórnar Kvennakór Garðabæjar og er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Þriðjudagsklassík í Garðabæ.
Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd á Akureyri. Hún hóf píanónám hjá Ragnari H. Ragnar á Ísafirði en nam einnig við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík og framhaldsnám stundaði hún hjá Nancy Weems við háskólann í Houston í Texas. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og meðleik með nemendum að aðalstarfi, en gegnir nú stöðu aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Garðabæjar.
Meðfram kennslu hefur Sólveig Anna tekið virkan þátt í tónlistarlífinu, haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis sem meðleikari einsöngvara og kóra, leikið kammertónlist af ýmsu tagi og tekið þátt í flutningi verka með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 11th, 2015 at 8:30 pm Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted Where is the Museum? |
Ingibjörg og Sólveig |
A
PDF version of the
program Further information on this concert give: Ingibjörg Guðjónsdóttir, tel 864 2722 and Sólveig Anna Jónsdóttir, tel 869 0568 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805. |
Ingibjörg Guðjónsdóttir began her music studies at the Garðabær School of Music and furthered her studies at Indiana University in Bloomington where she worked with Virgina Zeani. She has also studied with Kerstin Buhl-Möller and the well-known Romanian soprano Ileana Cotrubas. Besides Ingibjörg's solo career in Iceland and Denmark, she has given recitals and performed as a soloist with symphony orchestras and choirs elsewhere in Europe. In her collaboration with the Icelandic ensemble CAPUT, she has premiered many Icelandic contemporary works.
Ingibjörg has released two CDs; Opera Arias, with the Iceland Symphony Orchestra, and Ó Ó Ingibjörg, where she sings Icelandic songs with her brothers, saxophone player Óskar and guitarist Ómar. Ingibjörg currently teaches singing at Hafnarfjörður School of Music and conducts the Garðabær Women's Choir which she established in 2000.
Sólveig Anna Jónsdóttir studied the piano at the Music Schools of Ísafjörður and Akureyri, the Reykjavík College of Music and the University of Houston in Texas.
Among her teachers were Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson and Nancy Weems. Sólveig Anna has an extensive experience as a piano teacher and an accompanist, and is currently the assistant principal of the Garðabær Music School. Sólveig Anna has worked with solo singers and choirs, soloists and chamber orchestras and performed in Iceland and abroad.