Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Sumartónleikabæklingur 2015 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 4. ágúst 2015 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2000 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Alexandra, Ásgeir, Jónína og Guðrún |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veita: Alexandra Chernyshova í síma 894 5254 og Guðrún Ásmundsdóttir í síma 898 4385 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Alexandra Chernyshova er fædd í Úkraínu, nam við tónlistarháskólann í Kiev og lauk söng- og kennaraprófi í óperusöng 2003 frá tónlistarháskólanum í Odessa. Hún lauk meistaranámi í menningarstjórnun frá háskólanum Kiev árið 2011 og M.Mus. gráðu frá Listaháskóla Íslands tveimur árum síðar. Einnig hefur hún kennsluréttindi í ensku, spænsku og bókmenntum frá háskólanum í Kiev. Alexandra hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum Úkraínu, útvarpi og sjónvarpi og á alþjóðlegum sönghátíðum í Úkraínu, Þýskalandi, Moldóvíu, Ítalíu, Litháen, Eistlandi og á Íslandi.
Alexandra flutti til Skagafjarðar 2003 og stofnaði þar söngskóla og stúlknakór og starfrækti óperu. Hún tók þátt í söngkeppni árið 2013 í New York og var valin úr 400 þátttakendum til að syngja á Alþjóða nútíma óperuhátíðinni í New York. Á liðnu ári söng hún hlutverk Ragnheiðar í konsertuppfærslu á óperu hennar og Guðrúnar Ásmundsdóttur Skáldið og biskupsdóttirin í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sama ár hlaut hún viðurkenningu frá forseta Íslands fyrir störf og afrek á sviði menningar.
Ásgeir Páll Ágústsson lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2006. Aðalkennarar hans þar voru Guðmundur Jónsson og Bergþór Pálsson. Í kjölfarið stundaði hann framhaldsnám við Mozarteum í Salzburg undir leiðsögn Martha Sharp og starfaði síðan um skeið í Þýskalandi. Á meðal hlutverka sem hann hefur sungið eru Almaviva greifi í Brúðkaupi Fígarós, Papageno í Töfraflautunni, Gianni Schicchi í samnefndri óperu, Antonio/Taddeo í Pagliacci og Figaro í Rakaranum frá Sevilla. Hann hefur einnig sungið í tónleikauppfærslum á Íslandi, Austurríki og Þýskalandi, til dæmis í Carmina Burana, í óratoríunum Messías, Fauré Requiem, Mattheusarpassíunni og Jóhannesarpassíunni.
Ásgeir býr nú á Íslandi og starfar sem söngvari, söngkennari og útvarpsmaður, en er jafnframt mjög virkur á óperu- og söngleikjasviðinu í Þýskalandi.
Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari hlaut grunnmenntun sína í píanóleik við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og nam við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með burtfarar- og kennarapróf árið 1990. Aðalkennari hennar var Anna Þorgrímsdóttir. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Bergen frá 1991−95 og lauk þaðan lokaprófi í píanóleik og kammertónlist með söng sem aukafag. Aðalkennari hennar þar var Jiri Hlinka. Jónína hefur leikið á tónleikum með fjölda kóra, einsöngvara og hljóðfæraleikara hérlendis og erlendis. Hún stjórnar kór og er listrænn stjórnandi IsNord tónlistarhátíðarinnar í Borgarnesi. Norræna tríóið Trio Danois, sem hún leikur með, flutti norræna dagskrá á fjórtán tónleikum í sjö löndum á liðnu ári.
Jónína starfar nú sem kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, er meðleikari við fiðlu- og söngdeild skólans og organisti og kórstjóri í Stafholtssókn.
Guðrún Ásmundsdóttir lærði leiklist í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar, Þjóðleikhússkólanum og Central School of Speech Training and Dramatic Art í London.
Guðrún hefur verið fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1964, og einnig starfað þar sem leikstjóri. Hún hefur skrifað mörg leikrit, þekktast þeirra er trúlega Kaj Munk, en fyrir það verk veittu Danir henni Kaj Munk verðlaunin sem veitt eru þeim sem skrifað hafa og unnið til eflingar friðar í heiminum. Hún hefur leikstýrt óperum hjá Óperu Skagafjarðar og árið 2014 samdi hún handrit að óperunni Skáldið og biskupsdóttirin við tónlist Alexöndru Chernyshova, sem flutt var í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, August 4th, 2015 at 8:30 pm Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted Where is the Museum? |
Alexandra, Ásgeir, Jónína and Guðrún |
A
PDF version of the
program Further information on this concert give: Alexandra Chernyshova, tel 894 5254 and Guðrún Ásmundsdóttir, tel 898 4385 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805. |
Alexandra Chernyshova was born in Ukraine and studied at the University of Kiev and the Music Academy in Odessa where she received her degree in 2003 as an opera singer and teacher. She holds a master's degree in cultural management, as well as a diploma in teaching English, Spanish and literature from the University of Kiev and also M.Mus. degree from the Iceland Academy of the Arts. She has performed in all major opera houses in Ukraine, on the radio and television and participated in international song festivals in Ukraine, Germany, Moldova, Italy, Lithuania, Estonia and Iceland.
After moving to North Iceland in 2003, she founded a singing school, girl's choir and an Opera House. In 2013 she was selected from 400 participants to sing in the Contemporary Opera Center in New York. Last year she sang the leading role in her opera The Poet and the Bishop's Daughter - with lyrics by Guðrún Ásmundsdóttir - in a concert performance at the Saurbær Church of Hallgrímur Pétursson. The same year she received an award from the president of Iceland for outstanding achievement in music.
Ásgeir Páll Ágústsson baritone has been performing as a professional opera-, musical-, and concert singer since 2007. His repertoire includes the roles of Graf Almaviva (Die Hochzeit des Figaro), Papageno (Die Zauberflöte), Gianni Schicchi (Gianni Schicchi), Falke (Die Fledermaus), Plunkett (Martha), Antonio/Taddeo (Pagliacci) and Figaro (Der Barbier von Sevilla). He has also taken part in concert performances such as: Messiah, Johannes-Passion, Matthäus-Passion, Carmina Burana, Mozart's Requiem and Fauré Requiem.
Ásgeir studied singing at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Mozarteum in Salzburg with prof. Martha Sharp. Currently he makes his living as a singer, radio moderator, a manager and vocal teacher in Iceland but is still very active in the opera and the musical scene in Germany.
Jónína Erna Arnardóttir studied the piano in Iceland and graduated as pianist and piano teacher from the Reykjavík College of Music in 1990. She furthered her studies with professor Jiri Hlinka at the Bergen Music Conservatory in Norway where she majored in accompaniment and chamber music, and took classical singing as her minor subject.
Jónína is very much sought after as an accompanist, appearing in concerts with choirs, singers and other musicians. She is the artistic director of music festival IsNord in Borgarnes and last year her trio, Trio Danois, gave fourteen concerts with Scandinavian music in seven countries. Jónína also conducts choirs and is the organist of the Church of Stafholt in Borgarfjörður. She teaches the piano and is the head of the piano department at the Borgarfjörður Music School.
Actress Guðrún Ásmundsdóttir studied at the Lárus Pálsson School of Drama, the Icelandic National Theatre Drama School and the Central School of Speech Training and Dramatic Art Hall in London. She has worked as an actor and director at the Reykjavík City Theatre since 1964. She has written a number of plays, and for her play Kaj Munk she received the prestigious Danish Kaj Munk Award, given to people who have written and worked to promote peace in the world.
Guðrún has directed several operas at Ópera Skagafjarðar and in 2014 she wrote the script of the opera the Poet and the Bishop's Daughter to Alexandra's Chernyshova's music, which was performed at the historical site, Hallgrímskirkja í Saurbæ, in Hvalfjörður, West Iceland.