Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2015
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 28. júlí 2015 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Eva Þyri og Erla Dóra
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Erla Dóra Vogler í síma 894 2306
og Eva Þyri Hilmarsdóttir í síma 865 0167

Sjá einnig

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Ljóðafljóð

Jórunn Viðar er meðal dáðustu núlifandi tónskálda þjóðarinnar. Á næstu sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns flytja þær Erla Dóra Vogler mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sönglög og þjóðlagaútsetningar hennar. Markmið tónleikanna er að kynna þann framúrskarandi arf söngljóða sem Jórunn Viðar hefur látið þjóðinni í té á starfsævi sinni sem tónskáld, en hún verður 97 ára í desember.

Erla Dóra Vogler ólst upp á Egilsstöðum og hóf þar sitt söngnám. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, undir handleiðslu Þórunnar Guðmundsdóttur, vorið 2007 og hlaut inngöngu í óperudeild Tónlistarháskólans í Vín þá um haustið. Meðal kennara hennar þar voru prófessorarnir Orlowsky, Theimer og Bernhard Adler. Að loknu námi við óperudeildina nam hún eitt ár við ljóða- og óratoríudeild háskólans hjá Marjana Burgstaller-Lipovšek.
    Síðan Erla lauk námi hefur hún komið fram bæði sem klassísk söngkona og dægurlagasöngkona, og sem áhugaleikari. Hún hefur sungið einsöng á fjölmörgum tónleikum, með hljómsveit, einleikshljóðfærum og kammersveitum á Íslandi og í Austurríki - jafnt í Salnum í Kópavogi, Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og í Musikverein í Vínarborg. Einnig hefur hún tekið þátt í söngleikjum og leikritum. Á árunum 2008-11 var hún styrkþegi sjóðs Yehudi Menuhin - Live Music Now - og árið 2010 hlaut hún austurrískan styrk til að gefa út geisladiskinn Víravirki sem kom út sama ár. Erla tók við starfi Ferða- og menningarmálafulltrúa Djúpavogshrepps í febrúar 2015.

Að loknu píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nam Eva Þyri Hilmarsdóttir hjá John Damgaard við Tónlistarháskólann í Árósum og lauk þar diploma og einleikaraprófi. Hún stundaði MA nám í meðleik við Royal Academy of Music í London og útskrifaðist með hæstu einkunn og hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi lokatónleika. Aðalkennari hennar þar var Michael Dussek. Eva Þyri hefur haldið fjölda einleikstónleika, tekið þátt í meistaranámskeiðum og leikið á tónlistarhátíðum, t.d. í Berlín og London. Hún leggur áherslu á kammertónlist og ljóðasöng, tók t.d. þátt í Song Circle í Royal Academy of Music í London og hefur verið meðleikari í North Sea Vocal Academy í Danmörku.
    Hérlendis hefur hún meðal annars haldið einleikstónleika, tekið þátt í frumflutningi sönglaga Áskels Mássonar og Atla Heimis Sveinssonar og nú síðast The Melancholy Stream eftir Oliver Kentish. Eva Þyri starfar einnig sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Kópavogs.

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 28th, 2015 at 8:30 pm

Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Eva Þyri and Erla Dóra
A PDF version of the program

Further information on this concert give:

Erla Dóra Vogler, tel 894 2306
and
Eva Þyri Hilmarsdóttir, tel 865 0167

Further information on the concert series gives:

Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. 863 6805.

Next Tuesday evening in Sigurjón Ólafsson Museum

Mezzo-soprano Erla Dóra Vogler and pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir perform songs an lieder by one of the Iceland's pioneer composers, Jórunn Viðar. The aim of the concert is to give an insight into the musical heritage Jórunn has composed over her live span, but she will turn 97 next December.
Mezzo-soprano, Erla Dóra Vogler, grew up in East Iceland where she started her music studies. She graduated from the Reykjavík College of Music in 2007 , where Þórunn Guðmundsdóttir was her teacher, and was subsequently admitted to the Opera Department of the Conservatory of Music in Vienna. Among her teachers there were professor Orlowsky, Theimer and Bernhard Adler. After graduation, she furthered her studies at the Department of Lieder and Oratorio with Marjana Burgstaller-Lipovšek.
    Erla's repertoire spans both classical and lighter music. She has performed in numerous solo concerts, with orchestras, solo instruments and chamber orchestras, both in Iceland and Austria. As a skilled actress she has participated in musicals and plays. From 2008 to 2011 Erla was part of the Live Music Now program of Lord Yehudi Menuhin in Vienna, and in 2010 she received a grant from an Austrian institution to record the CD Víravirki. Erla is the Representative of Tourism and Culture in Djúpivogur, East Iceland.

Eva Þyri Hilmarsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music and furthered her studies in Denmark, with prof. John Damgaard at the Royal Academy of Music in Aarhus, receiving an Advanced Soloist Diploma. She studied with Michael Dussek at the Royal Academy of Music in London and graduated from the MA Piano Accompaniment Course with Distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpender Piano Prize for an outstanding final recital.
    Eva Þyri gives solo recitals, performs with various orchestras and ensembles, and has premiered numerous works by Icelandic and Scandinavian composers, e.g. in festivals such as Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival in Berlin and Young Composers' Symposium in London. She has performed in the Royal Academy of Music's Song Circle and has been involved in the North Sea Vocal Academy in Denmark. She teaches the piano and is very active in her two main field of interests, chamber music and lieder.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
fréttatilkynningu lokið / end of release