Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Sumartónleikabæklingur 2014 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 29. júlí 2014 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2000 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Sigurður Bjarki, Una, Helga Þóra og Þórunn Ósk |
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Sigurður Bjarki í síma 663 5678 |
Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði Una Sveinbjarnardóttir nám við Tónlistarháskólann í Köln og Listaháskóla Berlínar - UdK, þaðan sem hún lauk Konzertexamen gráðu. Aðalkennarar hennar voru Mark Reedman, Thomas Brandis og félagar Alban Berg strengjakvartettsins.
Hún hefur leikið fiðlukonserta Shostakovich, nr. 1, og Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hefur hún frumflutt á Íslandi fiðlukonserta Philip Glass, Kurt Weill, Atla Heimis Sveinssonar, Páls Ragnars Pálssonar, Högna Egilssonar og Sveins Lúðvíks Björnssonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún fæst einnig við tónsmíðar og hefur unnið með Jóhanni Jóhannssyni og Bedroom Community.
Una er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og hefur verið gestakonsertmeistari Klassische Philharmonie Bonn, Trondheim Symfoniorkester og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún kennir fiðluleik og kammertónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík og Nýja tónlistarskólann.
Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur hjá Gígju Jóhannsdóttur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara. Vorið 2004 útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands og hóf nám við Listaháskólann í Berlín (UdK) hjá Isabelle Faust og lauk þaðan diplom-prófi 2007. Jafnframt lærði hún kammertónlist hjá Artemis kvartettinum. Árið 2013 lauk hún meistaraprófi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Brussel þar sem hún stundaði nám hjá Kati Sebestyen.
Helga Þóra hefur oft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og með strengjasveitinni Skark. Hún hefur verið meðlimur kammersveitarinnar Ísafoldar frá upphafi, er meðlimur Elektra Ensemble og strokkvartettsins Siggi og leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og Ensemble Adapter í Berlín.
Þórunn Ósk Marinósdóttir stundaði fiðlunám við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Lilju Hjaltadóttur og seinna víólunám við Konunglega tónlistarháskólann í Brussel hjá Ervin Schiffer. Hún starfar sem leiðandi víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir á víólu við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.
Þórunn hefur komið reglulega fram sem einleikari og hefur útgáfufyrirtækið Smekkleysa meðal annars gefið út hljóðritanir með leik hennar af verkum Hafliða Hallgrímssonar; víolukonsertinn Herma með Kammersveit Reykjavíkur og Dagbókarbrot fyrir víólu og píanó með Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.
Sigurður Bjarki Gunnarsson hóf sellónám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hann stundaði nám hjá David Soyer við Manhattan School of Music og lauk Bachelors prófi árið 1998. Sigurður lauk meistaraprófi frá Juilliard-tónlistarháskólanum í New York árið 2000 undir handleiðslu Harvey Shapiro.
Sigurður Bjarki hefur komið fram á tónleikum á Íslandi, Bretlandi, Japan, Bandaríkjunum og Kanada, með ýmsum tónlistarhópum í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal í Carnegie Hall og Lincoln Center. Sigurður Bjarki hefur starfað með í Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 2002.
Strokkvartettinn Siggi varð til á tónlistarhátíðinni Ung Nordisk Musik 2012.
Kvartettinn kom fram í röðinni Klassík í Salnum síðastliðinn vetur, þar sem þau frumfluttu meðal annars strengjakvartett eftir Hauk Tómasson og í tónleikaröðinni Töframáttur tónlistar árið 2014.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, July 29 at 8:30 PM Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted Where is the Museum? |
Sigurður Bjarki, Una, Helga Þóra and Þórunn Ósk |
A
PDF version of the
program Further informations gives: Sigurður Bjarki tel 663 5678 |
Violinist Una Sveinbjarnardóttir studied at the Hochschule für Musik und Tanz in Köln and at UdK Berlin, after receiving her B.A. degree in Reykjavík 1995 where her teacher was Mark Reedman. In Köln (Cologne) she also studied chamber music with the renowned Alban Berg String Quartet.
Una has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra on numerous occasions and premiered several concertos in Iceland. She has performed on albums by Björk, Rammstein, Bonnie Prince Billy, Till Brönner, Ane Brun, Mugison and many others. She is the concertmaster of the Reykjavík Chamber Orchestra and has been guest concertmaster of the Klassische Philharmonie Bonn, Trondheim Symfoniorkester and the Icelandic Opera. Her second album >Umleikis will be released this spring.
Violinist Helga Þóra Björgvinsdóttir studied the violin in Reykjavík with professor Guðný Guðmundsdóttir. After graduating with Bachelor degree from the Iceland Academy of the Arts in 2004 she moved to Germany to study at the Universität der Künste in Berlin with the violin soloist Isabelle Faust. She graduated in July 2007 with a Diploma of highest grade and continued her studies with prof. Kati Sebestyen at the Royal Conservatory of Brussels from which she received her Master's degree in 2013.
Helga has often appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and the Icelandic Youth Orchestra. She is an active chamber musician in Iceland as a member of the Ísafold Chamber Orchestra, Reykjavík Chamber Orchestra, Elektra Ensemble and Siggi Strings. She also performs regularly with the Ensemble Adapter in Berlin. She is currently a member of the Iceland Symphony Orchestra.
Þórunn Ósk Marinósdóttir began her musical studies on the violin at the Akureyri Music School. Later she went to Brussels to study the viola and received her Master's degree from the Royal Conservatory of Brussels, where Ervin Schiffer was her teacher. She plays with the Iceland Symphony Orchestra as the principal violist and teaches viola at the Reykjavík College of Music and the Iceland Academy of the Arts.
Þórunn performs regularly as a soloist and her recordings of Hafliði Hallgrímsson compositions; Herma - a concerto for viola and string orchestra with Reykjavík Chamber Orchestra and Notes from a Diary for viola and piano with Steinunn Birna Ragnarsdóttir, have been released by the Smekkleysa record label.
Sigurður Bjarki Gunnarsson graduated from the Reykjavík College of Music in 1995 and continued his cello studies at the Manhattan School of Music in New York City under the instruction of David Soyer from where he received a Bachelor's degree in 1998. Then he enrolled in the graduate program at the Juilliard School of Music in New York and received his Master's degree under the instruction of Harvey Shapiro two years later.
Sigurður has performed in numerous recitals in Iceland, the UK, Japan, the United States and Canada. He has also performed with various chamber ensembles in Scandinavia, the UK and in the US. This includes performances on BBC radio, at Carnegie Hall and Lincoln Center. Sigurður Bjarki has been a member of the Iceland Symphony Orchestra since 2002.
Siggi Strings was formed during the Ung Nordisk Musik Festival in the year 2012 and has since appeared in the Classical Concert Series of Salurinn in Kópavogur where they premiered a new string quartet by Haukur Tómasson and in the Magic of Music concert series in 2014.