Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2014
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 22. júlí 2014 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Carl, Sigurjón og Lilja

Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Lilja í síma 662 0391
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805

Rómantík þýsku meistaranna
á næstu Sumartónleikum Listasafns Sigurjóns

Lilja Guðmundsdóttir, Sigurjón Bergþór Daðason og Carl Philippe Gionet flytja Rómantík þýsku meistaranna á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 22. júlí. Efnisskráin samanstendur af tónlist eftir Schubert, Schumann, Wolf og Spohr fyrir sópran, klarinett og píanó.
Lilja Guðmundsdóttir ólst upp á Kópaskeri og lærði þar á þverflautu og píanó. Síðar nam hún hjá Sigríði Aðalsteinsdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan 2006. Næstu fjögur ár stundaði hún nám við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík, þar sem kennarar hennar voru Jón Þorsteinsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Tvívegis hlaut hún styrki frá píanistanum Dalton Baldwin til að sækja námskeið í Frakklandi. Vorið 2010 hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Sigurðar Demetz og stundar nú meistaranám í Konservatorium Wien Privatuniversität undir leiðsögn Uta Schwabe.
    Lilja hefur sungið á mörgum tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Song á vegum CCCR. Í Vín hefur hún sungið hlutverk Nellu og Laurettu í Gianni Schicchi, Madame Lidoine í Dialogues des Carmélites og Fiordilgi í Così fan tutte. Hér heima söng hún hlutverk Donnu Elviru í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins á Don Giovanni og Frasquita í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen. Í byrjun þessa mánaðar söng Lilja hlutverk Næturdrottningarinnar í uppsetningu Ohpera á Töfraflautu Mozarts í Casino Baumgarten í Vínarborg.

Sigurjón Bergþór Daðason hóf tónlistarnám sitt hjá Lárusi Halldóri Grímssyni í Lúðrasveit Vesturbæjar, lærði síðan hjá Kjartani Óskarssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi árið 2005. Framhaldsmenntun sína sótti hann til Konunglega tónlistarháskólans í Stokkhólmi og Ecole Normale de Music í París. Kennarar hans og leiðbeinendur voru Hermann Stefánsson, Florent Héau og Guy Deplus.
    Undanfarin ár hefur Sigurjón leikið með kammerhópnum Set, efnt til kammertónleika meðal kennara Tónlistarskólans í Reykjanesbæ, komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, gripið í salon-tónlist og spilað í tónlistarhópnum Caput, auk fjölda annarra stærri og smærri hópa.

Carl Philippe Gionet píanóleikari er með doktorsgráðu í píanóleik frá Université de Montréal þar sem Paul Stewart, hinn kunni píanísti frá Nova Scotia, var aðalkennari hans. Hann hefur fengið tilsögn í meðleik hjá Roger Vignoles, David Lutz, Carolyn Hague og Susan Manoff og sótt námskeið í Académie de Villecroze hjá Dalton Baldwin, Heidelberg Lied Akademie með Thomas Hampson, the Crear Scholars með Malcolm Martineau, Schubert Stichting í Amsterdam og hjá Franz-Schubert-Institut. Auk þess hefur hann spilað á námskeiðum hjá Martin Isepp, Elly Ameling, Rinaldo Alessandrini, Wolfram Rieger, Julius Drake, Rudolf Jansen og Ivry Gitlis. Carl hefur hlotið margar styrki, þar á meðal frá Sylva Gelber Music Foundation, frá Canada Council for the Arts, Foundation des Jeunesses Musicales du Canada, the New Brunswick Arts Council, Université de Moncton og Université de Montréal. Hann hefur komið fram á tónleikum í Norður Ameríku, Evrópu og mið-Austurlöndum.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
July 22 at 8:30 PM

Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Carl, Sigurjón and Lilja
A PDF version of the program

Further informations gives:

Lilja Guðmundsdóttir tel 662 0391

German Romanticism
in Sigurjón Ólafsson Museum next Tueseay evening at 8:30 pm.


Lilja Guðmundsdóttir soprano, Sigurjón Bergþór Daðason clarinet and Carl Philippe Gionet piano perform compositions by Franz Schubert, Robert Schumann, Hugo Wolf and Louis Spohr.

Lilja Guðmundsdóttir studied the flute and piano in her home town, Kópasker North-Iceland, and later vocals at the Akureyri Music School with Sigríður Aðalsteinsdóttir. In 2006-2010 she studied at the Sigurður Demetz School of Singing in Reykjavík, with Jón Þorsteinsson and Sigrún Hjálmtýsdóttir. Lilja received scholarships from Dalton Baldwin in 2009 and 2010 and has participated in master classes with Barbara Bonney, Roger Vignoles, Lorraine Nubar, Galina Pisarenko and Angelika Kirschlager. Lilja has sung the roles of Donna Elvira in Don Giovanni in Harpa, Reykjavík and Suor Osmina/Una Novice in Sister Angelica by Puccini at the Theater an der Wien. In 2013 she sang Frasquita in Carmen at the Icelandic Opera and earlier this month she sang the role of the Queen of the Night in Mozart's Magic Flute in Casino Baumgarten in Vienna.
    Currently she studies at the Konservatorium Wien Privatuniversität with Uta Schwabe as her main teacher.

Sigurjón Bergþór Daðason started his musical studies with Lárus Halldór Grímsson. In 2000 he became a student of Kjartan Óskarsson and graduated from the Reykjavík College of Music in 2005. That same year he continued his studies with Hermann Stefánsson at the Royal College of Music in Stockholm where he also took lessons from Florent Héau.
    In 2008-2011 Sigurjón studied with Guy Deplus at the Ecole Normale de Musique de Paris. In recent years Sigurjón has played with the chamber group Set, organized faculty concerts at the Music School in Reykjanesbær, performed as a soloist with the Icelandic Youth Orchestra, played salon music, performed with the Caput Ensemble and various other music groups.

Whether as a soloist or an accompanist, the Canadian pianist Carl Philippe Gionet is a much sought after and works with numerous performers in North America, Europe and the Middle East. He received his training in piano accompaniment with Roger Vignoles, David Lutz, Carolyn Hague and Susan Manoff and has participated in the Académie de Villecroze with Dalton Baldwin, the Heidelberg Lied Akademie with Thomas Hampson, the Crear Scholars with Malcolm Martineau, the Schubert Stichting in Amsterdam and the Franz-Schubert-Institut. He also played in master classes of, among others, Martin Isepp, Elly Ameling, Rinaldo Alessandrini, Wolfram Rieger, Julius Drake, Rudolf Jansen and Ivry Gitlis. Carl is an award recipient of the prestigious Sylva Gelber Music Foundation and of numerous scholarships and grants.
    Carl Philippe Gionet received his Doctorate in Piano Performance at the Université de Montréal under the direction of the renowned Nova Scotian pianist Paul Stewart.

fréttatilkynningu lokið / end of release