Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Sumartónleika- bæklingur 2013 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 23. júlí 2013 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2000 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Sólveig Samúelsdóttir og Héctor Eliel Márquez Fornieles |
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Sólveig Samúelsdóttir í síma 695 3280 Upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805 |
Sólveig Samúelsdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Ísafirði og síðar píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún nam söng við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Elísabetar F. Eiríksdóttur og Listaháskóla Íslands hjá Elísabetu Erlingsdóttur og lauk þaðan B. Mus. gráðu í einsöng vorið 2005 og kennaraprófi ári síðar. Hún hefur sótt einkatíma hjá Giovanna Canetti prófessor í Mílanó og námskeið hjá, m.a. Joy Mammen, Galinu Pisarenko, Dalton Baldwin, Kiri Te Kanawa og David Jones.
Sólveig hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í óperuuppfærslum Óperustúdíós Íslensku Óperunnar, þar á meðal hlutverk Dorabellu í Così fan tutte eftir Mozart og kemur reglulega fram sem einsöngvari með kórum og hljómsveitum. Hún söng um skeið með kammerkórunum Schola Cantorum og Carminu og hefur flutt með þeim margvíslega tónlist bæði innanlands og erlendis og tekið þátt í upptökum með þeim. Árið 2005 gaf hún út hljómplötuna Melodiu sem hlaut mikið lof gagnrýnenda, en þar syngur hún ljúfa kvikmyndatónlist í útsetningum Samúels, bróður síns.
Héctor Eliel Márquez Fornieles nam píanóleik, kammertónlist og tónvísindi við Victoria Eugenia tónlistarháskólann í fæðingarborg sinni, Granada, og stundaði framhaldsnám við Schola Cantorum Basiliensis í Sviss, undir handleiðslu Edoardo Torbianelli. Í námi sínu lagði hann sérstaka áherslu á tónsmíðar fyrir söngrödd, bæði kórverk og einsöngsverk.
Héctor býr yfir mikilli reynslu af því að starfa með söngvurum og hefur leikið undir á fjölmörgum námskeiðum, m.a. með Nancy Argenta, Ana Luisa Chova, Carlos Hacar, Coral Morales, og Gerd Türk. Hann hefur verið aðstoðarkórstjóri kórs Sinfóníuhljómsveitar Granada og meðleikari við Tónlistarháskólann Victoria Eugenia í Granada. Í desember 2011 hlaut Héctor fyrstu verðlaun fyrir verk sitt Revelación í alþjóðlegri samkeppni um kórverk og í fyrra hlaut hann styrk úr spænskum tónsmíðasjóði til frumflutnings á verki með sinfóníuhljómsveitinni í Granada (OCG).
Sólveig og Héctor komu fyrst fram saman á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði 2010, og hafa einnig haldið tónleika á Spáni og nýlokið er upptökum á sönglögum Héctors fyrir útgáfufyrirtækið IBS Classical.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, July 23 at 20:30 Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted Where is the Museum? |
Sólveig Samúelsdóttir og Héctor Eliel Márquez Fornieles |
A
PDF version of the
program Further informations gives: Sólveig Samúelsdóttir tel: 695 3280 |
Sólveig Samúelsdóttir studied music at the Ísafjörður Music School, North West Iceland, and later piano at the Reykjavík College of Music. From 1997 she studied under the guidance of Elísabet F. Eiríksdóttir at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Iceland Academy of the Arts with Elísabet Erlingsdóttur. She graduated with B. Mus. degree as a soloist in 2005 and as a teacher the following year. Later, she studied with Professor Giovanna Canetti in Milan. She has attended master classes with - among others - Joy Mammen, Galina Pisarenko, Dalton Baldwin, Kiri Te Kanawa and David Jones.
Sólveig has performed with the Iceland Symphony Orchestra and the Icelandic Opera Studio, e.g. singing the role of Dorabella in Mozart's Così fan Tutte. She has been a member of the chamber choirs Schola Cantorum and Carmina, performing a broad range of music, recording and giving concerts both in Iceland and abroad. Her album, Melodia, released in 2005, where she sings film music arranged by her brother, Samúel, received much critical acclaim.
Héctor Márquez Eliel Fornieles studied piano, chamber music and musicology at the Victoria Eugenia School of Music in his home town, Granada, and later, at the Schola Cantorum Basiliensis in Switzerland, under the guidance of Edoardo Torbianelli. In his studies, he places special emphasis on composition for the voice, both choral and solo.
Héctor has extensive experience working with singers, and has accompanied numerous master classes, for singers including Nancy Argenta, Ana Luisa Chova, Carlos Hacar, Coral Morales, and Gerd Türk. He has been the assistant conductor of the Granada Symphony Orchestra Choir and an accompanist at the Victoria Eugenia School of Music in Granada. In December 2011 his work Revelación won first prize in the VI International Competition for Choral Composition of the ACCP, and last year he received a commission from the Fundación Autor and AEOS to premiere a work with the Orquesta Ciudad de Granada (OCG). Recently he finished recording his own songs with Sólveig Samúelsdóttir under the label IBS Classical.