Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumartónleika-
bæklingur 2012 
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 28. ágúst 2012 kl. 20:30

Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Hlín, Hólmfríður og Jón
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Hlín í síma 697 4560 eða hlinmin(hjá)gmail.com
Jón Sigurðsson, s: 847 9469 eða jonsigurds(hjá)hotmail.com
Hólmfríður Jóhannesdóttir, s: 698 7807 eða hjmezzo(hjá)gmail.com
Samhljómur tveggja radda á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns.
Hefðbundnir dúettar eftir Henry Purcell og Johannes Brahms, yngri tónlist eftir Jón Ásgeirsson og Hildigunni Rúnarsdóttur og aríur og dúettar úr ævintýraveröld frönsku óperunnar.
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran og Jón Sigurðsson píanó

Hlín Pétursdóttir Behrens lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1992. Hún hélt þá til framhaldsnáms að óperudeild Hochschule für Musik und Theater í Hamborg og starfaði að námi loknu sem söngkona í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Frakklandi um tíu ára skeið. Hún var fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern 1995-97 og við Staatstheater am Gärtnerplatz í München 1997-2004. Hún hefur sungið öll helstu verk kirkjubókmenntanna. Meðal stærri tónleika má nefna Carmina Burana og Requiem Mozarts í tónlistarhöllinni í Hamborg, Messías í Hamborg og Strahlsund og c-moll messu Mozarts í Hamborg og Kaiserslautern.
    Hlín flutti heim haustið 2004 og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og heldur söngnámskeið. Hér hefur hún sungið hlutverk Musettu í La Bohème eftir Puccini, Clorindu í Öskubusku eftir Rossini og Ännchen í Galdraskyttunni eftir Weber. Hún kemur reglulega fram á kammertónleikum og heldur ljóðatónleika, bæði hér heima og erlendis.

Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzo-sópran lauk einsöngvaraprófi frá Franz Schubert Konservatorium í Vín árið 1996 og næstu þrjú árin nam hún söng og leiklist í Vín og Mílanó, en þar stundaði hún einnig tungumálanám. Árið 2002 lauk hún burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og ári síðar lokaprófi í kennslufræðum frá Royal Academy of Music í Lundúnum. Veturinn 2005-06 var Hólmfríður tónlistar- og veislustjóri Listasafns Íslands og næstu tvo vetur kenndi hún söng og var skólastjóri söngskólans Anima. Frá 2008-10 starfaði hún í Vín með ferðaóperu sem fór um Austurríki, Þýskaland og Ítalíu og söng hlutverk Hans í barnaóperunni Hans og Gréta eftir Humperdinck. Hún hefur sungið víða um Evrópu og komið fram á fjölda galatónleika í Vín.
    Hólmfríður útskrifaðist sem dáleiðslutæknir frá The Hypnosis Centre vorið 2011. Hún hefur nú nýlokið framhaldsnámi í dáleiðslu frá Kanadamanninum Roy Hunter. Í dag starfar hún sem óperusöngkona og dáleiðslutæknir.

Jón Sigurðsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og Arizona State University í Bandaríkjunum og hefur einnig kynnt sér Funktionale Methode. Helstu kennarar hans hafa verið Helga Laxness, Halldór Haraldsson, Erika Haase, Gerrit Schuil og Caio Pagano. Hann hefur einnig tekið þátt í opnum kennslustundum hjá Ruth Slenczynska, Edith-Picht Axenfeld og Roger Woodward. Á undanförnum árum hefur Jón leikið víða, bæði á Íslandi og víðar í Evrópu, og einnig í Bandaríkjunum. Þá hefur hann flutt ýmiss konar tónlist, en þó hafa rómantísk og nútímaverk alltaf skipað stóran sess hjá honum.
    Jón heldur einleikstónleika reglulega, hefur leikið píanókonserta eftir Beethoven og komið fram með kammersveitum og fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum. Jón hefur leikið inn á tvo geisladiska sem gefnir voru út hjá Polarfonia Classics. Á þeim er að finna m.a. verk eftir Scriabin og Barber og sónötur eftir Strauss, Schumann og Mozart.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
August 28 at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Hlín, Hólmfríður and Jón
A PDF version of the program

Further informations gives
Hlín, tel: 697 4560 or hlinmin( at)gmail.com
Jón Sigurðsson, tel: 847 9469 or jonsigurds( at)hotmail.com
Hólmfríður Jóhannesdóttir, tel: 698 7807 or hjmezzo( at)gmail.com

The harmony of two voices at Sigurjón Ólafsson Museum´s next summer concert.
Traditional duets by Henry Purcell and Johannes Brahms, more contemporary music by Jón Ásgeirsson and Hildigunnur Rúnarsdóttir, followed by the romantic and luscious world of French opera.
Hlín Pétursdóttir Behrens soprano, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzo-soprano and Jón Sigurðsson piano.
Soprano Hlín Pétursdóttir Behrens studied singing at the Reykjavík College of Music and the Hochschule für Musik und Theater in Hamburg. In the years 1992-2004 she performed in various opera houses in Germany, Austria, Switzerland and France. She was with Pfalztheater Kaiserslautern 1995-97 and Staatstheater am Gärtnerplatz 1997-2004. She has been heard in Carmina Burana and the Requiem by Mozart in Hamburg, Händel's Messiah in Hamburg and Strahlsund, and Mozart's C-Minor mass in Hamburg and Kaiserslautern.
    Hlín returned to Iceland in 2004 and continued performing concerts both in Iceland and abroad, singing church music and giving lied recitals. She teaches at the Reykjavík College of Music, the Sigurður Demetz School of Singing and gives master classes. In Iceland she has sung the roles of Musetta in La Bohème, Clorinda in La Cenerentola and Ännchen in Freischütz.

Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzo-soprano received her singer's diploma from the Franz Schubert Conservatory in Vienna, Austria in 1996. For the following three years she studied singing, drama and languages in Vienna and Milan. In 2002 she finished her singing diploma from the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts, and her teacher's diploma a year later. In 2005-6 she was the music and festival manager of the National Gallery of Iceland, and for the next couple of years she was the principal of the Anima singing school in Reykjavík. In 2008-10 Hólmfríður worked with a travelling opera, performing in Austria, Germany and Italy. She also sang Gala Concerts and performed recitals and concerts widely in Europe.
    Last year she graduated as a hypnotherapist from the Hypnosis Centre, and this year from Roy Hunter a professional hypnotherapist in Regression Therapy and Parts Therapy. She works as an opera singer and hypnotherapist.

Jón Sigurðsson studied at the Reykjavík College of Music, the Sigurður Demetz School of Singing and the Arizona State University and he has participated in Master Classes with Ruth Slenczynska, Edith-Picht Axenfeld and Roger Woodward. His teachers have been Helga Laxness, Halldór Haraldsson, Erika Haase, Gerrit Schuil, and Caio Pagano.
    Over the years Jón has performed music of different styles, but romantic and contemporary music have always been present in his concerts. Recently, he has appeared in concerts in Iceland, Denmark, Finland, Italy, and in the US. Besides appearing regularly as a soloist, and joining various chamber ensembles, he has recorded two CDs on the Polarfonia Classics label. These recordings feature works by Scriabin, Barber and sonatas by Strauss, Schumann and Mozart.

fréttatilkynningu lokið / end of release