Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumartónleika-
bæklingur 2012 
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 21. ágúst 2012 kl. 20:30

Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Einar og Alessandra
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir
Einar í síma 891 7498
eða í tölvupósti
einarjoh(at)ismennt.is
Ítalskur andblær í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næsta þriðjudagskvöld.
Á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns koma fram Einar Jóhannesson klarinettuleikari og ítalski píanóleikarinn Alessandra Pompili. Þau leika verk eftir Nino Rota, Franz Liszt, Þorkel Sigurbjörnsson, Sergio Calligaris og Paul Jean-Jean.
Einar Jóhannesson nam klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunnari Egilson og í Royal College of Music í London, þar sem kennarar hans voru Bernard Walton og John McCaw. Þar vann hann til hinna virtu Frederick Thurston verðlauna. Árið 1976 vann Einar samkeppni um þátttöku í Live Music Now sem Sir Yehudi Menuhin stofnaði, og hlaut síðar Sonning verðlaunin fyrir unga norræna einleikara. Einar er einn þeirra klarínettuleikara sem fjallað er um í bókinni 'Clarinet Virtuosi of Today' eftir breska tónlistarfræðinginn Pamelu Weston. Hann er tíður gestur á tónlistarhátíðum og hefur leikið fyrir útvarps- og sjónvarpsstöðvar margra landa. Einar hefur frumflutt fjölda verka, sem eru sérstaklega skrifuð fyrir hann, jafnt einleikskonserta, kammerverk og verk fyrir einleiksklarínettu. Einar hefur verið fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 1980. Hann er stofnfélagi Blásarakvintetts Reykjavíkur sem hefur getið sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi. Einar leikur einnig með Kammersveit Reykjavíkur og er félagi í miðaldasönghópnum Voces Thules.

Alessandra Pompili er fædd í Rómaborg og vakti snemma athygli fyrir óvenju skapandi hæfileika í píanóleik. Hún útskrifaðist með láði frá Casella Tónlistarháskólanum þar sem kennari hennar var tónskáldið og píanókennarinn Sergio Calligaris, og hélt síðan til frekara náms til Parísar og vann þar til verðlauna. Hún hefur komið fram sem einleikari á tónleikum og þekktum tónlistarhátíðum á Ítalíu, Englandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum og hlotið lof gagnrýnenda. Ítalskar rætur hennar hafa tengt hana við útvarpsstöð Vatíkansins í Róm sem hefur metnaðarfulla listræna dagskrá og evrópska útvarpskerfið EBU valdi einn þátta hennar til dreifingar um alla Evrópu. Hún hefur sérstakan áhuga á að kynna tónlist samtímatónskálda og hefur vakið athygli fyrir flutning á verkum Sergio Calligaris og Alan Hovhaness. Auk þess hefur hún meistaraprófgráðu í fornleifafræði og listum frá háskólum á Ítalíu og Englandi og hefur ásamt mörgu öðru sérhæft sig í að flytja tónlist með þátttöku myndlistar, t.d. í verkum eftir Franz Liszt.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
August 21 at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Einar and Alessandra
A PDF version of the program

Further informations gives
Einar at tel. 891 7498
or
einarjoh(at)ismennt.is

Italian atmosphere in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday.
Principal clarinet of the Iceland Symphony Orchestra, Einar Jóhannesson, and Italian pianist Alessandra Pompili, perform works by Nino Rota, Franz Liszt, Þorkell Sigurbjörnsson, Sergio Calligaris and Paul Jean-Jean.
Einar Jóhannesson studied the clarinet at the Reykjavík College of Music with Gunnar Egilson and the Royal College of Music in London with Bernard Walton and John McCaw. There he won the coveted Thurston Prize, awarded in memory of the great English clarinetist. In 1976 Einar won a competition to participate in Sir Yehudi Menuhin's Live Music Now. Three years later he was awarded the Sonning Prize for young Nordic Soloists. Einar is one of the clarinetists featured in Pamela Weston's book 'Clarinet Virtuosi of Today'. He has appeared as soloist and chamber musician all over the world and recorded for various radio and television networks, often presenting pieces especially written for him. Einar has been principal clarinet of the Iceland Symphony Orchestra since 1980 and is a founding member of the internationally recognized ensemble, the Reykjavík Wind Quintet. Einar is also a member of the Reykjavík Chamber Orchestra. He sings with Voces Thules, a group of five male singers specializing in medieval Icelandic church music.

Born in Rome, Alessandra Pompili is a classical pianist with a focus on presenting original and creative programmes to audiences. These range from monographic to historical recitals and, most recently include the combination between live music and visual support. She has performed as a soloist to critical public acclaim with several complimentary critiques in important venues and festivals in Italy, England, Hungary and the USA. Since 2006 Alessandra has recorded as a soloist for Vatican Radio and produced music programmes for the network. Her first recital has been presented to the European Broadcasting Union and requested by networks worldwide. After her 2009 recording she was invited to present programmes on the music of Franz Liszt, Alan Hovhaness and Nino Rota. As a long term pupil and protégé of composer Sergio Calligaris, she became an advocate of contemporary music, especially that of Calligaris and Alan Hovhaness. Since completing her music training she has also pursued her interest in History and Art and Archaeology, obtaining degrees from universities in Italy and England.

fréttatilkynningu lokið / end of release