Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Sumartónleika- bæklingur 2012 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 7. ágúst 2012 kl. 20:30 Miðasala við innganginn. Aðgangseyrir kr. 2000. Tekið er við greiðslukortum. Hvar er safnið? |
Sólrún og Anna Málfríður |
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Sólrún Bragadóttir í síma 615 1361 eða í tölvupósti solabraga1(at)gmail.com |
Að loknu námi hérlendis lauk Sólrún Bragadóttir meistaragráðu í einsöng og kennslu frá tónlistarháskólanum í Bloomington í Indiana. Meðal kennara hennar þar var hin þekkta rúmenska söngkona, Virginia Zeani.
Sólrún hefur starfað við helstu óperu- og leikhús í Þýskalandi t.d. í Kaiserlautern, Hannover, Düsseldorf, Mannheim, München, Karlsruhe, Kiel, Kassel, Heidelberg og einnig í Belfast, Avignon, Liége, Bern, Palm Beach, Tsuyama í Japan og víðar. Meðal hlutverka Sólrúnar má nefna Mimi í La Bohème, Suor Angelica í samnefndri óperu, Desdemona í Otello, Gilda í Rigoletto, Elísabet í Don Carlo, Greifafrúna í Brúðkaupi Fígarós, Pamínu í Töfraflautunni og Fiordiligi í Così fan tutte. Sólrún hefur oft komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum, tekið þátt í óperum, söngleikjum, ljóðatónlist, óratoríum og sungið Vínartónlist. Undanfarin ár hefur hún skapað sinn eiginn tónleikastíl þar sem efnisskrá er ekki fyrirfram ákveðin.
Hún hefur þróað það sem hún kallar 'Söngheilun' þar sem hún spinnur laglínur og tóna fyrir fólk sem liggur fyrir í slökun. Hún býr nú í Danmörku.
Anna Málfríður Sigurðardóttir er Ísfirðingur að uppruna og hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar, þar sem Ragnar H. Ragnar var aðal píanókennari hennar. Framhaldsnám stundaði hún við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan sem einleikari og kennari árið 1971. Hún stundaði síðan áframhaldandi nám hjá prófessor Brigitte Wild til ársins 1974, en prófessor Wild var fyrrum nemandi hins heimskunna píanóleikara Claudio Arrau.
Frá 1974 hefur Anna starfað sem píanókennari og píanóleikari, bæði á Íslandi og erlendis, nú síðast sem kennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hún hefur einnig verið leiðbeinandi á námskeiðum í píanóleik.
Anna Málfríður hefur haldið tónleika víðsvegar, bæði hér heima og erlendis og komið fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni í Trier en einnig verið virk í kammermúsík og meðleik.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, August 7th at 20:30 Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted. Where is the Museum? |
Sólrún and Anna Málfríður |
A
PDF version of the
program Further informations gives Sólrún, tel. 553 3101 or solabraga1(at)gmail.com |
Sólrún Bragadóttir - Sóla Braga continued her musical studies at the University of Bloomington in Indiana, where she achieved her bachelor and master degrees in Solo singing and Vocal pedagogy. She started her career in Germany singing many leading roles in opera houses all over Europe and singing different kinds of repertoire, ranging from oratorio, lieder, opera, operetta and musical pieces. She performs frequently as a soloist with orchestras. Some of her major stage roles are Mimi and Liù by Puccini, Mozart roles like Contessa, Elettra, Donna Anna, Pamina and Fiordiligi, roles by Verdi, Gilda, Desdemona and Elisabetta in Don Carlo, Beethovens Leonora and Micaëla in Carmen.
Sóla has developed her own song healing method and a capella singing for different occasions. She has also created her own concert concept where she spontaneously picks songs and arias influenced by the atmosphere created by the audience. Currently she lives in Denmark.
Anna Málfríður Sigurðardóttir was born in Ísafjörður, Iceland. She received her first music education at the Ísafjörður Music School, with Ragnar H. Ragnar as her main piano teacher. Further studies were at the Guildhall School of Music and Drama, London, where she took her performers and teachers diploma in 1971. She then continued her studies in London until 1974, with professor Brigitte Wild, a former student of world renowned pianist Claudio Arrau.
Since then she has been teaching and performing, giving numerous concerts at home and abroad, as a soloist and a chamber musician, appearing several times as a soloist with The Iceland Symphony Orchestra and also with the Städtisches Orchester Trier. Presently she works as a teacher and accompanist at the Tónskóli Sigursveins in Reykjavík and the Music School of Reykjanesbær, as well as giving Master-Classes.