Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. |
Sumartónleika- bæklingur 2012 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 31. júlí 2012 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2000 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Júlía og Sólrún |
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Júlía Traustadóttir í síma 695 5433 eða Sólrún Gunnarsdóttir í síma 865 9110 |
Júlía Traustadóttir hóf nám í fiðluleik fimm ára gömul við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík hjá Lilju Hjaltadóttur. Tólf ára fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lauk síðar sjöunda stigi í fiðluleik. Hún stundaði söngnám í sama skóla frá árinu 2004, fyrst hjá Elísabetu Erlingsdóttur og síðar hjá Hlín Pétursdóttur. Í lok árs 2006 hlaut Júlía inngöngu í Royal College of Music í Lundúnum, þar sem hún hóf söngnám haustið 2007 undir handleiðslu Jennifer Smith. Þaðan útskrifaðist hún með BMus(hons.) í sönglist sumarið 2011.
Á námsárunum í London sótti Júlía opnar kennslustundir hjá Patricia Rozario, Roger Vignoles, Stephen Varcoe og Sally Burgess. Hún tók þátt í margvíslegum tónleikum og verkefnum innan og utan skólans. Einnig kom hún fram sem einsöngvari í Cambridge, Bath og í útvarpsþætti á BBC, Radio 3.
Sólrún Gunnarsdóttir hóf fiðlunám við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík fimm ára gömul undir handleiðslu Ásdísar Þorsteinsdóttur Stross. Þaðan lá leið hennar í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Auður Hafsteinsdóttir kenndi henni þar til hún útskrifaðist árið 2007 með hæstu einkunn. Eftir það flutti hún til Lundúna þar sem hún hóf nám við Trinity College of Music hjá Ginu McCormack og útskrifaðist með meistaragráðu árið 2009.
Sólrún hefur leikið einleik bæði með Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík og Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík í Brandenburgarkonsert eftir Bach, Rómönsu eftir Árna Björnsson og fleiri verkum. Hún hlaut styrk úr sjóði Violet Wright árið 2008 til náms við Trinity College of Music. Hún er nú lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfar að ýmsum verkefnum á tónlistarsviðinu.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, July 31st at 20:30 Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted Where is the Museum? |
Júlía and Sólrún |
A
PDF version of the
program Further informations give Júlía, tel. 695 5433 and Sólrún, tel. 865 9110 |
Julía Traustadóttir started playing the violin at five years of age at the Icelandic Suzuki Association's Music School with Lilja Hjaltadóttir. At the age of twelve she moved to the Reykjavík College of Music, continuing with her violin lessons and simultaneously studying singing, first with Elísabet Erlingsdóttir and later, Hlín Pétursdóttir. In 2006, Julía auditioned successfully at the Royal College of Music in London and began her singing studies in September 2007 with professor Jennifer Smith. She graduated, completing her Bachelor of Music(hons.) in July 2011.
During her studies in London, Julía attended master classes with Patricia Rozario, Roger Vignoles, Stephen Varcoe and Sally Burgess. She particpated in various concerts and music projects in and outside the RCM. In addition, she appeared as a soloist in Cambridge and Bath and on BBC Radio 3.
At the age of five Sólrún Gunnarsdóttir started her musical studies at the Icelandic Suzuki Association's Music School under the guidance of Ásdís Stross. Later she studied with Auður Hafsteinsdóttir at the Reykjavík College of Music and graduated in 2007 with honours. Then, she moved to London to study with Gina McCormack at the Trinity College of Music from which she graduated with a Master of Music degree in 2009. Sólrún has performed solos both with the Reykjavík College of Music String Ensemble and with the Reykjavík College of Music Orchestra in one of Bach's Brandenburg Concerto's, a Romance by Árni Björnsson and other works. She received the Violet Wright (violin) scholarship in 2008 to study at the Trinity College of Music. She now freelances with the Iceland Symphony Orchestra and works on various musical projects.