Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: |
Sumartónleika- bæklingur 2012 |
Listasafn Sigurjóns |
Ari Þór og Hrönn |
Smellið á smámyndina til
að fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Ari Þór í síma 695 1687 eða ariviolin(hjá)gmail.com |
Ari Þór Vilhjálmsson útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2001 og hélt til frekara náms í Bandaríkjunum, lærði hjá Almitu og Roland Vamos og Sigurbirni Bernharðssyni, Lucy Chapman og sótti einkatíma hjá Rachel Barton Pine í Chicago.
Ari hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2006 og tekur við stöðu leiðara annarrar fiðlu hljómsveitarinnar næsta haust. Hann hefur flutt fiðlukonserta eftir Shostakovich, Mozart, Hafliða Hallgrímsson, J.S. Bach og Saint-Saëns með Sinfóníuhljómsveit Íslands og fiðlukonsert Bruchs með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Nýlega hélt hann einleikstónleika við Emory University í Atlanta og kammertónleika fyrir Listahátíð í Reykjavík og Kammermúsikklúbbinn. Á næsta starfsári mun hann taka upp Poéme eftir Chausson og Souvenir d'un lieu cher með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir Ríkisútvarpið. Ari hefur mikinn áhuga á kennslu og kennir hóp efnilegra fiðlunemenda við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann leikur á fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem Giovanni Maggini smíðaði um 1620.
Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr. Tibor Szász í píanóleik og Hans-Peter Müller við ljóðasöngdeild. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplóma sumarið 2007.
Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold og hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Við Djúpið á Ísafirði, Myrkir músíkdagar og Berjadagar á Ólafsfirði. Hrönn kennir við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík |
Ari Þór and Hrönn |
A PDF version of the
program Further informations gives Ari Þór Tel 354 695 1687 or ariviolin(hjá)gmail.com |
Ari Vilhjálmsson is the Acting Principal Second Violin of the Iceland Symphony Orchestra. He graduated with a Soloist Diploma from the Reykjavík College of Music in 2001 and pursued his studies in the U.S. with Almita and Roland Vamos at Northwestern University, Sibbi Bernharðsson at the University of Illinois and Lucy Chapman at the New England Conservatory of Music and with private lessons at Rachel Barton Pine in Chicago.
Ari has performed violin concertos by Shostakovich, Mozart, and Hafliði Hallgrímsson with the Iceland Symphony and Bruch's First Violin Concerto with the North Iceland Symphony Orchestra. Recently he has also performed recitals at Emory University in Atlanta, the Reykjavík International Arts Festival and Reykjavík Chamber Music Society.
As a dedicated teacher, Ari teaches a group of young violinists at the Reykjavík College of Music. He plays a violin by Brescian violin maker Giovanni Maggini of the early 17th century. The violin is the property of the Iceland Symphony Orchestra.
Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continued her studies in Germany at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg where her principal teachers were Prof. Dr. Tibor Szász and Hans-Peter Müller professor of lyrics. She graduated in 2004 with a diploma in music performance, lied-accompaniment and music education. She moved to Stuttgart to study with Professor Cornelis Witthoefft at the Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst and received her Master's degree from the faculty of lyrics in 2007.
Hrönn has given concerts and accompanied singers in Iceland as well as on the Continent. She performs contemporary music, e.g. at the Young Nordic Music Festival and as a member of the Ísafold Chamber Orchestra in Reykjavík. She teaches at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Reykjavík College of Music.
fréttatilkynningu lokið / end of release