Fréttatilkynning
frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below) Ábyrgðarmaður: |
Sumartónleika- bæklingur 2012 |
Listasafn Sigurjóns |
Hrönn og Hallveig |
Smellið á smámyndina til
að fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Hallveig Rúnarsdóttir í síma 898 4978 eða hallveig(hjá)yahoo.com |
Hallveig Rúnarsdóttir hóf söngnám hjá Sigurði Demetz, en lauk Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Rutar L. Magnússon árið 1998. Þá hóf hún nám hjá Theresu Goble við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan með láði sumarið 2001.
Hallveig söng hlutverk Fiordiligi í óperunni Così fan tutte eftir Mozart hjá Óperustúdíói Austurlands og Jane í Happy End eftir Kurt Weill hjá Sumaróperu Reykjavíkur. Hjá Íslensku Óperunni hefur hún sungið hlutverk Echo í Ariadne auf Naxos eftir Strauss og Giannettu í Ástardrykknum eftir Donizetti. Hún hefur flutt einsöngskantötur eftir Mozart og Bach, komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum, meðal annars oft með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og sungið með kammerhópnum Caput.
Hallveig hefur frumflutt mörg ný íslensk verk, t.d. á Listahátíð í Reykjavík og á Sumartónleikum í Skálholti, og söngur hennar hefur verið tekinn upp fyrir útvarp. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt áherslu á ljóðasöng og haldið tónleika með þýskum, frönskum og norrænum sönglögum.Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr. Tibor Szász í píanóleik og Hans-Peter Müller við ljóðasöngdeild. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplóma sumarið 2007.
Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold og hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Við Djúpið á Ísafirði, Myrkir músíkdagar og Berjadagar á Ólafsfirði. Hrönn kennir við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík |
Hrönn and Hallveig |
A PDF version of the
program Further informations gives Hallveig Tel 354 898 4978 or hallveig(at)yahoo.com |
Hallveig Rúnarsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 where her main teacher was Ruth Little Magnússon. She furthered her studies with Theresa Goble at the Guildhall School of Music and Drama in London, graduating with honours in 2001.
Hallveig's opera roles include Fiordiligi in Così fan tutte by Mozart, Jane in Happy End by Kurt Weill, Servilia in La Clemenza di Tito by Mozart, Echo in Ariadne auf Naxos by Strauss and Giannetta in L'elisir d'Amore by Donizetti. She is an avid baroque and renaissance singer and also has a very large oratorio repertoire which includes ;St. John's Passion, Cantata no. 51, 'Jauchzet Gott in allen Landen' Bach’s Magnificat, Händel’s Messiah,and Exultate Jubilate by Mozart. She is a co-founder of the renaissance-group Rinascente which focuses on 15th century Italian oratorios and operas.
Hallveig has given many recitals of German lieder, French melodia and nordic songs both in Iceland and abroad. She also focuses on contemporary music and has premiered numerous Icelandic pieces. Her first CD with new Icelandic vocal music will be released later this year.Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continued her studies in Germany at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg where her principal teachers were Prof. Dr. Tibor Szász and Hans-Peter Müller professor of lyrics. She graduated in 2004 with a diploma in music performance, lied-accompaniment and music education. She moved to Stuttgart to study with Professor Cornelis Witthoefft at the Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst and received her Master's degree from the faculty of lyrics in 2007.
Hrönn has given concerts and accompanied singers in Iceland as well as on the Continent. She performs contemporary music, e.g. at the Young Nordic Music Festival and as a member of the Ísafold Chamber Orchestra in Reykjavík. She teaches at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Reykjavík College of Music.