Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: |
Sumartónleika- bæklingur 2011 |
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 6. september 2011 kl. 20:30 Miðasala við innganginn og í síma 553 2906 á skrifstofutíma. Aðgangseyrir kr. 2000. Tekið er við greiðslukortum. Hvar er safnið? |
Þórarinn Stefánsson |
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna veitir Þórarinn í síma 868 9845 |
Síðustu tónleikar
sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Þórarinn Stefánsson píanóleikari.
Einleiksverk fyrir píanó sem
samin eru út frá íslenskum þjóðlögum eða útsetningar á þeim. Elstu verkin
eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en hin yngstu eru Fagurt er í
Fjörðum og Þegar vetrarþokan grá eftir
Kolbein Bjarnason og verða þau frumflutt á tónleikunum.
Þórarinn Stefánsson
hóf píanónám við Tónlistarskólann á Akureyri, en lauk kennara- og einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar.
Hann stundaði framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi hjá
Erika Haase prófessor og sótti auk þess einkatíma og námskeið hjá Colette
Zérah, Edith Picht-Axenfeld og Vlado Perlemuter. Að námi loknu bjó Þórarinn
og starfaði um nokkurra ára skeið í Þýskalandi og Danmörku.
Þórarinn
hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu sem einleikari og meðleikari með
söngvurum og hljóðfæraleikurum. Hann hefur einnig skipulagt fjölda tónleika,
meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Færeyjum.
Þórarinn hefur gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp
meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2007 hlaut Þórarinn starfslaun
listamanna til að undirbúa geisladisk með íslenskum þjóðlögum fyrir píanó.
Þórarinn Stefánsson kennir við Tónlistarskólann á Akureyri
og Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðan 2004 hefur hann verið listrænn stjórnandi
tónlistardagskrár Tónlistarhússins Laugaborgar í Eyjafjarðarsveit.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, 6 September at 20:30 Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted Where is the Museum? |
Þórarinn Stefánsson |
A pdf
version of the program - when ready. |
Þórarinn Stefánsson began his musical education at the Music School of Akureyri. In 1987 he graduated both as a piano teacher and soloist from the Reykjavík College of Music with Halldór Haraldsson as his principle teacher. He studied with Prof. Erika Haase in Hannover and took private lessons and attended master classes with Colette Zérah, Edith Picht-Axenfeld and Vlado Perlemuter.
Þórarinn has given concerts around Europe both as soloist and accompanist to singers and instrumentalists. He has also organised many concerts in Germany, Denmark, Greenland and the Faeroe Islands. He has participated in programmes for Icelandic TV and Radio including performances with the Iceland Symphony Orchestra. In 2007 he received the Icelandic Artists' Salary. His first solo CD, Icelandic piano music-arrangements and meditations on Icelandic Folk Songs, will be released in 2012.
Þórarinn teaches at both the Music School of Akureyri and the Music School of Eyjaförður and is the artistic director of the Laugarborg Concert House in Eyjafjörður.